Pallborðið: Veðurstofan sökuð um að brjóta lög og deila ekki gögnum Veðurstofa Íslands safnar gríðarlegu magni gagna um veðurfar, jarðhræringar, vatnafar og loftslag, svo eitthvað sé nefnt. Sérfræðingar segja stofnunina hins vegar trega til að deila umræddum gögnum. 31.1.2024 11:03
Græddi milljarða en þótti hann engu að síður hafa verið svikinn Milljarðamæringurinn Dmitry Rybolovlev hefur tapað máli sem hann höfðaði gegn uppboðshúsinu Sotheby's í Bandaríkjunum, sem hann sakaði um að hafa haft af sér milljónir dollara. 31.1.2024 08:14
Einn leiðtoga Hamas segir nýjar vopnahléstillögur til skoðunar Ismail Haniyeh, einn af leiðtogum Hamas, segir samtökin nú liggja yfir nýjum tillögum að vopnahléi á Gasa. Tillögurnar fela í sér lausn gísla og voru lagðar fram að milligönguaðilum eftir viðræður við Ísrael. 31.1.2024 07:31
Umboðsmaður vill svör um símalokun Lyfjastofnunar Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir svörum frá heilbrigðisráðuneytinu um ákvörðun Lyfjastofnunar að svara ekki lengur símtölum með hefðbundnum hætti heldur taka aðeins við beiðnum um símtöl. 31.1.2024 07:00
Hvalur vill nýtt leyfi til fimm eða tíu ára hið minnsta Hvalur hf. hefur óskað eftir endurnýjun leyfis til veiða á langreyði. Í erindi fyrirtækisins til matvælaráðuneytisins segir að það sé rétt og eðlilegt að leyfið sé til fimm ára og framlengist um ár til viðbótar í lok hvers starfsárs eða verði að öðrum kosti til tíu ára. 31.1.2024 06:44
Meintur stútur reyndist allsgáður Nokkuð var um slys í umferðinni í höfuðborginni í gær, meðal annars á Reykjanesbraut þar sem fólksbifreið og vöruflutningabifreið lentu saman. Einn var fluttur á slysadeild, alvarlega slasaður, líkt og Vísir greindi frá í gær. 31.1.2024 06:26
Fimm handteknir í tengslum við líkfund í Mojave-eyðimörkinni Lögregla í San Bernardino í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur handtekið fimm einstaklinga eftir að sex lík fundust á afskekktum stað í Mojave-eyðimörkinni. 30.1.2024 08:04
Heilaflaga Neuralink Musk grædd í fyrsta einstaklinginn Auðjöfurinn og frumkvöðullinn Elon Musk hefur greint frá því að fyrirtæki hans Neuralink hafi nú í fyrsta sinn grætt þráðlausa tölvuflögu í heila manneskju. 30.1.2024 07:13
Liðsmenn Hamas ná aftur vopnum sínum í norðurhluta Gasa Liðsmenn Hamas eru sagðir hafa snúið aftur til norðurhluta Gasa, þar sem þeir eru sagðir vinna að því að ná aftur stjórn og ná vopnum sínum fyrir frekari átök við Ísraelsher. 30.1.2024 06:49
UNRWA segir fjármagnið munu þrjóta í lok febrúar að óbreyttu Forsvarsmenn Palestínu-flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segja stofnunina ekki munu getað aðstoðað íbúa á Gasa og viðhalda aðgerðum á svæðinu lengur en til loka febrúar ef framlög til hennar verða skert. 29.1.2024 11:59