Hvíta húsinu ekki tilkynnt um veikindi og aðgerð varnarmálaráðherrans Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Lloyd Austin, gekkst undir aðgerð vegna blöðruhálskirtilskrabbameins þann 22. desember síðastliðinn og var svo aftur lagður inn í kjölfarið vegna þvagfærasýkingar tengdri aðgerðinni. 10.1.2024 06:57
Bandaríkjamenn og Bretar skjóta niður dróna og flaugar Húta Yfirvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa staðfest að herir þeirra hafi gripið til varna í einni umfangsmestu árás Húta á skotmörk á Rauða hafi. Ekkert hefur heyrst um slys á fólki né tjón á skipum í tengslum við árásina. 10.1.2024 06:43
Tilkynnt um hvítt duft fyrir utan heimili í borginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkuð fjölbreyttum verkefnum í nótt og barst meðal annars tilkynning frá íbúa sem hafði fundið hvítt duft í smelluláspoka fyrir framan heimili sitt. 10.1.2024 06:25
Mögulega fyrsti þingmaður Evrópu með Downs-heilkennið Þingkonan Mar Galcerán hefur brotið blað í sögu Spánar og mögulega Evrópu, með því að verða fyrsta manneskjan með Downs-heilkennið sem kjörinn er á þing. 9.1.2024 10:26
Banna ræktun og slátrun hunda til manneldis Ný lög hafa verið samþykkt í Suður-Kóreu sem miða að því að binda enda á slátrun og sölu hundakjöts. Markmiðið er að útrýma þeim sið að leggja sér kjötið til munns árið 2027. 9.1.2024 08:18
Maður veittist að starfsmönnum verslunar í miðbænum Lögregla var kölluð til í nótt þegar maður veittist að starfsmönnum verslunar í miðbænum eftir miðnætti. Var honum vísað á brott eftir tiltal frá lögreglu. 9.1.2024 07:29
Mun hvetja Ísraelsmenn til að draga úr aðgerðum og horfa til framtíðar Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er mættur til Tel Aviv í Ísrael þar sem hann er sagður munu freista þess að þrýsta á stjórnvöld að draga úr þunga aðgerða sinna á Gasa og hefja viðræður um stjórnun svæðisins þegar átökum lýkur. 9.1.2024 07:05
Vantrauststillaga lögð fram um leið og þing kemur saman Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir flokkinn munu leggja fram vantrauststillögu á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra um leið og Alþingi kemur saman 22. janúar næstkomandi. 9.1.2024 06:47
Katrín hringdi í Sonju: Verður þetta eitt stórt borð eða mörg minni? „Hún var í raun að óska eftir fundi, eins og ég skildi það, til að heyra okkar áherslur í aðdraganda kjarasamninga. Og ég var svona að fara yfir það,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, um samtal sitt við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í morgun. 8.1.2024 12:45
Heimsþekktur og dáður predikari reyndist úlfur í sauðagæru Rannsókn BBC hefur leitt í ljós fjölda ásakana um pyntingar og nauðganir TB Joshua, leiðtoga einnar stærstu kristnu kirkju heims. Tugir meðlimir safnaðar Synagogue Church of all Nations (Scoan), hafa stigið fram og lýst hroðaverkum trúarleiðtogans. 8.1.2024 11:53