Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Síðdegis í dag slösuðust tveir starfsmenn á Íslandsmóti í Rallycrossi á rallycrossbraut Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar, AÍH, við Krýsuvíkurveg. Í myndbandi af atvikinu má sjá að einn ökumaður missir stjórn á bílnum og veltir honum upp brekku og beint á tvo starfsmenn. Slysið er til rannsóknar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt upplýsingum frá sjúkrafulltrúa. 23.8.2025 16:35
Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram í fertugasta sinn í dag. Aldrei hafa fleiri hlauparar verið skráðir til leiks né jafn mikill peningur safnast til góðgerðarmála. Viktor Freyr ljósmyndari var á staðnum og myndaði fólk að hlaupa og koma í mark. 23.8.2025 15:54
Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Hjördís Sigurbjartsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir rannsókn lögreglunnar á þjófnaði hraðbanka í Mosfellsbæ miða vel. Rannsókn sé viðamikil og lögregla á fullu. Tveir eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins og eru grunaðir um aðild að þjófnaðinum og á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 23.8.2025 14:41
Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Helgi Hrafn Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, segist hafa komið öllum Íslendingum til varnar, ekki bara mennta- og barnamálaráðherra, í pistli sem hann skrifaði í vikunni um „linnulaust væl Íslendinga yfir málfari“ í tilefni af viðtali við ráðherra í Bítinu og málfarsvillum hans þar. 23.8.2025 14:26
Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Ríkisstjórnin hyggst fjármagna nýja viðbyggingu við Þjóðleikhúsið sem á að rýma um 250 til 300 manns. Gert er ráð fyrir að byggingin mun kosta um tvo milljarða og að hún geti verið tilbúin árið 2030. Þjóðleikhússtjóri segir bygginguna langþráðan draum. Byggingin mun hýsa nýtt svið, æfingaaðstöðu og búninga- og leikmunasafna leikhússins. 23.8.2025 13:15
Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Reiðhjólabændur bjóða í ár upp á vöktuð hjólastæði í bílastæðahúsinu Traðarkoti við Hverfisgötu á móti Þjóðleikhúsinu. Birgir Birgisson, formaður Reiðhjólabænda, segir þetta gert til að hvetja fólk til að koma á hjóli í bæinn í dag á Menningarnótt. Fólk þarf að koma með eigin lás. 23.8.2025 11:15
Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Krónan opnar nýja matvöruverslun í dag, laugardag, í nýju verslunarhúsnæði við Fitjabraut 5 í Reykjanesbæ. Hin nýja verslun tekur við af minni verslun Krónunnar Fitjum sem lokaði fyrr í vikunni eftir að hafa þjónustað íbúa Suðurnesja í tíu ár. Í tilkynningu frá Krónunni kemur fram að rýmið er rúmir 2.400 fermetrar að stærð og er á meðal stærstu verslunum Krónunnar, auk þess sem hún er ein stærsta matvöruverslun á Suðurnesjum. 23.8.2025 10:11
Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Jökulhlaup hófst í gær úr Hafrafellslóni vestan Langjökuls. Hlaupið rennur í farveg Svartár og þaðan í Hvítá í Borgarfirði. Elísabet Pálmadóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir litlar breytingar á hlaupinu frá því snemma í gærkvöldi. Ekki er mikil úrkoma á svæðinu en það bætir í hana í kvöld. 23.8.2025 09:50
Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Kynfræðingur segir mikilvægt að foreldrar noti rétt orð um líkama barna svo börn hafi réttan orðaforða og þekkingu til að geta greint frá því þegar brotið er á þeim. Ekki hafa fleiri tilkynningar um brot gegn börnum í leikskólum borist skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar eða barnavernd frá því að greint var frá því að starfsmaður Múlaborgar væri grunaður um kynferðisbrot gegn barni í leikskólanum. 21.8.2025 15:32
Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, segir mikilvægt að umræða fari fram um menntakerfið en það sé á sama tíma mikilvægt að tala það ekki niður. Menntakerfið sé fínt og flestum börnum líði vel og gangi vel. Verkefni stjórnvalda sé að takast á við undantekningar svo öll börn geti fengið menntun sem þau eiga rétt á. 21.8.2025 09:01