Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Hún var fáránlega góð segir Benoný Breki Andrésson um tilfinninguna sem fylgdi því að skora fyrstu mörkin sín fyrir Stockport County. Hann segist hafa aðlagast vel hjá félaginu og finnur sig vel í hörku ensku C-deildarinnar. Benoný hefur skorað þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum Stockport, á aðeins 66 mínútum. 8.3.2025 09:02
Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Liam Roberts, markvörður enska B-deildarliðsins Millwall, hefur verið úrskurðaður í sex leikja bann fyrir brotið grófa á Jean-Philippe Mateta, framherja Crystal Palace, í bikarleik liðanna um síðustu helgi. 7.3.2025 16:15
Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Jamie Carragher gefur Ruben Amorim ekki háa einkunn fyrir frammistöðu hans í starfi knattspyrnustjóra Manchester United. Hann segir að ekki einn leikmaður hafi bætt sig undir stjórn Amorims. 7.3.2025 15:30
Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Flest gengur Los Angeles Lakers í hag eftir að Luka Doncic gekk í raðir liðsins. Í nótt vann Lakers áttunda sigurinn í röð þegar New York Knicks kom í heimsókn. Lokatölur 113-109, Lakers í vil. 7.3.2025 14:47
Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Íslenski landsliðsmaðurinn Orri Freyr Þorkelsson skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeild Evrópu í handbolta. 7.3.2025 12:32
Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Ekkert verður af því að bandaríski körfuboltamaðurinn Tony Wroten, sem spilaði 145 leiki í NBA-deildinni á sínum tíma, leiki með Selfossi í 1. deildinni á þessu tímabili. Útlendingastofnun synjaði umsókn hans um dvalarleyfi. 7.3.2025 12:08
Tæpur einn og hálfur milljarður í boði fyrir upplýsingar um Ólympíufara Bandaríska alríkislögreglan, FBI, bætti á þriðjudaginn hinum 43 ára Kanadamanni, Ryan Wedding, á listann yfir tíu eftirlýstustu glæpamennina. Wedding keppti á Vetrarólympíuleikunum 2002 en fetaði síðan glæpabrautina. 7.3.2025 11:31
Ólympíumeistari í taekwondo ætlar að verða heimsmeistari í boxi Jade Jones, tvöfaldur Ólympíumeistari í taekwondo, hefur ákveðið að venda kvæði sínu í kross og er byrjuð að æfa hnefaleika. 7.3.2025 11:02
Tveir níu pílna leikir á sama kvöldinu Svokallaðir níu pílna leikir sjást ekki oft en að tveir slíkir komi á sama kvöldinu er afar sjaldgæft. En það gerðist á fimmta keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar í pílu í gær. 7.3.2025 10:32
Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Handboltamaðurinn Jóhannes Berg Andrason gengur í raðir Team Tvis Holstebro í Danmörku frá FH í sumar. 7.3.2025 09:25