Flensan farin að láta á sér kræla Árleg inflúensa er farin að láta á sér kræla en hún ásamt fleiri haustpestum hefur skapað nokkuð álag hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. 7.11.2022 13:01
„Hún vill bara fá að deyja í dag“ Aldrei hafa jafn margir beðið eftir plássi á hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu og nú. Yfir þrjú hundruð manns eru á biðlista en dæmi eru um fólk hafi beðið í meira en ár. Dóttir áttatíu og níu ára konu sem bíður eftir plássi segir langa bið hafa orðið til þess að móðir hennar hafi misst allan lífsþrótt. 5.11.2022 07:00
Mikið fjör á 110 ára afmæli skátastarfs á Íslandi Í tilefni 110 ára afmæli skátastarfs á Íslandi var haldin kvöldvaka í Ráðhúsi Reykjavíkur. Skáti til 66 ára segir sinn skátaflokk hittast enn þann dag í dag í hverri viku. 2.11.2022 23:09
Býst við öðru gosi áður en langt um líður Eldfjallafræðingur býst við nýju gosi í Fagradalsfjalli áður en langt um líður. Staðsetning síðustu tveggja eldgosa hafi verið mikil heppni en slíkt verði ekki næst þar sem búið er að fylla alla dali. Hraunið mun þá flæða beint af fjallinu. 2.11.2022 18:05
„Þetta er alveg gífurlegt óréttlæti hvernig komið er fram við okkur“ Kona sem höfðaði mál geng íslenska ríkinu og Tryggingastofnun vegna skerðingar í almannatryggingakerfinu segir gífurlega óréttlátt hvernig komið er fram við eldri borgara. Hún ásamt félögum sínum í Gráa hernum tapaði máli sínu í Hæstarétti í dag og íhugar nú að leita til Mannréttindadómsstóls Evrópu. 2.11.2022 17:33
Grái herinn tapaði í Hæstarétti Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í málum Gráa hersins gegn Tryggingastofnun og íslenska ríkinu skulu vera óraskaðir. Þetta er niðurstaða Hæstiréttar sem kvað upp dóm í málunum í dag. 2.11.2022 14:36
Veiðibann hefur áhrif á jólamatinn Humarveiðibann kemur til með að hafa áhrif á jólamatinn hjá fjölda landsmanna þetta árið sem þarf að sætta sig við innfluttan humar. Kílóið kostar allt að þrjátíu þúsund krónur. 31.10.2022 07:01
„Mjög íþyngjandi kostnaður“ Kostnaður við tannréttingar er íþyngjandi fyrir foreldra að mati stjórnarandstöðuþingmanns sem vill að þær verði gjaldfrjálsar. Umboðsmaður barna segir dæmi um að foreldrar hafi þurft að neita börnum sínum um tannréttingar vegna fjárhags fjölskyldunnar. 27.10.2022 20:01
Óþrifnaður við gosstöðvarnar Mörg hundruð manns leggja leið sína að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli á hverjum degi þrátt fyrir að nokkuð sé liðið frá goslokum. Klósettskortur á svæðinu hefur verið til vandræða þar sem þreyttir göngugarpar hafa gert þarfir sínar úti í náttúrunni og skilið ummerkin eftir. 26.10.2022 21:02
Á þriðja tug eru á biðlista eftir meðferð vegna eftirkasta Covid-19 Tuttugu og fimm eru nú á biðlista eftir að komast að í endurhæfingu á Reykjalundi vegna langtímaveikinda eftir að hafa fengið Covid-19. 13.10.2022 19:01