Ian Watkins myrtur af samföngum Ian Watkins, fyrrverandi söngvari velsku rokkhljómsveitarinnar Lostprophets, er látinn eftir að ráðist var á hann í fangelsi, þar sem hann afplánaði 29 ára langan fangelsisdóm fyrir gróft barnaníð. 12.10.2025 08:21
Allt að 18 stig í dag Í dag verður minnkandi suðvestanátt, 5-10 m/s síðdegis. Rigning eða þokusúld með köflum, en yfirleitt þurrt á Norðausturlandi. Styttir upp norðan- og vestantil þegar líður á daginn. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast norðaustanlands. 12.10.2025 07:53
Líkamsárás við skemmtistað Tilkynnt var um líkamsárás fyrir utan skemmtistað í nótt. Einn var handtekinn og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. 12.10.2025 07:47
„Þetta er pólitísk vakning“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að ákvarðanataka í stjórnmálum hafi í auknum mæli markast af kerfisrækni, rétttrúnaði og öðrum kreddum í stað almennrar skynsemi. Hann segir mikinn fjölda fólks á öllum aldri hafa gengið til liðs við Miðflokkinn að undanförnu. Um sé að ræða pólitíska vakningu og vinsældir flokksins skýrist af því að hann þori að segja það sem þurfi meðan aðrir þegja. 11.10.2025 15:06
Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Vilhjálmur Birgisson var endurkjörinn formaður Starfsgreinasambands Íslands á þingi sambandsins í vikunni. Hann segist aldrei hafa fundið fyrir jafnmikilli samstöðu og nú. 11.10.2025 12:15
Allt að átján stig fyrir austan á morgun Útlit er fyrir rigningu og þokusúld víða á landinu í dag, úrkomulítið á norðanverðu landinu framan af degi en rigning eftir hádegi. Á morgun verður minnkandi suðvestanátt, rigning með köflum en þurrt að kalla fyrir austan. Hiti 10 - 18 stig, hlýjast fyrir austan. 11.10.2025 10:02
Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Helstu rafmyntir heims hafa lækkað mikið í verði eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gærkvöldi að hundrað prósent tollur yrði lagður á allar vörur frá Kína. Markaðir hafa brugðist illa við tilkynningunni, en S&P vísitalan hefur lækkað um 2,7 prósent og hefur ekki verið lægri síðan 10. apríl þegar tilkynnt var um umfangsmikla tolla. Bitcoin hefur lækkað um 10 prósent í verði síðan í gærkvöldi. 11.10.2025 09:03
Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Rúmlega tveir þriðju svarenda í skoðanakönnun Prósents finnst að Ísland ætti að hætta við þátttöku í Eurovision á næsta ári ef Ísrael verður meðal þátttökuþjóða. 11.10.2025 08:25
Halla og Þorbjörg á leið til Kína Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, verður í opinberri heimsókn í Kína dagana 12. til 17. október í boði Xi Jingping forseta Kína. Í för með henni verður Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra, en markmið ferðarinnar er að staðfesta góð tvíhliða samskipti ríkjanna tveggja, ræða áframhaldandi viðskipti og samskipti þjóðanna, og samstarf á sviði jarðvarma, jafnréttismála og sjálfbærrar þróunnar. 11.10.2025 08:04
Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Minnst tuttugu og tveir eru látnir eftir jarðskjálfta sem mældist 6,9 að stærð á Filippseyjum fyrr í dag. Jarðskjálftinn átti upptök sín við norðurenda eyjunnar Cebu, en þar búa 3,2 milljónir manna. 30.9.2025 23:53