Ritstjóri

Hörður Ægisson

Hörður er ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja.

Nýjustu greinar eftir höfund

Mikill meirihluti hluthafa VÍS samþykkti kaup á Fossum

Mikill meirihluti hluthafa VÍS hefur samþykkt tillögu stjórnar tryggingafélagsins að kaupa Fossa fjárfestingabanka. Þriðji stærsti hluthafi félagsins, lífeyrissjóðurinn Gildi, hafði lagst gegn kaupunum í aðdraganda fundarins.

Skuld­sett fast­eigna­fé­lög ekki sama á­hættan hér á landi og víða er­lendis

Þrátt fyrir að fasteignafélög séu viðkvæm fyrir hækkandi vöxtum, einkum þau sem hafa verið að reiða sig á stutta fjármögnun, þá telur Seðlabankinn skuldsetningu á atvinnuhúsnæðismarkaði ekki vera sérstakan áhættuþátt fyrir fjármálastöðugleika. Ólíkt því sem þekkist í sumum nágrannaríkjum þá er ekki offramboð af atvinnuhúsnæði hér á landi auk þess sem það vinnur með félögunum að vera að stórum hluta með verðtryggðra leigusamninga og hátt nýtingarhlutfall, að sögn seðlabankastjóra.

Líf­eyris­sjóðir færast nær því að fjár­festa í Controlant fyrir milljarða

Sumir af stærri lífeyrissjóðum landsins eru langt komnir í viðræðum um samanlagt meira en fimm milljarða króna fjárfestingu í Controlant sem er að auka hlutafé sitt og eins að sækja lán hjá erlendum sjóðum til að hraða enn frekar vaxtaráætlunum félagsins. Á aðalfundi síðar í vikunni verður stokkað upp í stjórn hátæknifyrirtækisins og til stendur að fyrrverandi forstjóri Maersk, stærsta skipaflutningafélags í heimi, komi þar nýr inn og muni síðar taka við stjórnarformennsku í Controlant.

Ísfélagið metið á minnst 80 milljarða króna eftir samruna

Ísfélagið, sameinað fyrirtæki Ísfélags Vestmannaeyja og Ramma á Siglufirði, er verðmetið á liðlega 80 milljarða króna samkvæmt tillögu að heimild til endurkaupa sem verður lögð fram á  hluthafafundi félagsins í vikunni. Hluthafar Ramma munu fara með tæplega þriðjungshlut í Ísfélaginu. 

Nýtur stuðnings stóru sjóðanna en ó­víst með af­stöðu Brim­garða

Hópur fjárfesta sem ræður yfir talsverðum meirihluta hlutafjár í Eik, einkum lífeyrissjóðir, hefur í markaðsþreifingum sem hófust fyrr í vikunni tekið jákvætt í yfirtökutilboð Regins en íslensku fasteignafélögin hafa átt undir högg að sækja á hlutabréfamarkaði um nokkurt skeið. Langsamlega stærsti hluthafi Eikar er fjárfestingafélagið Brimgarðar, með rúmlega fjórðungshlut, en með sameinuðu félagi er meðal annars horft til þess að ná fram hagstæðari fjármögnun og meira floti á bréfum þess.

Seðla­banka­stjóri: Verð­bólgan gæti hjaðnað hraðar en spár gera ráð fyrir

Vísbendingar eru um að verðbólgan kunni að ganga hraðar niður en hagspár gera ráð fyrir, að sögn seðlabankastjóra, og vísar þar meðal annars til þess að hrávöruverðshækkanir erlendis eru að koma til baka auk þess sem væntingar eru um að gengi krónunnar eigi eftir að styrkjast. Hann segir til mikils að vinna að stigin verði frekari trúverðug skref í ríkisfjármálum til að ná niður verðbólguvæntingum á skuldabréfamarkaði sem muni þá um leið lækka ávöxtunarkröfu langra ríkisbréfa.

Hagnaður Hvals minnkaði verulega í fyrra og var um 900 milljónir

Hagnaður Hvals, sem er stýrt af Kristjáni Loftssyni og á meðal annars stórar hlutabréfastöður í Arion banka og Alvotech, dróst saman um nærri 75 prósent á síðasta fjárhagsári hlutafélagsins samtímis erfiðum aðstæðum á fjármálamörkuðum og nam rúmlega 890 milljónum króna. Félagið hóf hvalveiðar á ný um mitt árið í fyrra og átti frystar hvalaafurðir sem voru metnar á um 2,6 milljarða undir lok ársins.

Hvalur keypti fimm prósent af heildarstærð útboðs Hampiðjunnar

Fjárfestingafélagið Hvalur, langsamlega stærsti hluthafi Hampiðjunnar, keypti nærri því fimm prósent af heildarstærð hlutafjárútboðs félagsins sem lauk síðastliðinn föstudag í tengslum við skráningu á Aðalmarkað í Kauphöllinni. Þannig fékk Hvalur úthlutað rúmlega 4,2 milljónum hluta að nafnvirði í útboðinu og nemur kaupverð bréfanna samtals nærri 550 milljónum króna.

Sjá meira