Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“

Vegakerfið er byggt upp á löngum tíma og stór hluti þess er kominn á tíma. Á sama tíma hefur fjárfesting ekki verið nægileg, sama hvort það er í tengslum við viðhald eða nýframkvæmdir. Þetta, og margt annað, kom fram í Pallborði um umferðaröryggi og vegakerfið á Vísi í dag.

Björgunar­sveitir við leit í Borgar­nesi

Björgunarsveitir á Vesturlandi leita nú vestan við Borgarnes. Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir björgunarsveitir frá Akranesi, Borgarnesi og Borgarfirði við leit en aðgerðinni sé stýrt af lögreglu.

Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku

Metfjöldi fyrirtækja varð fyrir gagnagíslatöku á heimsvísu í upphafi árs miðað við árin á undan að sögn Trausta Eiríkssonar sérfræðings hjá OK. Fyrirtækið hélt fjölmennan veffund á dögunum þar sem fjallað var um öryggislausnir sem almennum tölvunotendum stendur til boða yfir í stærri öryggislausnir sem hægt er að nýta fyrir stofnanir og fyrirtæki.

Í­búar á austari hluta landsins gætu séð til tungl­myrkvans

Ólíklegt er að íbúar á höfuðborgarsvæðinu og vestari hluta landsins muni geta séð tunglmyrkvann sem á sér stað snemma í fyrramálið. Almyrkvinn verður í hámarki klukkan 6:59 í fyrramálið en sést ekki í heild sinni frá Íslandi þar sem tunglið sest áður en honum lýkur.

Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun

Elísabet Ósk Maríusdóttir, lögreglumaður í samfélagslöggæslu, segir lögreglu síðustu ár hafa orðið vör við aukið ofbeldi meðal barna. Gerendur ráðist á jafnaldra sína oft án tilefnis. Foreldrar í Breiðholti hafa kallað eftir því að brugðist verði við ástandinu í hverfinu, en þó sagt jákvætt að lögregla hafi aukið samfélagslöggæslu í Breiðholti.

Rann­sókn lög­reglu enn á frum­stigi

Yfirlögregluþjónn segir rannsókn lögreglunnar á manndrápi, fjárkúgun og frelsissviptingu á frumstigi. Átta hafa verið handtekin og þremur sleppt úr haldi. Jón Gunnar Þórhallsson yfirlögregluþjónn segir ekki liggja fyrir hvort lögreglan muni krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim fimm sem eftir sitja í haldi.  Málið vekur óhug en Jón Gunnar segir fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur. Hann hvetur fólk til að fara varlega í öllum sínum samskiptum.

Þrír í vikulangt gæslu­varð­hald

Lögreglan á Suðurlandi framkvæmir nú rannsókn á bíl sem, samkvæmt heimildum, er talinn hafa verið notaður til að ferja mann á sjötugsaldri frá Þorlákshöfn og til Reykjavíkur þar sem gengið var í skrokk á honum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er enn leitað sönnunargagna í málinu.

Vinna hafin við nýja göngu­brú í Vogahverfinu

Framkvæmdir eru hafnar við nýja göngu- og hjólabrú yfir Sæbraut. Uppsetning á stálvirki fyrir undirstöðurnar stendur nú yfir auk þess sem unnið er að samsetningu brúarinnar sem verður sett í heilu lagi á sinn stað. Gert er ráð fyrir að brúin verði tilbúin fyrir miðjan maí ef veðuraðstæður leyfa. Greint er frá þessu í tilkynningu frá Betri samgöngum ohf..

Sjá meira