Færeyingar fagna fjórðu neðansjávargöngunum Kristján Már Unnarsson skrifar 21. desember 2023 22:55 Bæjarstjóri Sköpunar á Sandey notaði grindarhvalahníf til að skera á borðann. Kringvarpið Færeyingar fögnuðu í dag enn einni samgöngubyltingunni, Sandeyjargöngum, ellefu kílómetra löngum neðansjávargöngum milli Straumeyjar og Sandeyjar. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir Kringvarps Færeyja frá opnun Sandeyjarganga, sem fagnað var að viðstöddu fjölmenni með söng, hljóðfæraslætti og afhjúpun listaverks sem og með ræðuhöldum ráðamanna. Neðansjávargöng Færeyja. Þau nýjustu, Sandeyjargöngin, tengja Sandey og Straumey.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Þetta eru fjórðu neðansjávargöngin sem Færeyingar taka í notkun á aðeins 21 ári. Áður höfðu þeir grafið Vogagöng, Norðureyjargöng og Austureyjargöng. Sandeyjargöng sem bættust við í dag liggja undir Sköpunarfjörð milli Straumeyjar og Sandeyjar og ná 155 metra undir sjávarmál. Þau eru alls 10,8 kílómetra löng, um fjögurhundruð metrum styttri en lengstu göng Færeyja, Austureyjargöngin, sem opnuð voru fyrir þremur árum. Svona opnast göngin á Sandey.Løgmansskrivstovan Lögmaður Færeyja, Aksel V. Johannesen, sagði að Sandeyingar hefðu vart getað fengið betri og mikilvægari jólagjöf. Hann rifjaði upp að þegar hann sem ungur drengur var að fara í fótboltaferðir frá Klakksvík til að keppa við Sandeyinga hafi þurft að taka þrjár ferjur og ferðalagið kallað á gistingu. Núna væru þrenn neðansjávargöng búin að leysa af ferjurnar þrjár og hægt aka á milli á einni klukkustund. Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, flutti ávarp við opnun jarðganganna.Kringvarpið Það var bæjarstjóri sveitarfélagsins Sköpunar á Sandey, Gerhard Lognberg, sem formlega opnaði göngin en til að skera á borðann notaði hann grindhvalahníf. Elsti bílstjórinn á Sandey, hinn níræði Herman Petersen úr Skálavík, fékk svo þann heiður að aka fyrsta bílnum í gegn. Mannhaf fylgdist með þegar Sandeyjargöngin voru opnuð í dag.Kringvarpið Kostnaður við gerð ganganna er um þrjátíu milljarðar íslenskra króna og verða þau greidd upp með vegtolli sem samtengdur verða vegtolli Austureyjarganga. Jafnframt hlýst verulegur sparnaður með því að ferjusiglingum milli Straumeyjar og Sandeyjar verður núna hætt. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Færeyjar Samgöngur Jarðgöng á Íslandi Vegtollar Tengdar fréttir Færeyingar byrjuðu á enn einum jarðgöngum í dag Færeyingar hófu í dag að grafa enn ein jarðgöngin, að þessu sinni tveggja kílómetra innanbæjargöng í jaðri Þórshafnar. Þetta þýðir að samtímis er núna verið að grafa sex jarðgöng í Færeyjum, til viðbótar við tvenn sem frændur okkar hafa nýlokið við. 8. maí 2023 20:44 Færeyingar grafa fern jarðgöng á sama tíma Færeyingar hófu í vikunni framkvæmdir við tvenn ný jarðgöng, til viðbótar við þrenn önnur sem verið er að grafa eða nýlokið er við. Áður var búið að grafa nítján jarðgöng í Færeyjum. 11. febrúar 2021 22:30 Þriggja arma neðansjávargöng bylta samgöngum í Færeyjum Færeyingar fögnuðu um helgina opnun stærsta samgöngumannvirkis eyjanna, Austureyjarganganna, neðansjávarganga milli Straumeyjar og Austureyjar, sem lýst hefur verið sem mestu samgöngubyltingu í sögu Færeyja. 21. desember 2020 22:21 Segir Færeyjar verða stærri með göngum Færeyingar hafa verið sex sinnum afkastameiri en Íslendingar í jarðgangagerð, - ein göngin grófu þeir fyrir fimmtán íbúa, - og nú áforma þeir fimm ný jarðgöng. Fjármálaráðherrann þeirra segir að ef bara ætti að hugsa um hagkvæmni væri best að hafa alla Færeyinga í einni blokk. Öflugt þjóðvegavegakerfi er með því fyrsta sem Íslendingur á ferð um Færeyjar tekur eftir. Hver einasti kílómetri er malbikaður. Engir malarvegir. 24. mars 2013 19:14 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir Kringvarps Færeyja frá opnun Sandeyjarganga, sem fagnað var að viðstöddu fjölmenni með söng, hljóðfæraslætti og afhjúpun listaverks sem og með ræðuhöldum ráðamanna. Neðansjávargöng Færeyja. Þau nýjustu, Sandeyjargöngin, tengja Sandey og Straumey.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Þetta eru fjórðu neðansjávargöngin sem Færeyingar taka í notkun á aðeins 21 ári. Áður höfðu þeir grafið Vogagöng, Norðureyjargöng og Austureyjargöng. Sandeyjargöng sem bættust við í dag liggja undir Sköpunarfjörð milli Straumeyjar og Sandeyjar og ná 155 metra undir sjávarmál. Þau eru alls 10,8 kílómetra löng, um fjögurhundruð metrum styttri en lengstu göng Færeyja, Austureyjargöngin, sem opnuð voru fyrir þremur árum. Svona opnast göngin á Sandey.Løgmansskrivstovan Lögmaður Færeyja, Aksel V. Johannesen, sagði að Sandeyingar hefðu vart getað fengið betri og mikilvægari jólagjöf. Hann rifjaði upp að þegar hann sem ungur drengur var að fara í fótboltaferðir frá Klakksvík til að keppa við Sandeyinga hafi þurft að taka þrjár ferjur og ferðalagið kallað á gistingu. Núna væru þrenn neðansjávargöng búin að leysa af ferjurnar þrjár og hægt aka á milli á einni klukkustund. Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, flutti ávarp við opnun jarðganganna.Kringvarpið Það var bæjarstjóri sveitarfélagsins Sköpunar á Sandey, Gerhard Lognberg, sem formlega opnaði göngin en til að skera á borðann notaði hann grindhvalahníf. Elsti bílstjórinn á Sandey, hinn níræði Herman Petersen úr Skálavík, fékk svo þann heiður að aka fyrsta bílnum í gegn. Mannhaf fylgdist með þegar Sandeyjargöngin voru opnuð í dag.Kringvarpið Kostnaður við gerð ganganna er um þrjátíu milljarðar íslenskra króna og verða þau greidd upp með vegtolli sem samtengdur verða vegtolli Austureyjarganga. Jafnframt hlýst verulegur sparnaður með því að ferjusiglingum milli Straumeyjar og Sandeyjar verður núna hætt. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Færeyjar Samgöngur Jarðgöng á Íslandi Vegtollar Tengdar fréttir Færeyingar byrjuðu á enn einum jarðgöngum í dag Færeyingar hófu í dag að grafa enn ein jarðgöngin, að þessu sinni tveggja kílómetra innanbæjargöng í jaðri Þórshafnar. Þetta þýðir að samtímis er núna verið að grafa sex jarðgöng í Færeyjum, til viðbótar við tvenn sem frændur okkar hafa nýlokið við. 8. maí 2023 20:44 Færeyingar grafa fern jarðgöng á sama tíma Færeyingar hófu í vikunni framkvæmdir við tvenn ný jarðgöng, til viðbótar við þrenn önnur sem verið er að grafa eða nýlokið er við. Áður var búið að grafa nítján jarðgöng í Færeyjum. 11. febrúar 2021 22:30 Þriggja arma neðansjávargöng bylta samgöngum í Færeyjum Færeyingar fögnuðu um helgina opnun stærsta samgöngumannvirkis eyjanna, Austureyjarganganna, neðansjávarganga milli Straumeyjar og Austureyjar, sem lýst hefur verið sem mestu samgöngubyltingu í sögu Færeyja. 21. desember 2020 22:21 Segir Færeyjar verða stærri með göngum Færeyingar hafa verið sex sinnum afkastameiri en Íslendingar í jarðgangagerð, - ein göngin grófu þeir fyrir fimmtán íbúa, - og nú áforma þeir fimm ný jarðgöng. Fjármálaráðherrann þeirra segir að ef bara ætti að hugsa um hagkvæmni væri best að hafa alla Færeyinga í einni blokk. Öflugt þjóðvegavegakerfi er með því fyrsta sem Íslendingur á ferð um Færeyjar tekur eftir. Hver einasti kílómetri er malbikaður. Engir malarvegir. 24. mars 2013 19:14 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Sjá meira
Færeyingar byrjuðu á enn einum jarðgöngum í dag Færeyingar hófu í dag að grafa enn ein jarðgöngin, að þessu sinni tveggja kílómetra innanbæjargöng í jaðri Þórshafnar. Þetta þýðir að samtímis er núna verið að grafa sex jarðgöng í Færeyjum, til viðbótar við tvenn sem frændur okkar hafa nýlokið við. 8. maí 2023 20:44
Færeyingar grafa fern jarðgöng á sama tíma Færeyingar hófu í vikunni framkvæmdir við tvenn ný jarðgöng, til viðbótar við þrenn önnur sem verið er að grafa eða nýlokið er við. Áður var búið að grafa nítján jarðgöng í Færeyjum. 11. febrúar 2021 22:30
Þriggja arma neðansjávargöng bylta samgöngum í Færeyjum Færeyingar fögnuðu um helgina opnun stærsta samgöngumannvirkis eyjanna, Austureyjarganganna, neðansjávarganga milli Straumeyjar og Austureyjar, sem lýst hefur verið sem mestu samgöngubyltingu í sögu Færeyja. 21. desember 2020 22:21
Segir Færeyjar verða stærri með göngum Færeyingar hafa verið sex sinnum afkastameiri en Íslendingar í jarðgangagerð, - ein göngin grófu þeir fyrir fimmtán íbúa, - og nú áforma þeir fimm ný jarðgöng. Fjármálaráðherrann þeirra segir að ef bara ætti að hugsa um hagkvæmni væri best að hafa alla Færeyinga í einni blokk. Öflugt þjóðvegavegakerfi er með því fyrsta sem Íslendingur á ferð um Færeyjar tekur eftir. Hver einasti kílómetri er malbikaður. Engir malarvegir. 24. mars 2013 19:14