„Nú verður að hafa hraðar hendur“ Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku og loftslagsmálaráðherra, segir það slæmar fréttir að Hæstiréttur hafi staðfest ógildingu virkjunarleyfis fyrir Hvammsvirkjun. Góðu fréttirnar séu þær að lögunum hafi verið breytt og sótt verði um nýtt leyfi á grundvelli þeirra. 9.7.2025 11:45
Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Stórsöngvarann Geir Ólafsson rak í rogastans þegar hann las viðtal við Bubba Morthens á Vísi, þar sem Bubbi lýsti yfir miklum áhyggjum af innreið gervigreindar í tónlistarbransann. Geir hefur aðra sýn á hlutina og segir að ekki megi tala gervigreindina niður með þessum hætti, hún muni aldrei taka sköpunargáfuna frá fólki. 7.7.2025 00:04
Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Fulltrúar Ísraels og Hamas staddir í Doha í Katar þar sem viðræður um vopnahlé á Gasa standa yfir. Benjamín Netanyahu forsætisráðherra er á leið til Washington þar sem hann fer á fund Donalds Trump Bandaríkjaforseta, en þar stendur til að ræða vopnahléstillögur. 6.7.2025 23:34
Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Varðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að hraðakstur hafi verið að aukast undanfarin ár. Hann hafi stöðvað marga ökumenn sem voru að keyra of hratt um helgina, en sem betur fer hafi ekki orðið alvarleg slys. 6.7.2025 22:31
Arion og Kvika í samrunaviðræður Stjórn Kviku banka hefur samþykkt að verða við beiðni stjórnar Arion banka um að hefja formlegar samrunaviðræður milli bankanna, og hefur viljayfirlýsing þess efnis verið undirrituð af hálfu beggja aðila. 6.7.2025 21:36
Bíll í ljósum logum á Skaganum Bíll stóð í ljósum logum fyrir utan blokk við Holtsflöt á Akranesi um sexleytið í kvöld. Búið er að ráða niðurlögum eldsins en bíllinn er ónýtur. 6.7.2025 18:48
Vatnslögn í sundur í Smáralind Slökkviliðið var kallað út á tíunda tímanum í morgun vegna vatnsleka í Smáralind, og voru tveir dælubílar sendir á vettvang. Umsjónarmaður Smáralindar segir að ekkert stórtjón hafi orðið, allar verslanir hafi opnað í morgun nema ein. 6.7.2025 18:27
Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Einn ökumaður var sviptur ökuréttindum í dag vegna hraðaksturs í Hlíðunum í Reykjavík, en hann ók á 132 kílómetra hraða á götu þar sem hámarkshraði er sextíu. 6.7.2025 17:40
Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Umfangsmiklar leitaraðgerðir standa yfir í Texas eftir gríðarleg flóð sem riðu yfir í gær. Minnst 43 eru látnir, þar af 15 börn, og fjölmargra er enn saknað. 6.7.2025 00:17
Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Elon Musk, ríkasti maður heims, hefur stofnað nýjan stjórnmálaflokk í Bandaríkjunum, Ameríkuflokkinn. Musk segir í færslu á samfélagsmiðlum að í Bandaríkjunum sé í raun bara eins flokks kerfi, ekki lýðræði, í það minnsta þegar kemur að því að stefna landinu í gjaldþrot með sóun og spillingu, eins og hann kemst að orði. 5.7.2025 23:32