Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Jón Þór Stefánsson skrifar 5. febrúar 2025 21:29 Maðurinn var grunaður í málinu eftir að lögreglan lýsti eftir einstaklingum sem sáust í öryggismyndavélum. Myndin er úr safni. Getty Maður sem var boðaður í skýrslutöku eftir að lögreglan lýsti eftir einstaklingum við kynferðisbrotarannsókn á rétt á bótum frá ríkinu. Hann vildi fá 900 þúsund krónur, en fær 150 þúsund krónur. Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Við rannsókn á meintu kynferðisbroti árið 2022 aflaði lögreglan myndefnis úr öryggismyndavélum. Í kjölfarið var lýst eftir einstaklingum sem birtust í þessu myndefni. Myndir þessar birtust því í fjölmiðlum. Í kjölfarið barst ábending að um væri að ræða áðurnefndan mann, og hann var boðaður í skýrslutöku. Þá veitti maðurinn lögreglu heimild til að afla gagna í síma hans, og þá samþykkti hann að gangast undir lífsýnatöku vegna DNA-rannsóknar. Niðurstaða þeirrar rannsóknar var sú að maðurinn væri ekki viðriðinn málið. Manninum var síðan tilkynnt að rannsókn málsins hefði verið hætt. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm. Í kjölfarið krafðist maðurinn miskabóta frá ríkinu vegna þvingunarráðstafana. Ríkið bauðst til að greiða manninum 150 þúsund krónur í miskabætur, og fyrir lögmannskostnað sem hljóðaði upp á 217 þúsund krónur. Maðurinn hafnaði því. Síðan höfðaði hann mál og krafðist 1,2 milljóna króna. Sú krafa var reyndar lækkuð um 300 þúsund krónur daginn fyrir aðalmeðferð málsins. Valdið fjölskyldunni miklu álagi Í stefnu mannsins var byggt á því að rannsóknaraðgerðir lögreglu hafi verið óþarfar og sakarefnið alvarlegt. Þetta hafi valdið manninum og fjölskyldu hans verulegu álagi. Þá hafi ekkert í málinu réttætt það að leggja íþyngjandi rannsóknarráðstafanir á manninn. Þá sagði að aðgerðir lögreglu hafi byggt á órökstuddum grun, og að útilokað hafi verið að maðurinn hafi með nokkrum hætti valdið eða stuðlað að þeim. Ekki sýnt fram á að aðgerðirnar hafi verið óþarfar Í málsástæðum íslenska ríkisins hins vegar sagði að ekki væri rétt að aðgerðirnar hafi verið tilhæfulausar með öllu. Hið rétta væri að þær hefðu komið til vegna ábendinga sem lögreglan fékk um að maðurinn kynni að vera sá sem lýst var eftir. „Birtar hafi verið myndir úr öryggismyndavélum í fjölmiðlum til að fá fram upplýsingar um aðila sem grunaður væri um að vera viðriðinn málið. Líkt og gögn málsins beri með sér hafi borist ábendingar um að stefnandi kynni að vera sá maður sem birtist á umræddum myndum,“ segir um málsástæður ríkisins í dómnum. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði ekki sýnt fram á að rannsóknaraðgerðir lögreglu hafi verið óþarfar. Jafnframt hefðu ekki verið lögð fram gögn sem sýndu fram á að málið hefði valdið fjölskyldu hans álagi. Héraðsdómur komst að sömu niðurstöðu og ríkið upphaflega, að rétt væri að greiða manninum 150 þúsund krónur í miskabætur. Þá mun gjafsóknakostnaður mannsins greiðast úr ríkissjóði. Dómsmál Lögreglumál Kynferðisofbeldi Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Sjá meira
Við rannsókn á meintu kynferðisbroti árið 2022 aflaði lögreglan myndefnis úr öryggismyndavélum. Í kjölfarið var lýst eftir einstaklingum sem birtust í þessu myndefni. Myndir þessar birtust því í fjölmiðlum. Í kjölfarið barst ábending að um væri að ræða áðurnefndan mann, og hann var boðaður í skýrslutöku. Þá veitti maðurinn lögreglu heimild til að afla gagna í síma hans, og þá samþykkti hann að gangast undir lífsýnatöku vegna DNA-rannsóknar. Niðurstaða þeirrar rannsóknar var sú að maðurinn væri ekki viðriðinn málið. Manninum var síðan tilkynnt að rannsókn málsins hefði verið hætt. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm. Í kjölfarið krafðist maðurinn miskabóta frá ríkinu vegna þvingunarráðstafana. Ríkið bauðst til að greiða manninum 150 þúsund krónur í miskabætur, og fyrir lögmannskostnað sem hljóðaði upp á 217 þúsund krónur. Maðurinn hafnaði því. Síðan höfðaði hann mál og krafðist 1,2 milljóna króna. Sú krafa var reyndar lækkuð um 300 þúsund krónur daginn fyrir aðalmeðferð málsins. Valdið fjölskyldunni miklu álagi Í stefnu mannsins var byggt á því að rannsóknaraðgerðir lögreglu hafi verið óþarfar og sakarefnið alvarlegt. Þetta hafi valdið manninum og fjölskyldu hans verulegu álagi. Þá hafi ekkert í málinu réttætt það að leggja íþyngjandi rannsóknarráðstafanir á manninn. Þá sagði að aðgerðir lögreglu hafi byggt á órökstuddum grun, og að útilokað hafi verið að maðurinn hafi með nokkrum hætti valdið eða stuðlað að þeim. Ekki sýnt fram á að aðgerðirnar hafi verið óþarfar Í málsástæðum íslenska ríkisins hins vegar sagði að ekki væri rétt að aðgerðirnar hafi verið tilhæfulausar með öllu. Hið rétta væri að þær hefðu komið til vegna ábendinga sem lögreglan fékk um að maðurinn kynni að vera sá sem lýst var eftir. „Birtar hafi verið myndir úr öryggismyndavélum í fjölmiðlum til að fá fram upplýsingar um aðila sem grunaður væri um að vera viðriðinn málið. Líkt og gögn málsins beri með sér hafi borist ábendingar um að stefnandi kynni að vera sá maður sem birtist á umræddum myndum,“ segir um málsástæður ríkisins í dómnum. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði ekki sýnt fram á að rannsóknaraðgerðir lögreglu hafi verið óþarfar. Jafnframt hefðu ekki verið lögð fram gögn sem sýndu fram á að málið hefði valdið fjölskyldu hans álagi. Héraðsdómur komst að sömu niðurstöðu og ríkið upphaflega, að rétt væri að greiða manninum 150 þúsund krónur í miskabætur. Þá mun gjafsóknakostnaður mannsins greiðast úr ríkissjóði.
Dómsmál Lögreglumál Kynferðisofbeldi Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Sjá meira