„Mjög óþægilegt“ að hærri vextir séu að hafa áhrif til hækkunar á verðbólgu Þótt sú aðferð að innihalda áhrif vaxtabreytinga á reiknaða húsaleigu við mælingu verðbólgu kunni að vera „fræðilega rétt“ þá hefur hún óheppileg áhrif núna þegar vextir Seðlabankans fara hækkandi, að sögn seðlabankastjóra. Árstaktur verðbólgunnar væri umtalsvert lægri um þessar mundir ef vaxtaþátturinn væri undanskilin í húsnæðisliðnum í vísitölu neysluverðs. 12.10.2023 11:02
Áform um tugi milljarða í arð ætti að vera stjórn OR „alvarlegt umhugsunarefni“ Áform Orkuveitu Reykjavíkur um að greiða út tugi milljarða í arð til eigenda sinna á næstu árum ætti að vera stjórn fyrirtækisins „alvarlegt umhugsunarefni“ með hliðsjón af versnandi afkomu og að blikur séu á lofti í efnahagsmálum, að sögn stjórnarmanns í OR. Tillaga hans um að fallið yrði frá arðgreiðslum að fjárhæð samanlagt 19 milljarðar á árunum 2024 til 2026 var felld af meirihluta stjórnar Orkuveitunnar. 11.10.2023 16:16
Gengi Amaroq rýkur upp eftir „ótrúlegar“ niðurstöður úr borunum eftir gulli Hlutabréfaverð auðlindafyrirtækisins Amaroq Minerals hefur hækkað skarpt eftir að tilraunaboranir leiddu í ljós hæsta gullmagn í sögu félagsins, meðal annars uppgötvun á nýrri gullæð, en niðurstöðurnar voru umfram væntingar að sögn forstjórans og eykur vissu um að áætlanir þess muni standast. Nokkrum dögum áður en þær niðurstöður lágu fyrir hafði breskur fjárfestingabanki hækkað verðmat sitt á Amaroq upp í tæplega 50 milljarða króna, liðlega 85 prósent yfir núverandi markaðsgengi. 11.10.2023 10:27
Marel réttir út kútnum vegna væntinga um minni söluþrýsting erlendra sjóða Hlutabréfaverð Marels, sem hefur verið undir stöðugum þrýstingi til lækkunar um nokkurt skeið, hækkaði skarpt við opnun Kauphallarinnar í morgun – heldur dró úr þeim verðhækkunum er leið á daginn – þegar fjárfestar vörpuðu öndinni léttar um að framboð á bréfum til sölu hjá erlendum sjóðum væri búið að klárast í bili. Hlutabréfamarkaðurinn snérist við fljótlega eftir óvænta afsögn Bjarna Benediktssonar sem fjármálaráðherra vegna aukinnar pólitískrar óvissu í augum fjárfesta. 10.10.2023 17:07
Skuldabréfafjárfestar enn með augun á verðbólguáhættu vegna kjarasamninga Grunnur skuldabréfabréfamarkaður, með nánast engri þátttöku frá erlendum fjárfestum, þýðir að ekki er hægt að draga of sterkar ályktanir af skammtímahreyfingum á verðbólguálaginu, að sögn seðlabankastjóra. Með meiri vissu um þróun verðbólgu og vaxta er sennilegt að áhrifin verði lík því að „lemja á tómatsósuflösku“ þegar fjárfestar fari að koma allir inn í einu á skuldabréfamarkaðinn. 10.10.2023 12:20
Keypti sælgætisgerðina Freyju fyrir vel á þriðja milljarð króna Eignir Langasjávar, stór hluthafi í öllum þremur skráðu fasteignafélögunum og eigandi Ölmu íbúðafélags, rufu 100 milljarða króna múrinn um síðustu áramót en hagnaðurinn dróst engu að síður mikið saman, meðal annars vegna hækkandi fjármagnskostnaðar en félagið skuldar yfir 80 milljarða. Sælgætisgerðin Freyja bættist við eignasafn Langasjávar undir lok síðasta árs þegar það keypti fyrirtækið fyrir vel á þriðja milljarð króna. 9.10.2023 11:39
Það sé hluthöfum Kviku til hagsbóta að selja TM úr samstæðunni Eftir mikla lækkun á hlutabréfaverði Kviku að undanförnu er ljóst að TM er orðið verulega undirverðlagt innan samstæðu bankans og því eru það hagsmunir hluthafa að selja eininguna frá sér, að sögn greinanda á markaði, en líklegustu kaupendurnir verða að teljast Íslandsbanki og Landsbankinn. Sé litið á efnislegt eigið fé TM er markaðsvirði félagsins, miðað verðlagningu hinna tryggingafélaganna á markaði, líklega nokkuð vel undir 30 milljörðum um þessar mundir. 5.10.2023 14:36
Virðist vera „kappsmál“ sumra verkalýðsfélaga að tala upp verðbólguvæntingar Greinendur og markaðsaðilar spáðu rangt fyrir um vaxtaákvörðun peningastefnunefndar af því að þeir voru að einblína um of á skammtímamælikvarða en ekki heildarmyndina, að sögn seðlabankastjóra, sem segir það „einnar messu virði“ að leyfa talsvert háum raunvöxtum að vinna sitt verk. Óvænt ákvörðun um að halda vöxtunum óbreyttum var ekki gerð til að friða verkalýðshreyfinguna í aðdraganda kjaraviðræðna en mikilvægt er að hún geri sér grein fyrir að það sé á „hennar valdi að flýta fyrir vaxtalækkunum.“ 5.10.2023 09:56
Félag Árna Odds tapaði yfir 1.100 milljónum eftir verðfall á bréfum Marels Eignarhaldsfélag í eigu Árna Odds Þórðarsonar, forstjóra Marels, tapaði yfir 1.122 milljónum króna á síðasta ári eftir mikið verðfall á gengi bréfa Marels sem er eina undirliggjandi eign félagsins. Eigið fé þess var neikvætt um liðlega 600 milljónir um áramótin en endurgreiðsla láns við fjármálastofnun sem hvílir á félaginu, tryggt með veðum í bréfum Eyris Invest, var framlengt til þriggja ára. 4.10.2023 14:56
Seðlabankinn „staldrar við“ og ákveður óvænt að halda vöxtum óbreyttum Eftir að hafa hækkað meginvexti Seðlabankans fjórtán sinnum í röð hefur peningastefnunefnd ákveðið, sem er á skjön við spár nánast allra greinenda og markaðsaðila, að halda vöxtum óbreyttum í 9,25 prósent. Vísar hún til þess að óvissa sé um framvindu efnahagsmála og hvort aðhaldið sé nægjanlegt – raunvextir hafi hækkað nokkuð á árinu – og því vilji nefndin „staldra við.“ 4.10.2023 08:54