„Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Björgunarsveitin Þorbjörn hefur staðið í ströngu frá því snemma í morgun við að aðstoða ferðamenn að Fjallabaki og þar um kring. Gríðarlegir vatnavextir eru á svæðinu og aðstæður leiðinlegar. 26.8.2025 16:19
Fjárhús varð öldugangi að bráð Gríðarlegur sjógangur er við Vík í Mýrdal þar sem sjóvarnargarður rofnaði og fjárhús varð sjónum að bráð. Óttast er að annað hús sem er við sjóinn, hesthús, gæti farið sömu leið. 26.8.2025 15:54
Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki geta verið mjög bjartsýn á að sanngjarn og raunverulegur friður náist í Úkraínu, vegna ytri aðstæðna eins og pólitísks vilja hjá Bandaríkjastjórn og Evrópulöndum. 25.8.2025 00:09
Metaðsókn og söfnunarmet slegið Metaðsókn var í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka sem fór fram á laugardaginn. Skráðir þátttakendur voru 17.786, sem eru rúmlega þrjú þúsund fleiri en á síðasta ári. Þegar þetta er ritað hafa safnast yfir 321 milljónir, og er það söfnunarmet. Enn er hægt að heita á hlaupara fram á miðnætti. 24.8.2025 23:28
Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Bikarmeistarar Vestra fengu konunglegar móttökur á Silfurtorgi á Ísafirði í kvöld þegar þeir komu heim eftir frækinn sigur á Valsmönnum á Laugardalsvelli á föstudaginn. 24.8.2025 22:50
Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Steindór Örn Gunnarsson, smiður, var endurkjörinn formaður Hallveigar, Ungs jafnaðarfólks í Reykjavík á aðalfundi félagsins í vikunni. Hann hefur gegnt stöðunni frá 2024. 24.8.2025 21:33
Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Friedrich Merz Þýskalandskanslari segir að velferðarkerfi Þýskalands sé ekki fjárhagslega sjálfbært lengur. Á fundi Kristilegra demókrata á laugardaginn sagði hann að árangur ríkisstjórnarinnar hvað ríkisfjármálin varðar hafi ekki verið nógu góður hingað til, og kallaði eftir auknu aðhaldi í rekstri ríkisins og hertri útlendingalöggjöf. 24.8.2025 21:05
Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Sextíu og fjórir eru sagðir hafa verið drepnir og yfir þrjú hundruð særðir í árásum Ísraela á Gasa síðastliðinn sólarhring. Herflugvélar og skriðdrekar hafa verið nýttir til stórtækra árása á Gasaborg sem Ísraelar hyggjast sölsa undir sig með valdi. 24.8.2025 18:46
Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Formlegri dagskrá Menningarnætur í ár er lokið, en henni lauk með veglegri flugeldasýningu til heiðurs minningu Bryndísar Klöru. 24.8.2025 00:10
Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífleg dagskrá var á Menningarnótt Reykjavíkurborgar í dag, þar sem hátt í fjögur hundruð viðburðir voru haldnir víða um alla borg. Sirkuslistakona dansaði veggjadans hátt uppi á Hörpu, á meðan Binniglee og Patrekur Jaime buðu fólki upp á ókeypis snyrtingu. 23.8.2025 23:59