Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Nokkuð tjón varð af völdum reyks og hita þegar eldur kviknaði í veitingastaðnum Svarta sauðnum í dag. Staðurinn var mannlaus þegar eldurinn kom upp. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. 16.1.2026 15:53
Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Varaformaður Miðflokksins vill að nánast verði alfarið komið í veg fyrir að fólk utan evrópska efnahagssvæðisins komi til Íslands. Fyrir því séu meðal annars „menningarlegar“ ástæður. 16.1.2026 14:03
Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar telur að Pétur Marteinsson, frambjóðandi í prófkjöri flokksins fyrir borgarstjórnarkosningar, hafi svarað ágætlega spurningum um viðskiptahagsmuni sína. Hann hafi gert grein fyrir þeim og verið skýr í þeim efnum. 16.1.2026 12:01
Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Tæplega tvöfalt fleiri stjórnendur fyrirtækja segjast nú nota gervigreind mikið við dagleg störf sín en fyrir ári. Fjórðungur þeirra notar gervigreindina mikið en aðeins rúmur fimmtungur segist ekki nýta sér hana. 16.1.2026 11:17
Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Minnstu mátti muna að hópur snjóruðningstækja æki í veg fyrir fraktflugvél í flugtaki á Keflavíkurflugvelli fyrir rúmu ári. Flugumferðarstjóri hleypti tækjunum inn á flugbrautina því hann hafði gleymt flugvélinni. 15.1.2026 15:40
Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Geimferja með hluta af áhöfn Alþjóðlegu geimstöðvarinnar lenti í Kyrrahafi utan við strendur Kaliforníu í nótt. Heimferð áhafnarinnar var flýtt vegna veikinda eins geimfaranna fjögurra. 15.1.2026 14:12
Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Mýrdalshreppur er með hæst hlutfall erlendra ríkisborgara af öllum sveitarfélögum landsins en 67,4 prósent íbúa þar er með erlent ríkisfang. Hlutfallið er lægst á Skagaströnd þar sem innan við sex prósent íbúa eru erlendir ríkisborgarar. 15.1.2026 11:00
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Vestræn samvinna og heimsskipanin sjálf yrði fyrir gífurlegum áhrifum ef Bandaríkjamenn tækju Grænland með hervaldi, að sögn Ólafs Ragnars Grímssonar, fyrrverandi forseta. Hann gerir lítið úr mögulegri ógn af Kína og Rússlandi á norðurslóðum í viðtali við bandarískan fjölmiðil. 15.1.2026 10:35
Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Samfélagsmiðillinn X, sem er í eigu Elon Musk, segist ætla að loka á að gervigreindarspjallmennið Grok búi til kynferðislegar myndir af raunverulegu fólki í sumum löndum í kjölfar harðrar gagnrýni og opinberra rannsókna. Aðeins verður tekin fyrir slíkar myndir þar sem slíkt er ólöglegt. 15.1.2026 08:48
Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Utanríkisráðuneytið veitti Vélfagi heimild til þess að greiða starfsmönnum fyrirtækisins laun af frystum reikningi í gær. Landsbankinn frysti reikning lögmanns Vélfags eftir að fjármunir félagsins voru millifærðir á hann. 14.1.2026 15:11