Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti að heimavöllur handboltaliðs Aftureldingar yrði merktur með nafninu Myntkaupshöllin næstu þrjú árin. Sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs bæjarins taldi samstarfið styrkja ímynd handknattleiksdeildarinnar. 19.9.2025 15:27
Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Fulltrúi Miðflokksins í byggðaráði Múlaþings vildi að guð gamla testamentsins deildi við félaga hans í ráðinu eftir að þeir lögðust gegn tillögu hans um að fækka sveitarstjórnarmönnum. Þetta er fjarri því í fyrsta skipti sem hann vísar til almættis á sveitarstjórnarfundum. 19.9.2025 14:22
Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Stjórnvöld í Kreml hafa vísað ákvörðun Alþjóðaflugmálastofnunarinnar um að þau bæru ábyrgð á því að farþegaþota Malaysia Airlines var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014 til Alþjóðasakamáladómstólsins. Rússar hafa alla tíð neitað að axla ábyrgð á því að hátt í þrjú hundruð manns týndu lífi. 19.9.2025 12:00
Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Sjálfstæð náðunarnefnd hefur umsókn frá Mohamad Th. Jóhannessyni, áður Kourani, um náðun af heilbrigðisástæðum til meðferðar. Aðeins ár er liðið frá því að hann hlaut átta ára fangelsisdóm fyrir tilraun til manndráps og fleiri brot. 19.9.2025 10:30
Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Hátt í hundrað milljarða króna þarf til þess að fjármagna áætlanir hafnasjóða á Íslandi um uppbyggingu til ársins 2040. Áætlunum þeirra er ætlað að mæta bæði vexti í atvinnulífinu og markmiðum landsins í orkuskiptum og loftslagsmálum. 18.9.2025 15:06
Innan við helmingur segist trúaður Fjórir af hverjum tíu segjast nú lýsa sjálfum sér sem trúuðum en hlutfallið var yfir helmingur fyrir rúmum áratug. Trúrækni yngra fólks hefur þó lítið breyst á tímabilinu. 18.9.2025 14:16
Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Útgjöld hins opinbera voru um 170 milljörðum króna meiri en tekjurnar í fyrra. Bein útgjöld vegna eldgosanna við Grindavík vógu þungt en þau námu yfir 87 milljörðum króna. Afkoma hins opinbera var áfram neikvæð á öðrum ársfjórðungi þessa árs. 18.9.2025 10:59
Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar Hnattræn hlýnun af völdum manna olli um það bil 16.500 viðbótardauðsföllum vegna hita í Evrópu í sumar samkvæmt mati hóps faralds- og loftslagsfræðinga. Það eru 68 prósent allra þeirra sem létust af völdum hita í álfunni. 18.9.2025 09:26
Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fyrrverandi forstjóri Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) sagði bandarískri þingnefnd að Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra, hefði rekið sig fyrir að neita að samþykkja gagnrýnislaust nýjar ráðleggingar um bóluefni og að standa við vísindaleg heilindi. Þá hefði hann skipað henni að reka embættismenn án ástæðu. 17.9.2025 15:13
Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti lausnarbeiðni Huldu Elmu Eysteinsdóttur, oddvita L-listans og varaformanns bæjarráðs, á fundi sínum í gær. Hún er annar oddviti listans sem segir af sér á kjörtímabilinu. 17.9.2025 14:32