Ritstjóri

Hörður Ægisson

Hörður er ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kaupfélag Skagfirðinga og Árni Pétur kaupa Gleðipinna

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) og Árni Pétur Jónsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, hafa náð samkomulagi um kaup á Gleðipinnum en félagið, sem veltir yfir þremur milljörðum króna, rekur meðal annars veitingastaðina American Style og Hamborgarafabrikkuna.

Þarf „einbeittan brotavilja ef þetta á að fara illa“

Seðlabankastjóri segist ekki treysta sér til að leggja mat á hvað séu „ásættanlegar“ launahækkanir fyrir komandi kjarasamninga á almennum vinnumarkaði út frá verðstöðugleika á tímum þegar verðbólgan mælist yfir níu prósent. Þumalfingurreglan segi hins vegar að til lengdar sé svigrúm til árlegra launahækkana á heildina litið ekki meira en um 4 prósent.

Hlutabréfaverð Origo hækkar um 20 prósent eftir söluna á Tempo

Gengi hlutabréfa Origo hefur rokið upp í Kauphöllinni í morgun eftir að félagið tilkynnti seint í gærkvöldi um sölu á öllum 40 prósenta eignarhlut sínum í Tempo fyrir um 28 milljarða króna. Áætlaður söluhagnaður Origo vegna viðskiptanna er um 22 milljarðar.

Ekki tíminn núna fyrir arðgreiðslur hjá bönkunum, segir seðlabankastjóri

Umrót á erlendum fjármála- og lánamörkuðum þýðir að meiri ástæða en ella er fyrir íslensku viðskiptabankanna að gæta betur að lausafjárstöðu sinni. Eftir mikla útlánaþenslu eru merki um að bankarnir séu farnir að draga úr lánum sínum til fyrirtækja en þrátt fyrir að þeir standi afar sterkt, með betri eiginfjárstöðu en flestir evrópskir bankar, þá verða þeir að „leggja áherslu á gætni“ við þessar aðstæður, að sögn seðlabankastjóra.

Origo selur hlut sinn í Tempo á 28 milljarða

Íslenska upplýsingatæknifyrirtækið Origo hefur gengið frá skuldbindandi samkomulagi um sölu á öllum 40 prósenta hlut sínum í Tempo fyrir 195 milljónir Bandaríkjadala í reiðufé, jafnvirði um 28 milljarða króna. Kaupandinn er bandaríski tæknifjárfestingarsjóðurinn Diversis Capital en söluandvirði hlutarins er næstum jafn mikið og núverandi markaðsvirði allrar Origo-samstæðunnar í Kauphöllinni.

Lífeyrissjóðir með þriðjung allra nýrra óverðtryggðra íbúðalána

Ný óverðtryggð lán lífeyrissjóðanna til heimila nema samanlagt rúmlega 49 milljörðum króna á fyrstu átta mánuðum ársins. Lífeyrissjóðirnir eru að ryðja sér aftur til rúms á íbúðalánamarkaði, samhliða því að bankarnir eru að draga hratt úr sínum umsvifum, en markaðshlutdeild þeirra þegar kemur að veitingu nýrra óverðtryggðra íbúðalána í samanburði við bankanna er um þriðjungur frá áramótum.

Íslenskir sjóðir fjárfestu í Alvotech fyrir á fimmta milljarð

Fjögur stærstu íslensku sjóðastýringarfélögin fjárfestu í Alvotech fyrir samtals vel yfir fjóra milljarða króna í aðdraganda þess að líftæknilyfjafyrirtækið var skráð á markað hér heima og í Bandaríkjunum í júní síðastliðnum. Sjóðir opnir almennum fjárfestum í rekstri Íslandssjóða, dótturfélagi Íslandsbanka, voru þar umsvifamestir.

Íbúðaverð fer víða lækkandi og hér á landi hafa líkur á „leiðréttingu“ aukist

Íbúðaverð í mörgum löndum er farið að lækka nokkuð hratt að raunvirði, meðal annars á hinum Norðurlöndunum, samhliða kólnandi markaði og hækkandi fasteignalánavöxtum. Veruleg hækkun íbúðaverðs á Íslandi umfram ákvarðandi efnahagslega þætti á síðustu mánuðum bendir til „mikils ójafnvægis“ á fasteignamarkaði, að mati Seðlabankans.

Flýja hlutabréf vegna óvissu og lækkana á erlendum mörkuðum

Þótt efnahagshorfurnar hér á landi séu um margt betri en í okkar helstu viðskiptalöndum þá hafa verðlækkanir á íslenska hlutabréfamarkaðinum í mörgum tilfellum verið meiri en þekkist erlendis og er Úrvalsvísitalan niður um 15 prósent frá því um miðjan september. Áframhaldandi sala erlendra sjóða, aukin skortsala og hrina veðkalla gagnvart skuldsettum fjárfestum skýrir meðal annars þróunina að undanförnu, að sögn viðmælenda Innherja.

Sjá meira