„Mikilvægt að það sé skýr ábyrgðarkeðja til staðar,“ segir seðlabankastjóri Seðlabankastjóri segir sameiningu Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans hafa gengið mjög vel, betur en hann hefði þorað vona, og það hafi orðið „gríðarlegur ábati“ af því að samþætta starfsemi þessara tveggja stofnana. Núverandi fyrirkomulag fjármálaeftirlitsnefndar, sem varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits gegnir formennsku í og fer með víðtækt verksvið, sé hins vegar „mjög flókið“ og þarf að breyta til að ná betur fram þeim markmiðum sem lagt var upp með við sameiningu FME og Seðlabankans í ársbyrjun 2020. 12.9.2022 07:00
Lífeyrissjóðir settu nær öll atkvæði sín á Pál og Jóhann í stjórnarkjöri Sýnar Þrír af stærstu lífeyrissjóðunum í hluthafahópi Sýnar, sem ráða samanlagt yfir 26,5 prósenta eignarhlut, settu nær öll atkvæði sín á þá Pál Gíslason og Jóhann Hjartarson í stjórnarkjöri fjölmiðla- og fjarskiptafélagsins í lok síðasta mánaðar og tryggðu þannig að allir þeir stjórnarmenn sem sóttust eftir endurkjöri héldu sætum sínum. Á meðal þeirra sem fékk ekki eitt einasta atkvæði frá sjóðunum var stærsti einkafjárfestirinn í Sýn. 11.9.2022 12:08
Akta og Stapi keyptu fyrir um tvo milljarða í útboði Kaldalóns Fjórir fjárfestar, lífeyrissjóðir og sjóðastýringarfyrirtæki, keyptu mikinn meirihluta allra þeirra hluta sem voru seldir í lokuðu útboði Kaldalóns undir lok síðasta mánaðar þegar fasteignafélagið sótti sér nýtt hlutafé að fjárhæð samtals fjögurra milljarða króna. 8.9.2022 09:25
Stoðir með yfir 40 prósenta hlut í kaupum fjárfesta á Algalíf Fjárfestingafélagið Stoðir verður stærsti einstaki hluthafi Algalífs á Reykjanesi, með á bilinu 40 til 45 prósenta eignarhlut, miðað við áætlanir hóps innlendra fjárfesta sem eru á lokametrunum með að kaupa allt hlutafé íslenska líftæknifyrirtækisins. 8.9.2022 07:01
Reynir hagnaðist um meira en tíu milljarða við söluna í Creditinfo Reynir Grétarsson, fjárfestir og stofnandi Creditinfo, hagnaðist um rúmlega 10,5 milljarða króna þegar hann seldi meirihluta sinn í íslenska upplýsingafyrirtækinu á liðnu ári til bandaríska framtakssjóðsins Levine Leichtman Capital. Allt hlutafé Creditinfo í viðskiptunum var metið á um 20 milljarða króna en endanlegt kaupverð, sem getur orðið hærra, veltur á tilteknum fjárhagslegum markmiðum. 7.9.2022 08:52
Krónan gefur eftir samhliða auknum gjaldeyriskaupum lífeyrissjóða Eftir nánast samfellt styrkingarskeið um langt skeið hefur gengi krónunnar gefið talsvert eftir yfir sumarmánuðina og lækkað um rúmlega fimm prósent. Auknar erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna eru meðal annars taldar skýra veikinguna og þá hefur gjaldeyrismiðlun Landsbankans staðið að talsverðum gjaldeyriskaupum fyrir viðskiptavini á síðustu vikum, að sögn sérfræðinga á markaði. 6.9.2022 18:54
Sjóðir Akta stækka stöðu sína í SKEL á meðan Jakob Valgeir selur Sjóðir í stýringu Akta meira en tvöfölduðu eignarhlut sinn í SKEL í liðnum mánuði og fara núna með að lágmarki um 2,3 prósenta eignarhlut í fjárfestingafélaginu. Samanlagður hlutur Akta, sem kom fyrst inn í hluthafahóp SKEL í júní síðastliðnum, gerir sjóðastýringarfyrirtækið að sjöunda stærsta hluthafa félagsins. 5.9.2022 16:30
Jón Þór ráðgjafi við úttekt á sölunni á Íslandsbanka Jón Þór Sturluson, forseti viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík og fyrrverandi aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins, er sérstakur ráðgjafi Ríkisendurskoðunar við vinnu stofnunarinnar að stjórnsýsluúttekt á sölu ríkissjóðs á 22,5 prósenta eignarhlut í Íslandsbanka í útboði til fagfjárfesta í mars á þessu ári. 5.9.2022 10:01
Sling selt á nærri níu milljarða króna til bandarísks tæknirisa Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Sling, sem var stofnað af Helga Hermannssyni fyrir um sjö árum síðan, var keypt fyrr í sumar á samtals um 60,6 miljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 8,6 milljarða króna á gengi dagsins í dag, af bandaríska tæknifyrirtækinu Toast. Stærstur hluti kaupverðsins var í formi reiðufjár en stjórnendur Sling fengu einnig afhent hlutabréf í Toast sem skráð í kauphöllinni í New York (NYSE). 5.9.2022 07:00
Eignir í stýringu Akta lækka um þriðjung, miklar innlausnir í stærstu sjóðunum Mikill samdráttur einkenndi rekstur og afkomu sjóðastýringarfyrirtækisins Akta, sem hefur vaxið mjög hratt á skömmum tíma, á fyrri helmingi þessa árs samhliða erfiðum aðstæðum á fjármálamörkuðum. Akta hagnaðist aðeins um 2,5 milljónir, borið saman við 1,3 milljarða hagnað á sama tíma fyrir ári, og margra milljarða króna útflæði var úr helstu fjárfestingarsjóðum í stýringu félagsins. 2.9.2022 12:16