Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fjögur vilja tvö efstu hjá Við­reisn

Jón Ingi Hákonarson bæjarfulltrúi og Karólína Helga Símonardóttir, varabæjarfulltrúi og 1. varaþingmaður, sækjast bæði eftir fyrsta sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði. 

Kristín vill fyrsta sætið

Kristín Thoroddsen bæjarfulltrúi og formaður fræðsluráðs í Hafnarfirði býður sig fram í 1. sæti í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði sem fram fer 7. febrúar. Þegar hefur Skarphéðinn Orri Björnsson, núverandi oddviti, tilkynnt að hann sækist eftir 1. sætinu.

Þremur þjófum vísað úr landi

Þremur erlendum ríkisborgurum, tveimur körlum og einni konu, hefur verið vísað brott frá Íslandi. Fólkið, sem er á þrítugs- og fertugsaldri og er talið tengjast skipulagðri brotastarfsemi, var handtekið 18. desember vegna þjófnaðarmála á höfuðborgarsvæðinu

Funda í janúar í kjara­við­ræðum flugstétta

Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, FÍA, og Berglind Kristófersdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, FÍ, segja lítið að frétta í kjarasamningsviðræðum þeirra við Icelandair. Samningar félaganna við félagið losnuðu í haust og flugvirkja nú um áramót.

Hlut­fall fínasta svifryksins á­berandi hátt á ný­árs­nótt

Síðustu klukkustundir ársins 2025 og fyrstu klukkustundir ársins 2026 var svifryksmengun mikil á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að áberandi hafi verið hversu hátt hlutfall fínasta svifryksins var af því svifryki sem mældist á gamlárskvöld og nýársnótt. Svifryk fór yfir sólarhringsheilsuverndarmörk PM10 í þremur af fimm mælistöðvum í Reykjavík.

Hafna ­beiðni manns sem braut kyn­ferðis­lega á stjúp­dóttur

Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarbeiðni karlmanns sem sakfelldur var í héraðsdómi og Landsrétti fyrir að brjóta kynferðislega á stjúpdóttur sinni með því að strjúka rass hennar og slá í hann í nokkur skipti þegar hún var 12 til 14 ára gömul. 

Mikill meiri­hluti vill lög­festa rétt barna til leikskólavistar

Alls eru 74 prósent hlynnt því að réttur barna til leikskólavistar verði lögfestur á Íslandi. 18 prósent eru hvorki hlynnt né andvíg og átta prósent eru andvíg. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar á vegum Prósents en nýlega voru kynntar tillögur frá aðgerðahópi á vegum stjórnvalda í leikskólamálum.

Veki furðu að bíla­leigu­bílar séu ekki á nagla­dekkjum

Teitur Þorkelsson leiðsögumaður kom að bílveltu í gær, nýársmorgun, við Kambana á Hellisheiði og furðar sig á því að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum. Í bílnum voru ferðamenn sem voru fluttir til Hveragerðis til aðhlynningar og voru ekki alvarlega slasaðir að sögn Teits. Hann segir þau þó hafa verið í miklu áfalli.

Hafa á­hyggjur af frelsis­sviptingu barna í brottfararstöð

Barna- og fjölskyldustofa, BOFS, lýsir yfir áhyggjum af frelsissviptingu barna í umsögn um frumvarp dómsmálaráðherra um brottfararstöð fyrir hælisleitendur. Þar segir að stofnunin telji að frelsissvipting geti haft alvarleg áhrif á börn. Stofnunin hvetur löggjafann og aðra aðila sem málið varðar að falla frá frelsisviptingu barna með þeim hætti sem frumvarpið mælir fyrir um og í stað þess finna aðrar leiðir en varðhald þegar barnafjölskyldur eiga í hlut.

Sjá meira