Kerecis varar við að hækkun veiðigjalda ógni trausti erlendra fjárfesta Líftæknifyrirtækið Kerecis segir frumvarp ríkisstjórnarinnar um hækkun veiðigjalda geta grafið undan trausti erlendra fjárfesta á Íslandi og haft alvarleg áhrif á nýsköpun og fjárfestingar í sjávarútvegi. Félagið, sem var yfirtekið af alþjóðlegum heilbrigðisrisa fyrir tveimur árum, segir að slíkir hagsmunir geri þá „sjálfsögðu kröfu til ríkisstjórnar og þings“ að vandað sé til verka áður en málið er afgreitt, að öðrum kosti sé meginforsenda íslenskrar velferðar í uppnámi með tilheyrandi áhættu fyrir íslenskt samfélag. 27.5.2025 14:19
Einar Pálmi verður yfirmaður fyrirtækjaráðgjafar Arion banka Einar Pálmi Sigmundsson, sem hefur starfað á fjármálamarkaði í meira en þrjá áratugi, hefur verið ráðinn yfirmaður fyrirtækjaráðgjafar Arion banka. Hann tekur þar við starfinu af Hreiðari Má Hermannssyni sem hætti hjá bankanum fyrr á árinu og tók við forstjórastöðu Eikar. 26.5.2025 17:10
Kaup á tugþúsunda fermetra eignasafni mun hækka verðmatið á Eik Lítillega meiri rekstrarhagnaður og lægra kaupverð en áður var áætlað í nýafstöðnum kaupum Eikar á tugþúsunda fermetra fasteignasafni sem hýsir starfsemi Samskipa á Íslandi mun hafa nokkuð jákvæð áhrif á verðmatsgengi félagsins, að sögn hlutabréfagreinanda, en síðast var það metið um 25 prósent yfir markaðsgengi. 26.5.2025 12:41
Stefán ráðinn sjóðstjóri hlutabréfa hjá Kviku eignastýringu Kvika eignastýring hefur gengið frá ráðningu á Stefáni Birgissyni, sem hefur undanfarið starfað í markaðsviðskiptum hjá ACRO, en hann mun þar koma inn í teymi sjóðstjóra hlutabréfa. 26.5.2025 12:40
Breskir vogunarsjóðir umsvifamestir í kaupum á fyrstu evruútgáfu Kviku Tæplega tvöföld umframeftirspurn var á meðal fjárfesta þegar Kvika kláraði sína fyrstu skuldabréfaútgáfu í evrum fyrir helgi en kaupendahópurinn samanstóð einkum af vogunarsjóðum frá Bretlandi. Kjörin bötnuðu nokkuð frá upphaflegu viðmiði þegar útboðið hófst snemma á föstudagsmorgun en vaxtaálagið á útgáfuna er um hundrað punktum hærra borið saman við sambærileg evrubréf stóru íslensku viðskiptabankanna. 25.5.2025 13:17
Stjórnin stækkuð og Orri verður stjórnarformaður First Water Orri Hauksson, fyrrverandi forstjóri Símans um árabil, hefur tekið við sem formaður stjórnar First Water en félagið stendur að stórfelldri uppbyggingu á landeldisstöð við Þorlákshöfn og kláraði fyrr á árinu nærri sex milljarða fjármögnun frá núverandi hluthöfum. Á nýlegum hluthafafundi First Water var ákveðið að stækka stjórnina með innkomu fjögurra nýrra stjórnarmanna en jafnframt hefur forstjóri Stoða, stærsti hluthafi landeldisfyrirtækisins, farið úr stjórninni. 24.5.2025 12:59
Hlutafjárvirði Samkaupa lækkaði um nærri helming á fáeinum mánuðum Í fyrirhuguðum kaupum Orkunnar, dótturfélags SKEL, á meirihluta hlutafjár í Samkaupum er virði matvörukeðjunnar metið á tæplega fimmtíu prósent lægra gengi heldur en þegar ráðist var í hlutafjárhækkun fyrir nokkrum mánuðum síðan. Á meðal skilyrða fyrir viðskiptunum er að það takist að fá skuldbindandi áskriftarloforð frá fjárfestum til að leggja Samkaupum til að lágmarki tvo milljarða í nýtt hlutafé til að treysta fjárhagsstöðuna en rekstur félagsins hefur verið afar erfiður að undanförnu. 23.5.2025 12:24
Krónan styrktist að nýju með milljarða kaupum erlendra sjóða í Íslandsbanka Þrátt fyrir að hafa farið sneypuför í hlutafjárútboði Íslandsbanka, þegar ljóst varð að nánast allur eftirstandandi hlutur ríkissjóðs var seldur til almennra fjárfesta hér á landi, þá hafa erlendir fjárfestar verið að kaupa bréf í bankanum á eftirmarkaði undanfarna daga fyrir jafnvirði marga milljarða króna. Kaupin hafa ýtt undir nokkra styrkingu á gengi krónunnar og líklegt að hún mun haldast á sterkum gildum verði framhald á áhuga erlendra fjárfesta á bréfum í bankanum. 22.5.2025 16:47
Var meiri áhætta að stöðva lækkunarferlið og sjá aðhaldið aukast yfir sumarið Ólíkt því sem var fyrir ári síðan þá taldi peningastefnunefndin núna meiri áhættu fylgja því að halda vöxtunum óbreyttum yfir þriggja mánaða tímabil, að sögn seðlabankastjóra, sem hefði getað aukið aðhaldsstigið enn frekar þegar verðbólgan færi að síga niður í sumar. Hann leggur áherslu á að tollastríð Bandaríkjanna gagnvart öllum sínum helstu viðskiptaþjóðum, sem hefur aðeins verið slegið á frest, muni „ekki hafa neitt jákvætt í för með sér fyrir Ísland“ heldur valda minni hagvexti og þá muni ferðaþjónustan líklega verða fyrir höggi vegna veikari Bandaríkjadals. 22.5.2025 14:46
Hluti almennings og fyrirtækja á erfiðara með að standa í skilum en áður Þótt almenn vanskil hafi fremur farið lækkandi að undanförnu þá eru merki um að hluti einstaklinga og fyrirtækja eigi um erfiðara um vik að standa í skilum, samkvæmt hátíðnigögnum frá innheimtufyrirtækinu Motus, á sama tíma og vextir Seðlabankans fara lækkandi. Vanskil heimila eru samt enn nokkuð minni en þau voru almennt að mælast fyrir heimsfaraldurinn. 22.5.2025 10:26