Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Smíði tveggja steyptra brúa á Vestfjarðavegi um Gufudalssveit, yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, tefst um þrjá mánuði hið minnsta. Ástæðan er óleyst kærumál vegna verkútboðsins en Vegagerðin hafnaði tveimur lægstu tilboðunum. 13.8.2025 13:31
Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Minkur sem borgarbúi á gönguferð meðfram Elliðaám myndaði neðan Elliðavatnsstíflu í fyrradag virtist afar gæfur og lét ekki manninn trufla sig, þótt hann stæði aðeins nokkra metra frá honum. 12.8.2025 20:35
Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Fyrsti fundur Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra í fundaferð til undirbúnings samgönguáætlun hefst á Akureyri síðdegis í dag. Ráðherrann hyggst á næstu tveimur vikum halda opna íbúafundi í öllum landshlutum. Þeim lýkur með innviðaþingi í Reykjavík. 12.8.2025 13:50
Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Virkjanakostir í Héraðsvötnum í Skagafirði, þar á meðal 156 megavatta Skatastaðavirkjun, fara ekki í verndarflokk heldur í biðflokk rammaáætlunar. Þetta er samkvæmt tillögu sem Jóhann Páll Jóhannsson, ráðherra orku- og umhverfismála, hyggst leggja fyrir Alþingi í haust og hann kynnir núna í samráðsgátt stjórnvalda. Ennfremur leggur hann þar til að Urriðafossvirkjun í Þjórsá verði í nýtingarflokki en ekki í biðflokki. 11.8.2025 09:29
Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Orkumálaráðherra Noregs, Terje Aasland, opnaði nyrsta olíuvinnslusvæði Norðmanna formlega í gær með því að klippa á stálkeðju. Svæðið er lengst norðan heimskautsbaugs í Barentshafi um 240 kílómetra norðan bæjarins Hammerfest. 9.8.2025 10:22
Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Nítján árum eftir að Jökulsá á Dal var stífluð við Kárahnjúka hefur tekist að byggja upp í ánni einn stærsta laxastofn landsins. Lax sem veiddist í gær á Efri-Jökuldal ofan Stuðlagils gæti verið sá lax sem veiðst hefur lengst frá sjó á Íslandi. 5.8.2025 22:44
Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur er gagnrýndur af öðrum vísindamanni, Haraldi Sigurðssyni eldfjallafræðingi, fyrir að spá því að ekki sé langt í eldgos í Ljósufjallakerfinu á Snæfellsnesi. 4.8.2025 07:27
Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Innflutningstollur Bandaríkjanna á færeyskar vörur verður tíu prósent. Færeyingar mega þannig una við fimm prósentustigum lægri toll en Íslendingar, sem fá fimmtán prósenta toll á sínar útflutningsvörur, eins og Norðmenn. Tollarnir eiga að taka gildi þann 7. ágúst. 3.8.2025 16:00
Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Áttatíu ára afmælis Skeiðsfossvirkjunar í Fljótum í Skagafirði verður minnst með samverustund sem hefst við virkjunina klukkan ellefu í fyrramálið, sunnudag. Eigandi virkjunarinnar, Orkusalan, stendur fyrir afmælisfögnuðinum, sem er hluti af hátíðardagskrá Síldarævintýrisins á Siglufirði. 2.8.2025 21:21
Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Filippus prins ætlaði sér að eiga náðuga daga, renna fyrir lax og sjá eitthvað af náttúru þessarar forvitnilegu en fámennu eyjar lengst norður af Bretlandseyjum. Þar bjuggu bara 187 þúsund manns, í stærsta bænum Reykjavík bara 77 þúsund, en mannmergðin sem mætti honum, hvert sem hann fór, var hins vegar líkari því sem búast hefði mátt við í milljónaborg. 2.8.2025 12:48