Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Aðeins tæpur fimmtungur stjórnmálasamtaka skilaði ársreikningi til Ríkisendurskoðunar á tilskildum tíma um mánaðamótin. Samfylkingin er eini flokkurinn á Alþingi sem er í vanskilum. 6.11.2025 09:09
Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Þýsk yfirvöld bönnuðu starfsemi samtaka íslamista á þeim forsendum að hún stríddi gegn mannréttindum og lýðræðislegum gildum í dag. Þá var húsleit gerð hjá tveimur öðrum hópum múslima. 5.11.2025 13:27
Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Bráðabirgðasamkomulag sem umhverfisráðherrar Evrópusambandsríkja náðu í morgun um loftslagsmarkmið sambandsins til ársins 2040 útvatnar verulega tillögu framkvæmdastjórnar þess. Þá samþykktu ráðherrarnir uppfært markmið fyrir 2035. 5.11.2025 09:22
Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Sextán þátttakendur frá Íslandi eru skráðir til þátttöku á COP30-loftslagsráðstefnunni sem fer fram í Brasilíu, þar af sjö manna opinber sendinefnd. Íslenskum þáttakendum fækkar gríðarlega frá fyrri ráðstefnum. 5.11.2025 07:00
Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál Olíufyrirtæki í Texas í Bandaríkjunum kannar nú hvort að forstjóri þess hafi deilt innherjaupplýsingum, meðal annars til Phils Mickelson, margfalds risamótameistara í golfi. Mickelson slapp naumleg við ákæru í innherjasvikamáli fyrir nokkrum árum. 4.11.2025 15:40
Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Dick Cheney, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, er látinn, 84 ára að aldri. 4.11.2025 11:28
Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Donald Trump Bandaríkjaforseti heldur því fram að hann hafi „enga hugmynd“ um hver stofnandi rafmyntarisans Binance er þrátt fyrir að hann hafi náðað hann í síðasta mánuði. Rafmyntafyrirtækið hjálpaði fjölskyldu Trump að hagnast gríðarlega á rafmyntabraski. 4.11.2025 09:22
Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Þáttastjórnandi í kosningasjónvarpi Ríkisútvarpsins og fjölmiðillinn sjálfur voru sýknaðir af miskabótakröfu Elds Smára Kristinssonar Ísidórs, baráttumanns gegn trans fólki, í dag. Héraðsdómur taldi það ekki ærumeiðingar hjá RÚV að lýsa réttilega opinberum yfirlýsingum Elds Smára. 3.11.2025 15:24
Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Samningamenn frá Evrópusambandinu eru sagðir slegnir eftir að bandarískir kollegar þeirra hótuðu að refsa þeim og fjölskyldum þeirra persónulega ef þeir greiddu ekki atkvæði gegn loftslagsaðgerðum í skipasiglingum. Þeir segjast aldrei hafa upplifað annað eins í alþjóðlegum samningaviðræðum. 3.11.2025 09:19
Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Bankastjóri Íslandsbanka segir of snemmt að skera úr um hvort að vaxtadómur Hæstaréttar eigi eftir að gera lán dýrari eða ódýrari á Íslandi. Hann á síður von á að sinn banki bjóði aftur upp á breytilega verðtryggða vexti. 31.10.2025 09:30