Eldgosin í stærri kantinum verði þau við flekamótin Líkur á enn öðru eldgosi á Reykjanesskaga aukast með hverjum degi þar sem kvikumagnið undir Svartsengi svipar nú til þess sem kom upp í síðasta gosi. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir líklegt að við séum komin í seinni hluta goshrinunnar á Reykjanesskaga. 29.1.2025 21:48
Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Sjö norskir skíðagarpar urðu fyrir snjóflóði í frönsku Ölpunum í dag. Fjórir eru látnir samkvæmt tilkynningu franskra yfirvalda. 29.1.2025 21:25
Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Jóhannes Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó segir nokkra tugi sekta hafa verið gefnar út síðasta mánuðinn vegna þess að fólk greiðir ekki rétt fargjald. Strætó tilkynnti við lok desembermánaðar að þau ætluðu að fara að innheimta fargjaldaálag sýndu farþegar ekki gilt fargjald við eftirlit. 29.1.2025 21:04
Björn Ingi aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Björn Ingi Hrafnsson fjölmiðlamaður er nýr aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins. Fyrst var greint frá á vef RÚV en Björn Ingi staðfesti ráðninguna við þau. 29.1.2025 18:43
Býst við því að boða til fundar í kjaradeilu kennara Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari býst við því að boða til fundar í kjaradeilu kennara, ríkis og sveitarfélaga á morgun. Samningsaðilar hafa verið að störfum og átt samskipti síðustu daga að sögn Ástráðs en enginn formlegur fundur farið fram síðan á miðvikudag í síðustu viku. 29.1.2025 17:15
Samþykktu nýjar siðareglur kjörinna fulltrúa Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti í gær nýjar siðareglur kjörinna fulltrúa. Siðareglurnar eru unnar af forsætisnefnd en komið var að endurskoðun þeirra siðareglna sem gilt hafa um kjörna fulltrúa og voru samþykktar í bæjarstjórn Kópavogi árið 2015. 29.1.2025 16:17
„Þá gerist það bara mjög skyndilega að hundurinn ræðst að mér“ Hundurinn sem réðst á konu á Akureyri fyrir tæpri viku síðan var af Rottweiler-tegund. Konan segir þetta eitt það skelfilegasta sem hún hefur lent í í viðtali við Vikublaðið á Akureyri og í viðtali við Akureyri.net. 29.1.2025 15:36
Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Fjórtán metra hvalur fannst í Guðlaugsvík á Ströndum í upphafi þessarar viku. Í tilkynningu Lögreglunnar á Norðvesturlandi segir að um sé að ræða búrhval og að til samanburðar megi áætla að hvalurinn sé jafnlangur og þrjár Tesla Y bifreiðar eða sjö Cleveland þriggja sæta sófar lagðir samsíða hvalnum. 28.1.2025 14:08
Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segir hvatvísina hafa verið við völd þegar hún tók upp tólið og hringdi, sem amma, í skólameistara Borgarholtsskóla vegna týnds skópars barnabarns síns. Hún segist ætla að gera betur og biðst afsökunar á því að hafa hringt þetta símtal. Ábyrgð hennar sé mikil í dag sem ráðherra. 28.1.2025 13:16
Fjörutíu og fjórir einstaklingar 100 ára eða eldri Í dag eru 44 einstaklingar 100 ára eða eldri á íslandi. Þrír þeirra eiga maka á lífi. Elsti núlifandi einstaklingurinn búsettur á Íslandi er kona fædd árið 1917 og er því 107 ára. Hún er búsett á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í nýrri samantekt frá Þjóðskrá Íslands. 28.1.2025 09:13