Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ógnuðu af­greiðslu­manni með hníf

Tilkynnt var um þjófnað í verslun í miðbæ. Þegar starfsmaður hafi ætlað að ræða við þjófana hafi einn þeirra dregið upp hníf og þeir svo hlaupið burt. Málið er í rannsókn hjá lögreglu en fram kemur í dagbók lögreglu að lögregla telur sig vita hverjir þjófarnir eru.

Halda á­fram leit eftir eyði­leggingu flóðanna

Halda á leit áfram í Valencia á Spáni þar sem hamfaraflóð hófust í fyrradag. Alls eru 95 látin en líklegt er að sú tala eigi eftir að hækka þegar líður á daginn. Mikill fjöldi viðbragðsaðila frá lögreglu, her og björgunarsveitum mun í dag leita að fólki. Tugir eru enn týnd. 

Færri börn undir eftir­liti vegna E.coli en enn fimm á gjör­gæslu

Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir á ekki von á því að niðurstöður úr rannsókn á uppruna E.coli smits á Mánagarði liggi fyrir fyrr en í fyrsta lagi við lok vikunnar eða um helgina. Leikskólinn er enn lokaður.  Tíu börn eru undir undir eftirliti á bráðamóttöku Barnaspítalans eins og er samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum. Auk þess eru tíu börn inniliggjandi, þar af eru fimm á deild og fimm á gjörgæslu.

Ein deild opin á tveimur leik­skólum

Ein deild er opin á bæði leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki og leikskólanum á Seltjarnarnesi í dag. Þar eru deildarstjórar ekki félagsmenn í Kennarasambandi Íslands og því er hægt að hafa opið. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambandsins segir það undir sveitarfélaginu komið að ákveða það. KÍ geri ekki athugasemdir við það.

„Þann 9. ágúst létust ekki bara tveir bræður“

Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar segir það ekki að ósekju að vímuefnasýki sé kölluð fjölskyldusjúkdómur. Öll fjölskyldan og nánustu aðstandendur finni fyrir afleiðingum neyslunnar.

Harris og Trump hníf­jöfn viku fyrir kosningar

Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna og frambjóðandi Demókrata til forseta og Donald Trump frambjóðandi Repúblikana og fyrrverandi forseti mælast hnífjöfn í könnunum. Silja Bára Ómarsdóttir, sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum, segir stöðuna ekki hafa verið svo jafna áður.

Skellt í lás í Sam­bíóinu í Kefla­vík í kvöld

Sambíóinu í Keflavík var lokað í kvöld. Kvikmyndahúsið er fyrsta Sambíóið og var byggt árið 1941 af Eyjólfi Ásberg. Guðný Ásberg Alfreðsdóttir rekstrarstjóri kvikmyndahússins segir þetta sorgleg tímamót en að aðsóknin hafi verið orðin dræm. Eyjólfur var langalangafi hennar. 

„Við erum ekki slaufunarflokkur“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir flokkinn standa fyrir skynsemishyggju og innihaldi umfram umbúðum. Hann segir Klausturmálið ekki koma flokknum illa. Það sé þvert á móti traustvekjandi ef það sé eina málið sem fólk geti dregið upp til að draga úr trúverðugleika þeirra.

Fimm börn al­var­lega veik á gjör­gæslu vegna E.coli sýkingar

Alls eru nú tíu börn inniliggjandi á Landspítalanum vegna E.coli sýkingar. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum eru þar af fimm þeirra á gjörgæslu. Um 40 börn eru undir eftirlit vegna sýkingarinnar. E. Coli sýking getur leitt til alvarlegar nýrnabilunar og því eru börn sem eru á gjörgæslu í blóðskilun.

Sjá meira