Ómar segist ekki skulda skattinum krónu Ómar R. Valdimarsson lögmaður segir nýlega frétt sem birtist á mannlif.is vera ranga í öllum meginatriðum. Hann vandar Reyni Traustasyni ritstjóra ekki kveðjurnar. 13.4.2023 12:25
Ásmundur Einar selur hús sitt í Borgarnesi Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra hefur nú sett einbýlishús sitt á sölu. Gera má ráð fyrir því að hann fái um 70 milljónir fyrir húsið sem er á besta stað í Borgarnesi. 12.4.2023 16:19
Áskorun að vera í loftinu allan sólarhringinn alla daga ársins Í dag fagnar Vísir stórafmæli, miðillinn er 25 ára eða kvartaldar gamall. Vísir er ráðandi á íslenskum fjölmiðlamarkaði og hefur undanfarin árin slegist við mbl.is um það að mega heita víðlesnasti fjölmiðill landsins. 1.4.2023 09:01
Þorsteinn Már tekur blaðamenn í kennslustund Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, skrifar bréf til starfsmanna sem birt er á vefsíðu útgerðarfyrirtækisins, þar sem hann leggur út af afsökunarbeiðni Aftenposten í Noregi og hefur hana til marks um að blaðamennska á Íslandi sé ekki uppá marga fiska. 3.3.2023 14:56
Færri vilja á hreindýr nú en í fyrra Jóhann G. Gunnarsson umsjónarmaður hreindýraveiða hjá umhverfisstofnun telur að eitt og annað kunni að hafa áhrif á það að umsóknir um hreindýraleyfi eru talsvert færri nú en var í fyrra. 3.3.2023 13:39
Gunnar Smári segir það mistök að leggja niður flokksblöðin Gunnar Smári Egilsson, leiðtogi Sósíalistaflokksins og jafnframt einn atkvæðamesti fjölmiðlamaður Íslands á síðari árum, lýsir því nú að einhverju leyti óvænt yfir að það hafi verið mistök að leggja niður flokksblöðin á sínum tíma. 3.3.2023 11:35
Atkvæði verða greidd um hvort Jóhann Páll megi spyrja um Lindarhvol Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, gagnrýnir Guðmund Björgvin Helgason ríkisendurskoðanda harðlega fyrir skammir í garð þeirra sem vilja opinbera efni greinargerðar Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol. 2.3.2023 13:43
Leiguverð orðið hærra en lágmarkslaunin Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir stöðuna á húsnæðismarkaði orðna algerlega sturlaða. Hann bendir á nýlega auglýsingu, 3 herbergja íbúð sem boðin er til leigu á 375 þúsund krónur á mánuði. 2.3.2023 10:14
Lenya Rún segir Suðurlandið biblíubelti Íslands Á fundi Orators um útlendingalögin var frumælandi meðal annarra aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, Ingvar Smári Birgisson. Lenya Taha Karim, varaþingmaður Pírata, var viðstödd og pundaði aðstoðarmanninn. Ferðalög hans um Suðurlandskjördæmi, biblíubelti Íslands, hefði lítið gildi. 1.3.2023 16:40
Rökstuddur grunur uppi um vanvirðandi framkomu ráðherra Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, segir fyrirspurn sína til allra ráðherra sem varðar vanvirðandi framkomu af hálfu ráðherra og/eða ráðuneytisstjóra, setta fram að gefnu tilefni. 1.3.2023 15:45