Þverneitar að hafa freistast til að fegra ferilskrána „Alls ekki! Því skyldi ég gera það?“ svarar Halla Tómasdóttir athafnamanneskja og forsetaframbjóðandi ákveðið, spurð að því hvort hún hafi freistast til þess að fegra ferilskrána. 22.3.2024 06:11
Gefur lítið fyrir mögulega dómsátt í máli Bandaríkjanna gegn Assange Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna er sagt velta því fyrir sér að bjóða Julian Assange dómsátt, sem myndi fela það í sér að hann játaði að hafa misfarið með leynileg gögn og yrði þess í stað ekki sóttur til saka fyrir njósnir og fleiri alvarlega glæpi. 21.3.2024 10:38
Börn drepa dýr með teygjubyssum og deila myndefni á WhatsApp Rannsókn Sky News hefur varpað ljósi á hópa á samskiptamiðlinum WhatsApp þar sem um 500 einstaklingar á Bretlandseyjum, aðallega ungmenni, deilir myndum og myndskeiðum þar sem dýr eru skotin, særð og drepin með teygjubyssum. 21.3.2024 08:41
Játaði að hafa drepið þúsundir skalla- og gullarna Bandarískur maður hefur játað að hafa skotið þúsundir verndaðra fugla á síðustu árum og selt fjaðrir þeirra og parta á svörtum markaði. Í skilaboðum til kaupanda talaði hann frjálslega um að hafa brotið lög og drepið marga fugla á skömmum tíma. 21.3.2024 08:00
Ræða að veita vöxtum af frystum eignum Rússa til Úkraínu Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins munu funda í Brussel í dag en á dagskránni verða meðal annars umdeildar hugmyndir um að veita vöxtum af frystum eignum Rússa til Úkraínu. 21.3.2024 07:09
Fyrirtækjum sem gera upp í erlendri mynt fjölgað töluvert síðasta áratug Árið 2022 gerðu 135 fyrirtæki með rekstrartekjur upp í erlendri mynt og nam velta þeirra 1.580.233 milljónum. Þetta kemur fram í svari menningar- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, þingmanns Viðreisnar. 21.3.2024 06:38
Íslendingar enn blússandi hamingjusamir en blikur á lofti varðandi unga fólkið Ísland er í þriðja sæti á lista yfir hamingjusömustu þjóðir heims samkvæmt World Happiness Report 2024, á eftir Finnlandi og Danmörku. Það virðist hins vegar halla undan fæti hjá unga fólkinu, sem mælist síður hamingjusamt en áður. 20.3.2024 08:26
Segja Rafah síðasta virki Hamas og eru staðráðnir í að fara inn Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, ávarpaði þingmenn í gær og sagðist enn staðráðinn í því að ráðast inn í Rafah þrátt fyrir viðvaranir Bandaríkjanna og fleiri ríkja. 20.3.2024 07:06
Starfsmenn sakaðir um að reyna að komast í heilsufarsgögn Katrínar Rannsókn er hafin á London Clinic einkasjúkrahúsinu eftir að starfsmenn þar voru sakaðir um að hafa freistað þess að sækja heilbrigðisupplýsingar Katrínar prinsessu af Wales. 20.3.2024 06:39
Óforsvaranlegt að 2,1 milljarði verði varið til listaverkakaupa fyrir nýja Landspítalann Jón Gunnarsson og fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp um breytingu á myndlistarlögum, þar sem lagt er til að kvöð um að verja prósenti af heildarkostnaði opinberrar byggingar til listaverkakaupa verði felld niður. 19.3.2024 12:11