Ritstjóri

Hörður Ægisson

Hörður er ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja.

Nýjustu greinar eftir höfund

Selt í Marel fyrir á annan tug milljarða á örfáum mánuðum

Bandaríski sjóðastýringarrisinn Capital Group, sem var um skeið stærsti erlendi fjárfestirinn í hluthafahópi Marels, hefur á nokkrum mánuðum selt liðlega þriðjung allra bréfa sinna í íslenska félaginu. Stórfelld sala sjóða í stýringu Capital hefur átt sinn þátt í því að drífa áfram miklar lækkanir á hlutabréfaverði Marels.

Seldi gjaldeyri til að mæta útflæði við útgöngu erlendra vogunarsjóða

Seðlabanki Íslands greip inn á gjaldeyrismarkaði í upphafi vikunnar með einni umsvifamestu sölu sinni á gjaldeyri á þessu ári. Þetta var í annað sinn í þessum mánuði sem bankinn stóð að gjaldeyrissölu á markaði en áður hafði bankinn ekki beitt gjaldeyrisinngripum í meira en þrjá mánuði.

Sjóðir Vanguard keyptu í Kviku fyrir nærri milljarð króna

Bandaríski sjóðastýringarrisinn Vanguard ræður yfir nálægt eins prósenta hlut í Kviku eftir að hafa keypt nánast öll þau bréf sem voru seld í bankanum í lokunaruppboði í Kauphöllinni á föstudaginn fyrir rúmlega viku í aðdraganda þess að Ísland færðist upp í flokk nýmarkaðsríkja.

Gefur Seðla­bankanum færi á að hægja á vaxta­hækkunar­taktinum

Lækkun íbúðaverðs í ágúst kom greinendum og fjárfestum á óvart, sem endurspeglaðist í skarpri lækkun óverðtryggðra ríkisbréfa í dag, en eftir þær tölur er ljóst að nýjasta spá Seðlabankans er að ofmeta verðbólguna talsvert næsta kastið. Þótt ástandið sé enn viðkvæmt þá þýðir kólnandi fasteignamarkaður að útlit er fyrir að lítið sé eftir að vaxtahækkunarferli Seðlabankans, að sögn viðmælenda Innherja á fjármálamarkaði.

Undirbúningur sjóða sem seldu íslensku bréfin „langur og vel skipulagður“

Ótti innlendra fjárfesta um að það sé talsvert uppsafnað framboð af hlutabréfum sem ekki hafi náðst að selja á þeim verðum þegar erlendir vísitölusjóðir komu inn á markaðinn í uppboði eftir lokun Kauphallarinnar síðasta föstudag skýrir meðal annars það verðfall sem hefur orðið á bréfum flestra skráða félaga í vikunni. 

Gjaldeyrisinnflæðið sem kom ekki þegar íslenskir fjárfestar voru teknir í bólinu

Umfangsmikil sala erlendra fjárfestingarsjóða, sem hafa að undanförnu byggt upp stöður í skráðum félögum hér á landi, til erlendra vísitölusjóða í aðdraganda þess að íslenski hlutabréfamarkaðurinn var færður upp í flokk nýmarkaðsríkja olli því að hlutabréfaverð flestra fyrirtækja í Kauphöllinni lækkaði verulega þegar markaðir lokuðu fyrir helgi.

Auknar líkur á efnahagssamdrætti á næsta ári, segir Analytica

Minnkandi kortavelta innanlands og samdráttur í aflamagni er á meðal þeirra þátta sem valda því að leiðandi hagvísir Analytica, sem gefur vísbendingu um vendipunkta í efnahagsumsvifum að sex mánuðum liðnum, lækkar núna í fyrsta sinn frá árinu 2018.

Sjá meira