Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Gat ekki staðið upp til að taka við bikarnum

Mari Järsk gat ekki staðið upp í kvöld til að taka við verðlaunum sem sigurvegari Bakgarðshlaupsins í ár. Mari vann hlaupið eftir að hafa lokið 57 hringjum. Mari sagði fætur hennar hafa bólgnað svo upp eftir hlaupin að hún gæti ekki staðið upp.

Al­þjóða­nemar neyðist til að vinna svart á Ís­landi

Stúdentaráð Háskóla Íslands (SHÍ) skorar á ráðherra að breyta lögum þannig að námsmenn sem koma hingað en eru frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) fái atvinnuleyfi samhliða dvalarleyfi sínu. Í áskorun til ráðherra segir að það gæti bætt lífsgæði nemenda og geti dregið úr álagi hjá Útlendinga- og Vinnumálastofnun.

„Tjónið af þessum slóða­skap hleypur á fleiri milljörðum“

Oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er verulega brugðið eftir fréttaumfjöllun Kastljóss um samninga borgarinnar við olíufélögin. Hún segir ljóst af umfjölluninni að þeir fjármunir sem borgin varð af vegna samninganna séu töluvert hærri en áður var talið. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins kalla eftir óháðri úttekt á samningunum.

Kveikt í pappa­rusli í Glæsi­bæ

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um klukkan 19 í dag vegna reyks við Glæsibæ við Álfheima í Reykjavík í dag. Kveikt var í papparusli í stigagangi en það tókst að slökkva í því með slökkvitæki á staðnum.

Mari meyr eftir sigurinn

„Bara svona meyr,“ segir Mari Järsk, um það hvernig henni líður eftir að hafa sigrað bakgarðshlaupið í ár. Mari hljóp 57 hringi og  yfir 380 kílómetra og sigraði hlaupið eftir að Elísa Kristinsdóttir skilaði sér ekki í mark á 57. hring. 

Baldur segir niður­stöður nýjustu kannana von­brigði

Halla Hrund skynjar mikinn meðbyr með sínum gildum, Katrín segir fylgið á mikilli hreyfingu og Baldur segir nýjustu tölur vonbrigði. Öll segja þau það frábært að fá tækifæri til að ferðast um landið til að hitta landann. 

Til­vísunum vegna skekkju á höfuð­kúpu ung­barna fjölgað mikið

Frá árinu 2018 til 2023 hefur tilvísunum til sjúkraþjálfara á Æfingastöðinni vegna ósamhverfu í hálshreyfingum og skekkju á höfuðkúpu hjá ungbörnum fjölgað úr 123 í 270. Flestum er vísað frá heilsugæslu í ungbarnaeftirliti við tveggja til fjögurra mánaða aldur.

Heyrist meira af kjaft­æði um lyf en vísinda­legum stað­reyndum

Freyja Jónsdóttir, lektor við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands, segir ákveðna hópa þurfa að fara varlega þegar þau ferðast erlendis í mikinn hita. Eldra fólk hafi til dæmis minni viðnámsþrótt í miklum hita. Það þurfi að passa upp á sólarvörn og drykki. Það eigi þó alls ekki að hætta að taka lyfin án samráðs við heilbrigðisstarfsmann.

Hafa á­hyggjur af fylgistapi flokksins

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra segir þingflokk Vinstri grænna hafa áhyggjur af fylgistapi flokksins í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup sem birtur var í gær. Þar kom fram að flokkurinn mælist með 4,4 prósenta fylgi og næði samkvæmt því ekki inn á þing. 

Sjá meira