Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. júní 2025 07:09 Dætur Combs og móðir hans mættu í dómsal í gær en sjálfur lét hann lítið fyrir sér fara. Getty/John Lamparski „Þið eruð orðin margs vísari um Sean Combs. Hann fer fyrir glæpastarfsemi. Hann virðir ekki svarið „Nei“.“ Þetta sagði saksóknarinn Christy Slavik fyrir dómstól í New York í gær, þegar ákæruvaldið flutti lokaræðu sína í máli sínu gegn tónlistar- og athafnamanninum Sean „Diddy“ Combs. Réttarhöld yfir Combs hafa staðið yfir í um sjö vikur en hann hefur meðal annars verið sakaður um skipulagða glæpastarfsemi, mansal og kynferðisofbeldi. Hann neitar sök. Ræða Slavik stóð yfir í um fjóra tíma, þar sem hún sagði Combs hafa villt um fyrir konum til að fullnægja eigin kynlífsfantasíum, með aðstoð starfsmanna sinna. Kviðdómurinn þyrfti aðeins að komast að þeirri niðurstöðu að Combs hefði framið tvö brot til að finna hann sekann um skipulagða glæpastarfsemi en hann hefði framið hundruð brota með aðstoð starfsmanna sinna. Þar mætti meðal annars nefna fjölda tilvika þar sem mógúllinn hefði fengið starfsmenn sína til að útvega sér fíkniefni og atvik þar sem Combs er sagður hafa greitt ónefndum aðilum til að kveikja í bifreið tónlistarmannsins Kid Cudi. Alvarlegustu brot Combs hefðu hins vegar verið brot hans gegn kærustum sínum, þar sem hann kúgaði þær til að stunda kynlíf með kynlífsstarfsmönnum á meðan hann horfði á. „Þetta er það sem gerðist þegar Cassie sagði „Nei“,“ sagði Slavik um myndskeið af ofbeldi Combs í garð tónlistarkonunnar Cassie Ventura á hóteli í Los Angeles árið 2016. Fjöldi vitna hefur staðfest ofbeldi Combs í garð Ventura. Slavik vitnaði einnig til orða annarar fyrrverandi kærustu Combs, sem bar vitni undir dulnefninu „Jane“. Fram kom í textaskilaboðum milli Jane og Combs að hún hefði ekki viljað taka þátt í fyrrnefndum kynlífsathöfnum en hún væri hrædd um að verða heimilislaus. Verjendur Combs munu ávarpa kviðdóminn í dag. Mál Sean „Diddy“ Combs Bandaríkin Kynferðisofbeldi Hollywood Erlend sakamál Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Þetta sagði saksóknarinn Christy Slavik fyrir dómstól í New York í gær, þegar ákæruvaldið flutti lokaræðu sína í máli sínu gegn tónlistar- og athafnamanninum Sean „Diddy“ Combs. Réttarhöld yfir Combs hafa staðið yfir í um sjö vikur en hann hefur meðal annars verið sakaður um skipulagða glæpastarfsemi, mansal og kynferðisofbeldi. Hann neitar sök. Ræða Slavik stóð yfir í um fjóra tíma, þar sem hún sagði Combs hafa villt um fyrir konum til að fullnægja eigin kynlífsfantasíum, með aðstoð starfsmanna sinna. Kviðdómurinn þyrfti aðeins að komast að þeirri niðurstöðu að Combs hefði framið tvö brot til að finna hann sekann um skipulagða glæpastarfsemi en hann hefði framið hundruð brota með aðstoð starfsmanna sinna. Þar mætti meðal annars nefna fjölda tilvika þar sem mógúllinn hefði fengið starfsmenn sína til að útvega sér fíkniefni og atvik þar sem Combs er sagður hafa greitt ónefndum aðilum til að kveikja í bifreið tónlistarmannsins Kid Cudi. Alvarlegustu brot Combs hefðu hins vegar verið brot hans gegn kærustum sínum, þar sem hann kúgaði þær til að stunda kynlíf með kynlífsstarfsmönnum á meðan hann horfði á. „Þetta er það sem gerðist þegar Cassie sagði „Nei“,“ sagði Slavik um myndskeið af ofbeldi Combs í garð tónlistarkonunnar Cassie Ventura á hóteli í Los Angeles árið 2016. Fjöldi vitna hefur staðfest ofbeldi Combs í garð Ventura. Slavik vitnaði einnig til orða annarar fyrrverandi kærustu Combs, sem bar vitni undir dulnefninu „Jane“. Fram kom í textaskilaboðum milli Jane og Combs að hún hefði ekki viljað taka þátt í fyrrnefndum kynlífsathöfnum en hún væri hrædd um að verða heimilislaus. Verjendur Combs munu ávarpa kviðdóminn í dag.
Mál Sean „Diddy“ Combs Bandaríkin Kynferðisofbeldi Hollywood Erlend sakamál Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira