Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Rigning eða súld um mest allt landið

Í dag verður breytileg átt og þrír til átta metrar á sekúndu. Það verður aðeins hvassara á Vestfjörðum, en þar verður norðvestan átt og átta til þrettán metrar á sekúndu. Það verður samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings rigning eða súld um mest allt land en styttir smám saman upp austanlands. Hiti 7 til 14 stig yfir daginn.

Vinna eins og hakkarar en eftir skýrum reglum

Landsbankinn og netöryggisfyrirtækið Defend Iceland hafa gert samning um aðgang að hugbúnaði villuveiðigáttar fyrirtækisins til að auka og styrkja varnir gegn árásum á net- og tölvukerfi Landsbankans. Fjölmörg íslensk fjármálafyrirtæki hafa leitað til Defend Iceland.

Klára frekar barn­eignir í Noregi en að flytja aftur heim

Dóra Sóldís Ásmundardóttir og maðurinn hennar Sindri Ingólfsson búa í Osló Noregi og eiga tvö börn, Flóka og Öglu Guðrúnu, undir þriggja ára aldri. Þau hafa komið sér vel fyrir í Noregi og eiga ekki endilega von á því að koma heim strax.

For­manni VG ekki skemmt yfir ræðu Jóns á þingi í dag

Jón Gunnarsson sat einn stjórnarþingmanna hjá í atkvæðagreiðslu um vantraust á matvælaráðherra og sagði þingflokk Vinstri Grænna varla hæfan til þingsetu. Heimir Már Pétursson, fréttamaður, ræddi við Jón og Guðmund Inga á Alþingi í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Jón hafi fengið leyfi til að hrauna yfir Bjarkeyju og VG

Oddný G. Harðardóttir þingkona Samfylkingarinnar furðar sig á stórum orðum Jóns Gunnarssonar í umræðum um vantraust á hendur matvælaráðherra, Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, í dag. Jón sat hjá í atkvæðagreiðslu um vantraust einn stjórnarliða.

Rutte næsti fram­kvæmda­stjóri NATO

Forsætisráðherra Hollands, Mark Rutte, verður næsti framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, NATO. Það varð ljóst í dag þegar eini andstæður Rutte, Klaus Iohannis, forseti Rúmeníu, dró framboð sitt til framkvæmdastjóra NATO til baka.

Vand­ræði á stjórnarheimili í beinni

Jón Gunnarsson sat einn stjórnarþingmanna hjá í atkvæðagreiðslu um vantraust á matvælaráðherra og sagði þingflokk Vinstri Grænna varla hæfan til þingsetu.

„Ég er mjög ó­sátt við það að hann kjósi að sitja hjá”

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra og þingkona Vinstri grænna er ekki sátt við Jón Gunnarsson þingmann Sjálfstæðisflokksins og hjásetu hans í atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu á hendur henni sem greitt var atkvæði um á þingi í dag.

Sjá meira