Braut rúðu lögreglubíls með því að skalla hana ítrekað Karlmaður hefur hlotið 45 daga skilorðsbundinn dóm í Héraðsdómi Austurlands fyrir brot gegn valdstjórninni og eignaspjöll. Brotin framdi maðurinn fyrir framan lögreglubíl að kvöldi til í janúar í fyrra. 25.6.2024 22:49
Milljón í málskostnað út af 50 þúsund kalli Félag hefur í héraði verið dæmt til að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum 55.675 krónur í vangoldin laun, auk vaxta, vegna tveggja veikindadaga. Nokkru hærri er upphæð málskostnaðar sem félaginu var gert að greiða starfsmanninum fyrrverandi, eða rúmlega milljón krónur. 25.6.2024 22:17
Allt morandi í dularfullum froskum í Garðabæ „Það er allt morandi í villtum froskum í garðinum mínum,“ segir Askur Hrafn Hannesson, íbúi í Garðabæ. Hann og fjölskylda hans urðu fyrst vör við froskana árið 2017, en síðan hafa þeir stækkað umtalsvert. 25.6.2024 21:30
Kjarnorkubréf Einsteins til sölu Bréf sem Albert Einstein skrifaði til Franklíns D. Roosevelt Bandaríkjaforseta árið 1939 verður falt á uppboði. Í bréfinu hvatti Einstein forsetann til að hefja þróun á kjarnorkusprengjum þar sem að Þýskaland nasismans væri farið að gera það. 25.6.2024 18:14
„Ef ég væri einmana myndi ég ganga í Sjálfstæðisflokkinn“ Eftir að hafa varið degi í Stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins skrifaði Elínborg Una Einarsdóttir nokkrar blaðsíður um upplifun sína af námskeiðinu. Lokaorð þessara hugleiðinga Elínborgar voru: „Ef ég væri einmana myndi ég ganga í Sjálfstæðisflokkinn.“ 25.6.2024 08:30
Assange sagður játa sök til að ganga laus Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, er sagður munu játa sök í sakamáli sem bandarísk stjórnvöld höfða á hendur honum. Það sé hluti af dómsátt sem dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna bjóði honum. 24.6.2024 23:50
Pirates of the Caribbean-leikari lést eftir hákarlaárás Tamayo Perry, brimbrettakappi og leikari, lést eftir að hafa orðið fyrir árás hákarls við strendur Hawaii. 24.6.2024 22:49
Arnar Þór snýr sér að hlaðvarpsgerð Arnar Þór Jónsson, fyrrverandi forsetaframbjóðandi, héraðsdómari og varaþingmaður, er byrjaður með hlaðvarp á efnisveitunni Brotkast. 24.6.2024 20:05
Braut gegn tveimur konum og þremur unglingsstúlkum Karlmaður á fertugsaldri hlaut fjögurra mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í þessum mánuði vegna tveggja kynferðisbrota. Sami maður hlaut átta mánaða fangelsisdóm í apríl vegna kynferðisbrota í garð þriggja unglingsstúlkna. 24.6.2024 18:08
Skotárásarmaðurinn á Dubliner fær tíu ára dóm Landsréttur þyngdi í dag fangelsisdóm Fannars Daníels Guðmundssonar sem hann hlaut vegna skotárásar á skemmtistaðnum The Dubliner í mars á síðasta ári og vegna frelsissviptingar og nauðgunar. 21.6.2024 15:50
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent