Segja tíma SÍS hafa verið „sóað í sýndarsamráð“ um gjaldfrjálsar skólamáltíðir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. júní 2024 06:53 Gjaldfrjálsar skólamáltíðir voru ein af forsendum kjarasamninga í vor. Getty Tíma stjórnarmanna og starfsmanns Sambands íslenskra sveitarfélaga var „sóað í sýndarsamráð“ þar sem ekkert tillit var tekið til athugasemda eða leiða til að sætta mismunandi sjónarmið varðandi gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Þetta segir í umsögn sambandsins um frumvarp innviðaráðherra um gjaldfrjálsar skólamáltíðir, sem ríkisstjórnin og sambandið gerðu samning um til að greiða fyrir langtímakjarasamningum. Mikil óánægja var með samkomulagið innan sambandsins, sem fékk það í gegn að settur yrði á fót starfshópur til að útfæra verkefnið. Í umsögninni segir að frumvarpið hafi hins vegar á endanum verið samið af aðila sem sat engan fund starfshópsins né tók tillit til vinnu hans. Sambandið lagði til að mynda til að kveðið yrði á um það í frumvarpinu að upphæðin til verkefnisins yrði endurskoðuðu árlega og að það yrði ekki gerð krafa um að sveitarfélögin sendu inn upplýsingar um gjaldfrjálsar skólamáltíðir heldur fengju öll greitt samkvæmt nemendafjölda. Ekkert hafi verið komið til móts við athugasemdir sambandsins. „Þvert á móti var gengið lengra og upphæðin sem ríkið ætlar að leggja til verkefninsins tekin út úr frumvarpinu, að kröfu fjármála- og efnahagsráðuneytisins, með þeim rökum að hún ætti að koma á fjárlögum hvers árs en ekki í bráðabirgðaákvæði við lög um tekjustofna sveitarfélaga. Lýstu fulltrúar sveitarfélaganna yfir verulegum vonbrigðum með þá niðurstöðu,“ segir í umsögninni. Samband íslenskra sveitarfélaga leggst þannig gegn samþykkt frumvarpsins í óbreyttri mynd og óskar eftir samstarfi við þingnefndir um breytingar. „Verulegar áhyggjur eru af því koma eigi kostnaði vegna gjaldfrjálsra skólamáltíða smátt og smátt yfir á sveitarfélögin en gagnrýni sveitarfélaganna hefur að mestu einmitt snúist um það. Frumvarpið gefur heimild til ríkisins til að ákveða framlag ríkisins árlega í fjárlögum. Ef sú fjárhæð dugar ekki til að mæta 75% hlutanum þá eykst kostnaðarhlutdeild sveitarfélaga án þess að þau hafi tækifæri til að bregðast við því,“ segir í niðurlagi umsagnarinnar. Kjaraviðræður 2023-24 Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Grunnskólar Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Þetta segir í umsögn sambandsins um frumvarp innviðaráðherra um gjaldfrjálsar skólamáltíðir, sem ríkisstjórnin og sambandið gerðu samning um til að greiða fyrir langtímakjarasamningum. Mikil óánægja var með samkomulagið innan sambandsins, sem fékk það í gegn að settur yrði á fót starfshópur til að útfæra verkefnið. Í umsögninni segir að frumvarpið hafi hins vegar á endanum verið samið af aðila sem sat engan fund starfshópsins né tók tillit til vinnu hans. Sambandið lagði til að mynda til að kveðið yrði á um það í frumvarpinu að upphæðin til verkefnisins yrði endurskoðuðu árlega og að það yrði ekki gerð krafa um að sveitarfélögin sendu inn upplýsingar um gjaldfrjálsar skólamáltíðir heldur fengju öll greitt samkvæmt nemendafjölda. Ekkert hafi verið komið til móts við athugasemdir sambandsins. „Þvert á móti var gengið lengra og upphæðin sem ríkið ætlar að leggja til verkefninsins tekin út úr frumvarpinu, að kröfu fjármála- og efnahagsráðuneytisins, með þeim rökum að hún ætti að koma á fjárlögum hvers árs en ekki í bráðabirgðaákvæði við lög um tekjustofna sveitarfélaga. Lýstu fulltrúar sveitarfélaganna yfir verulegum vonbrigðum með þá niðurstöðu,“ segir í umsögninni. Samband íslenskra sveitarfélaga leggst þannig gegn samþykkt frumvarpsins í óbreyttri mynd og óskar eftir samstarfi við þingnefndir um breytingar. „Verulegar áhyggjur eru af því koma eigi kostnaði vegna gjaldfrjálsra skólamáltíða smátt og smátt yfir á sveitarfélögin en gagnrýni sveitarfélaganna hefur að mestu einmitt snúist um það. Frumvarpið gefur heimild til ríkisins til að ákveða framlag ríkisins árlega í fjárlögum. Ef sú fjárhæð dugar ekki til að mæta 75% hlutanum þá eykst kostnaðarhlutdeild sveitarfélaga án þess að þau hafi tækifæri til að bregðast við því,“ segir í niðurlagi umsagnarinnar.
Kjaraviðræður 2023-24 Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Grunnskólar Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira