Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Stjórnvöld í Rússlandi segjast opin fyrir friðarviðræðum við Úkraínumenn en hyggjast hins vegar ekkert slá af kröfum sínum um yfirráð yfir hernumdum svæðum og tryggingu fyrir því að Úkraína gangi ekki í Atlantshafsbandalagið. 21.7.2025 07:20
Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkuð fjölbreyttum verkefnum í gærkvöldi og nótt og var meðal annars kölluð til eftir að sást til ungmenna að renna sér niður sirkustjaldið við Háskóla Íslands. 21.7.2025 06:52
Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni mallar áfram og enn er virkni í tveimur gígum. Gasmengun brennisteinsdíoxíðar mælist á suðvesturhorninu, ásamt gosmóðu. 21.7.2025 06:39
„Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir langflesta viðskiptavini fyrirtækisins heiðarlegt og gott fólk og starfsmenn séu afar þakklátir fyrir þann stuðning sem þeir finna fyrir í því að fyrirbyggja þjófnað. 19.7.2025 21:00
Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ „Nágrannavarsla er albesta vörnin,“ segir Heimir Ríkarðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn um góð ráð sem fólk getur gripið til þegar farið er að heiman í lengri tíma. 18.7.2025 12:39
Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Guðrún Halldóra Antonsdóttir varð vitni að bíræfnu ráni í Krónunni á Bíldshöfða í vikunni, þar sem þremenningar léku á starfsmenn og yfirgáfu verslunina með körfur fulla af vörum. 18.7.2025 11:11
Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Lögregluyfirvöld í Indónesíu hafa komið upp um alþjóðlegan glæpahring sem þau segja hafa selt að minnsta kosti 25 börn til Singapúr frá árinu 2023. 18.7.2025 07:35
Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Þáttastjórnandinn Stephen Colbert greindi frá því í gærkvöldi að honum hefði verið tilkynnt á miðvikudaginn að stjórnendur CBS hefðu ákveðið að leggja niður kvöldþáttinn Late Show. 18.7.2025 07:13
„Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur harðlega neitað því að hafa sent athafnamanninum Jeffrey Epstein dónalegt afmæliskort sem á stóð: „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“. 18.7.2025 06:44
Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Alríkissaksóknarinn Maurene Comey fékk reisupassann í gær en hún starfaði á Manhattan og kom meðal annars að málum ríkisins gegn Sean Combs, Jeffrey Epstein og Ghislaine Maxwell. 17.7.2025 12:20