„Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Vegakerfið er byggt upp á löngum tíma og stór hluti þess er kominn á tíma. Á sama tíma hefur fjárfesting ekki verið nægileg, sama hvort það er í tengslum við viðhald eða nýframkvæmdir. Þetta, og margt annað, kom fram í Pallborði um umferðaröryggi og vegakerfið á Vísi í dag. 13.3.2025 23:32
Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Björgunarsveitir á Vesturlandi leita nú vestan við Borgarnes. Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir björgunarsveitir frá Akranesi, Borgarnesi og Borgarfirði við leit en aðgerðinni sé stýrt af lögreglu. 13.3.2025 22:56
Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Metfjöldi fyrirtækja varð fyrir gagnagíslatöku á heimsvísu í upphafi árs miðað við árin á undan að sögn Trausta Eiríkssonar sérfræðings hjá OK. Fyrirtækið hélt fjölmennan veffund á dögunum þar sem fjallað var um öryggislausnir sem almennum tölvunotendum stendur til boða yfir í stærri öryggislausnir sem hægt er að nýta fyrir stofnanir og fyrirtæki. 13.3.2025 22:32
Íbúar á austari hluta landsins gætu séð til tunglmyrkvans Ólíklegt er að íbúar á höfuðborgarsvæðinu og vestari hluta landsins muni geta séð tunglmyrkvann sem á sér stað snemma í fyrramálið. Almyrkvinn verður í hámarki klukkan 6:59 í fyrramálið en sést ekki í heild sinni frá Íslandi þar sem tunglið sest áður en honum lýkur. 13.3.2025 22:02
Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Elísabet Ósk Maríusdóttir, lögreglumaður í samfélagslöggæslu, segir lögreglu síðustu ár hafa orðið vör við aukið ofbeldi meðal barna. Gerendur ráðist á jafnaldra sína oft án tilefnis. Foreldrar í Breiðholti hafa kallað eftir því að brugðist verði við ástandinu í hverfinu, en þó sagt jákvætt að lögregla hafi aukið samfélagslöggæslu í Breiðholti. 13.3.2025 21:00
„Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Ólafur Jóhann Steinsson útvarpsmaður og áhrifavaldur fór fyrir þremur vikum í hjartaaðgerð. Hann segir aðgerðina það erfiðasta sem hann hafi nokkurn tíma gengið í gegnum, bæði líkamlega og andlega. 13.3.2025 19:26
Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Yfirlögregluþjónn segir rannsókn lögreglunnar á manndrápi, fjárkúgun og frelsissviptingu á frumstigi. Átta hafa verið handtekin og þremur sleppt úr haldi. Jón Gunnar Þórhallsson yfirlögregluþjónn segir ekki liggja fyrir hvort lögreglan muni krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim fimm sem eftir sitja í haldi. Málið vekur óhug en Jón Gunnar segir fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur. Hann hvetur fólk til að fara varlega í öllum sínum samskiptum. 12.3.2025 11:36
Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Lögreglan á Suðurlandi framkvæmir nú rannsókn á bíl sem, samkvæmt heimildum, er talinn hafa verið notaður til að ferja mann á sjötugsaldri frá Þorlákshöfn og til Reykjavíkur þar sem gengið var í skrokk á honum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er enn leitað sönnunargagna í málinu. 12.3.2025 10:06
Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna þá héldu Canon á Íslandi og Ofar viðburðinn Konur í ljósmyndun. Fjöldi kom saman til að hlusta á fyrirlestur og tala saman. 11.3.2025 21:43
Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu Framkvæmdir eru hafnar við nýja göngu- og hjólabrú yfir Sæbraut. Uppsetning á stálvirki fyrir undirstöðurnar stendur nú yfir auk þess sem unnið er að samsetningu brúarinnar sem verður sett í heilu lagi á sinn stað. Gert er ráð fyrir að brúin verði tilbúin fyrir miðjan maí ef veðuraðstæður leyfa. Greint er frá þessu í tilkynningu frá Betri samgöngum ohf.. 11.3.2025 21:16