Fjölskyldur úr Selvogi urðu frumbyggjar í Þorlákshöfn Þorlákshöfn er með yngstu bæjum landsins. Þar voru aðeins fjórir íbúar árið 1950 en upphaf þorpsmyndunar er rakið til ársins 1951 þegar flutt var inn í fyrstu hús nýs þéttbýlis. 24.11.2022 18:18
Bæjarstjórn kaus milliveginn sem vegstæði við Dynjanda Niðurstaða virðist fengin um hvernig Vestfjarðavegur verður lagður við fossinn Dynjanda en tekist var á um tvær mismunandi veglínur í gegnum friðlandið. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar valdi að fara milliveginn. 23.11.2022 21:21
Rangæingar segja Hekluskóga miklu stærri en Þorláksskóga Rangæingar vilja ekki skrifa upp á þá staðhæfingu formanns bæjarráðs Ölfuss að Þorláksskógar séu stærsta skógræktarverkefni á Íslandi. Þeir segja að Hekluskógar í Rangárþingi ytra séu miklu stærri og vitna til upplýsinga frá Skógræktinni máli sínu til stuðnings. 23.11.2022 17:05
Kona í fyrsta sinn ráðin forstjóri stærsta fyrirtækis Grænlands Stjórn sjávarútvegsrisans Royal Greenland hefur ráðið nýjan forstjóra. Fyrir valinu varð hin danska Susanne Arfelt Rajamand en hún hefur mikla alþjóðlega reynslu úr matvælageiranum. 23.11.2022 13:18
Segir Þorláksskóga stærsta skógræktarverkefni á Íslandi Þorláksskógar gætu orðið vinsæll áningarstaður og útvistarperla í framtíðinni. Ráðamenn Ölfuss segja það langstærsta skógræktarverkefnið á Íslandi, þar verði þeirra Heiðmörk. 22.11.2022 22:11
Breikkun Reykjanesbrautar milli Straumsvíkur og Hvassahrauns boðin út eftir áramót Breikkun Reykjanesbrautar á 5,6 kílómetra kafla milli Krýsuvíkurafleggjara og Hvassahrauns verður boðin út eftir áramót. Frá þessu greindi Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra í þættinum Bítið á Bylgjunni. Með verkinu lýkur tvöföldun leiðarinnar milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur. 22.11.2022 12:30
Bæjarstjóri Ölfuss spáir því að íbúar verði tíu þúsund innan fimmtán ára Bæjarstjóri Ölfuss spáir því að íbúafjöldi sveitarfélagsins geti fimmfaldast á næstu fimmtán árum og Þorlákshöfn orðið tíu þúsund manna bær. Lykillinn er stækkun hafnarinnar en hafnarframkvæmdirnar þar eru þær mestu í landinu um þessar mundir. 21.11.2022 22:50
Þorlákshöfn byggist svo ört að hún segist varla rata orðið um þorpið „Þetta byggist svo ört að maður ratar varla orðið um þorpið,“ segir Katrín Stefánsdóttir sem árið 1965 fór sem ung stúlka úr Hrunamannahreppi til að vinna í Þorlákshöfn. „Skrapp á vertíð og hef eiginlega ekkert farið heim síðan.“ 21.11.2022 15:33
Fjallahjólagarður vekur lukku hjá börnum og fullorðnum í Ölfusi Fjallahjólagarður sem opnaður var í Þorlákshöfn í sumar hefur óspart verið nýttur í veðurblíðunni að undanförnu og þar má sjá jafnt börn sem fullorðna fljúga upp á stökkbrettum. 20.11.2022 23:26
Fólkið sem fann draumaheimilið við þjóðveginn austur úr borginni Þegar við fylgjum Hólmsá og Suðurlandsvegi austur úr borginni, upp með vatnasviði Elliðavatns, má finna leyndar perlur og áhugavert mannlíf. Svæðið geymir sögu nýbýla frá vaxtarárum Reykjavíkurbæjar eftir fyrri heimsstyrjöld og einnig stríðsminjar úr síðari heimsstyrjöld. 20.11.2022 09:30