Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og Pawel Bartoszek alþingismaður og formaður utanríkismálanefndar segja alþjóðasamfélagið þurfa að venjast nýrri taktík í pólitík með tilkomu Donald Trump í embætti forseta Bandaríkjanna í annað sinn. Gott sé fyrir Íslendinga að vera í fleiri bandalögum en færri. 9.2.2025 14:49
Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Póstinum hefur verið falið það hlutverk fyrir hönd ríkisins að sinna alþjónustu á Íslandi til ársins 2030, fyrir póstsendingar bæði innanlands og til annarra landa. Undir alþjónustu fellur öll bréfaumsýsla upp að tveimur kílóum og pakkaumsýsla upp að 10 kílóum innanlands og 20 kílóum erlendis frá. 9.2.2025 13:36
Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Hrefna Eyþórsdóttir, formaður Krabbameinsfélags Austfjarða, kallar eftir því að stjórnvöld grípi inn í og flýti fyrir framkvæmdum í Öskjuhlíð svo hægt sé að tryggja sjúkraflug á flugvellinum. Mannslíf séu verðmætari en tré. 9.2.2025 13:00
Einar segir allt hafa verið stopp í borginni Einar Þorsteinsson borgarstjóri og oddviti Framsóknarflokksins fór yfir meirahlutaslitin Sprengisandi á Bylgjunni áðan. 9.2.2025 10:53
Útspil Flokks fólksins hafi komið „nokkuð á óvart“ Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir flókna stöðu nú komna upp í borginni eftir að meirihlutinn féll á föstudag. Hún segir útspil Flokks fólksins hafa komið sér á óvart en borgarfulltrúar þurfi nú að skoða aðra möguleika á meirihlutasamstarfi. Sjálfstæðisflokkurinn sé reiðubúinn til að axla þá ábyrgð að mynda starfhæfan meirihluta. 9.2.2025 10:13
Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Skoski sjónvarpsleikarinn Callum Kerr hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna andláts móður sinnar og eiginmanns hennar í Aveyron í suðvesturhluta Frakklands þar sem þau bjuggu. Franska lögreglan rannsakar andlát þeirra en grunur leikur á að þau hafi verið myrt. 9.2.2025 09:43
Einar Þorsteins og Guðrún Hafsteins í Sprengisandi Einar Þorsteinsson borgarstjóri fráfarandi er fyrstur á dagskrá hjá Kristjáni Kristjánssyni í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hvað gerðist bak við tjöldin í Reykjavík síðustu daga meirihlutans sem sprakk á föstudagskvöldið? 9.2.2025 09:43
Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Fimm taílenskir karlmenn sneru aftur heim til Taílands í morgun eftir að hafa verið í haldi Hamas á Gasa í nærri 500 daga. Enn er einn taílenskur karlmaður í haldi á Gasa. Taílensk yfirvöld hafa lýst því yfir að þau hafi enn von um að hann muni snúa aftur heim. 9.2.2025 08:51
Rafmagnslaust í þremur götum í Fellahverfi Rafmagnslaust er vegna bilunar í Asparfelli, Yrsufelli og Þórufelli. Samkvæmt tilkynningu frá Veitum er unnið er að viðgerð. Fyrsta tilkynning um bilunina kom í nótt klukkan 02:36. 9.2.2025 07:53
Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Ingvar E. Sigurðsson var valinn besti leikarinn á lokaathöfn alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Clermont-Ferrand í Frakklandi. Hátíðin var haldin í gærkvöldi. Ingvar hlaut verðlaunin sem besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni O (Hringur) í leikstjórn Rúnars Rúnarssonar og framleidd af Heather Millard. 9.2.2025 07:36