„Landslið barna“ tekið til starfa á Suðurnesjum Lovísa Arnardóttir skrifar 23. júní 2025 13:31 Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, sagði nokkuð orð við undirritun í dag. Eyþór Sæmundsson Tímamót urðu í málefnum barna á Íslandi í dag þegar Farsældarráð Suðurnesja var formlega stofnað. Bæjarstjórar þriggja sveitarfélaga sem standa að stofnun ráðsins segja það sögulegt skref fyrir landshlutann. Að ráðinu standa Reykjanesbær, Suðurnesjabær, Grindavíkurbær, Vogar, Framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkur, Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Heilsugæslan Höfði, Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Ungmennaráð Suðurnesja, Embætti lögreglustjóra á Suðurnesjum og Sýslumanns á Suðurnesjum, auk Svæðisstöðvar íþróttahéraða. „Stofnun Farsældarráðs Suðurnesja er sögulegt skref fyrir landshlutann okkar,“ segja bæjarstjórar sveitarfélaganna, Magnús Stefánsson, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Guðrún P. Ólafsdóttir og Fannar Jónasson sameiginlega,. „Við stöndum þétt saman, með öllum lykilaðilum í þjónustu við börn og fjölskyldur, til að tryggja þeim bestu mögulegu tækifærin í lífinu. Ráðið er skýrt merki um metnað og vilja til að tryggja að kerfin okkar virki fyrir þau sem þau eiga að grípa og styðja.“ Ráðið er hið fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og var sett á laggirnar í kjölfar samþykktar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og samstarfssamnings við mennta- og barnamálaráðuneytið. Í tilkynningu segir að með stofnun ráðsins hefjist nýr kafli í þverfaglegu samstarfi ríkis, sveitarfélaga og félagasamtaka í landshlutanum. Ráðherra, bæjarstjórar, lögregla og fulltrúar barna á Suðurnesjum stilltu sér upp að lokinni undirritun. Eyþór Sæmundsson Allir sem veita börnum þjónustu saman Samkvæmt farsældarlögum er gert ráð fyrir að svæðisbundin farsældarráð verði stofnuð víðar um landið. Sú reynsla og þekking sem byggist upp á Suðurnesjum geti því orðið leiðarvísir fyrir önnur svæði. „Stofnun Farsældarráðs Suðurnesja markar tímamót í að efla þjónustu við börn og fjölskyldur á svæðinu og undirstrikar sterkan vilja sveitarfélaganna og þjónustuveitenda til að forgangsraða farsæld barna. Með þessu framtaki stíga Suðurnesin mikilvægt skref sem leiðandi afl í þróun nýrra lausna í þágu barna á landsvísu og móta fordæmi fyrir aðra landshluta“ sagði Hjördís Eva Þórðardóttir, verkefnastjóri farsældar barna á Suðurnesjunum. Hún ræddi stofnun ráðsins í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þetta er í fyrsta skipti sem við náum saman öllum þjónustuveitendum, allir sem veita börnum og fjölskyldum þeirra einhvers konar þjónustu eða stuðning, öllum saman við eitt borð,“ sagði Hjördís Eva í viðtalinu. Með því sé búið að búa til „landslið barna“ á Suðurnesjum. Næstu skref séu að finna blinda bletti í kerfinu og hvernig sé hægt að byggja göng þarna á milli í kerfi. Hún segir markmiðið að öll börn á Suðurnesjum fái tækifæri til að láta ljós sitt skína, en einnig að tryggja að öll börn, óháð stöðu eða tekjum foreldra, fái sömu tækifæri til að blómstra og dafna. Hún segir þrettán prósent barna á Suðurnesjum af erlendum uppruna. Það myndu einhverjir líta á það sem áskorun, sem það sé, en það verði líka að líta á það sem styrkleika. „Það er ótrúlega mikið sem sem við getum fengið með nýju fólki og öðru sjónarhorni og annarri menningu inn í íslenskt samfélag,“ segir Hjördís Eva. Suðurnesin hafi verið leiðandi í þessu. Hægt er að hlusta á viðtalið að neðan en þar fór hún yfir stofnun ráðsins, Suðurnesin sjálf, seiglu íbúanna og möguleikana sem ráðið stofnar til. Í tilkynningu segir að meginmarkmið ráðsins sé að efla og samræma þjónustu við börn og fjölskyldur með samþættri, snemmtækri og heildstæðri nálgun. Þetta feli meðal annars í sér að styrkja samstarf, tryggja jöfn tækifæri barna til þátttöku, náms og félagslegrar virkni þvert á kerfi. Einnig er lögð áhersla á forvarnir og snemmtækan stuðning í virku samráði við börn og foreldra. Fjölmennt var við undirritun í dag. Eyþór Sæmundsson Bera sameiginlega ábyrgð Stofnun ráðsins byggir samkvæmt tilkynningu á öflugum grunni samstarfs sem hefur þróast á Suðurnesjum undanfarin ár, í gegnum verkefni á borð við Velferðarnet Suðurnesja, Höldum glugganum opnum og Öruggari Suðurnes. Í tilkynningu segir að samkvæmt farsældarlögunum beri sveitarfélögin sameiginlega ábyrgð á starfsemi ráðsins. Þátttaka barna og ungmenna sé lykilatriði í starfi þess og eigi því ungmennaráð sveitarfélaga á Suðurnesjum fjóra fulltrúa í ráðinu. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að fá sæti við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar sem hafa áhrif á líf okkar,“ sögðu fulltrúar ungmennaráðs Suðurnesja við undirritunina. „Farsældarráðið gefur okkur tækifæri til að láta raddir okkar heyrist og tryggja að þjónusta á Suðurnesjum sé í takt við raunverulegar þarfir okkar.“ Móta svæðisbundna fjögurra ára áætlun Skipulag ráðsins byggir á fjórum einingum: Farsældarráðinu sjálfu, framkvæmdahópi, tímabundnum verkefnahópum og faghópi. Framkvæmdahópurinn starfar í umboði ráðsins og hefur umsjón með innleiðingu ákvarðana, þar á meðal undirbúningi aðgerðaáætlunar. Verkefnahópar verða settir á fót eftir þörfum og faghópur sinnir faglegu mati og ráðgjöf. Verkefnastjóri farsældar, sem starfar í umboði Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, annast daglega framkvæmd og undirbúning funda. Innan tólf mánaða frá stofnun ráðsins verður mótuð svæðisbundin fjögurra ára aðgerðaáætlun um farsæld barna, byggð á kortlagningu styrkleika og áskorana á svæðinu. Barnavernd Suðurnesjabær Grindavík Reykjanesbær Bítið Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Flestum þykir ekki nóg gert en þeim fjölgar sem telja of langt gengið Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Sjá meira
Að ráðinu standa Reykjanesbær, Suðurnesjabær, Grindavíkurbær, Vogar, Framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkur, Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Heilsugæslan Höfði, Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Ungmennaráð Suðurnesja, Embætti lögreglustjóra á Suðurnesjum og Sýslumanns á Suðurnesjum, auk Svæðisstöðvar íþróttahéraða. „Stofnun Farsældarráðs Suðurnesja er sögulegt skref fyrir landshlutann okkar,“ segja bæjarstjórar sveitarfélaganna, Magnús Stefánsson, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Guðrún P. Ólafsdóttir og Fannar Jónasson sameiginlega,. „Við stöndum þétt saman, með öllum lykilaðilum í þjónustu við börn og fjölskyldur, til að tryggja þeim bestu mögulegu tækifærin í lífinu. Ráðið er skýrt merki um metnað og vilja til að tryggja að kerfin okkar virki fyrir þau sem þau eiga að grípa og styðja.“ Ráðið er hið fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og var sett á laggirnar í kjölfar samþykktar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og samstarfssamnings við mennta- og barnamálaráðuneytið. Í tilkynningu segir að með stofnun ráðsins hefjist nýr kafli í þverfaglegu samstarfi ríkis, sveitarfélaga og félagasamtaka í landshlutanum. Ráðherra, bæjarstjórar, lögregla og fulltrúar barna á Suðurnesjum stilltu sér upp að lokinni undirritun. Eyþór Sæmundsson Allir sem veita börnum þjónustu saman Samkvæmt farsældarlögum er gert ráð fyrir að svæðisbundin farsældarráð verði stofnuð víðar um landið. Sú reynsla og þekking sem byggist upp á Suðurnesjum geti því orðið leiðarvísir fyrir önnur svæði. „Stofnun Farsældarráðs Suðurnesja markar tímamót í að efla þjónustu við börn og fjölskyldur á svæðinu og undirstrikar sterkan vilja sveitarfélaganna og þjónustuveitenda til að forgangsraða farsæld barna. Með þessu framtaki stíga Suðurnesin mikilvægt skref sem leiðandi afl í þróun nýrra lausna í þágu barna á landsvísu og móta fordæmi fyrir aðra landshluta“ sagði Hjördís Eva Þórðardóttir, verkefnastjóri farsældar barna á Suðurnesjunum. Hún ræddi stofnun ráðsins í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þetta er í fyrsta skipti sem við náum saman öllum þjónustuveitendum, allir sem veita börnum og fjölskyldum þeirra einhvers konar þjónustu eða stuðning, öllum saman við eitt borð,“ sagði Hjördís Eva í viðtalinu. Með því sé búið að búa til „landslið barna“ á Suðurnesjum. Næstu skref séu að finna blinda bletti í kerfinu og hvernig sé hægt að byggja göng þarna á milli í kerfi. Hún segir markmiðið að öll börn á Suðurnesjum fái tækifæri til að láta ljós sitt skína, en einnig að tryggja að öll börn, óháð stöðu eða tekjum foreldra, fái sömu tækifæri til að blómstra og dafna. Hún segir þrettán prósent barna á Suðurnesjum af erlendum uppruna. Það myndu einhverjir líta á það sem áskorun, sem það sé, en það verði líka að líta á það sem styrkleika. „Það er ótrúlega mikið sem sem við getum fengið með nýju fólki og öðru sjónarhorni og annarri menningu inn í íslenskt samfélag,“ segir Hjördís Eva. Suðurnesin hafi verið leiðandi í þessu. Hægt er að hlusta á viðtalið að neðan en þar fór hún yfir stofnun ráðsins, Suðurnesin sjálf, seiglu íbúanna og möguleikana sem ráðið stofnar til. Í tilkynningu segir að meginmarkmið ráðsins sé að efla og samræma þjónustu við börn og fjölskyldur með samþættri, snemmtækri og heildstæðri nálgun. Þetta feli meðal annars í sér að styrkja samstarf, tryggja jöfn tækifæri barna til þátttöku, náms og félagslegrar virkni þvert á kerfi. Einnig er lögð áhersla á forvarnir og snemmtækan stuðning í virku samráði við börn og foreldra. Fjölmennt var við undirritun í dag. Eyþór Sæmundsson Bera sameiginlega ábyrgð Stofnun ráðsins byggir samkvæmt tilkynningu á öflugum grunni samstarfs sem hefur þróast á Suðurnesjum undanfarin ár, í gegnum verkefni á borð við Velferðarnet Suðurnesja, Höldum glugganum opnum og Öruggari Suðurnes. Í tilkynningu segir að samkvæmt farsældarlögunum beri sveitarfélögin sameiginlega ábyrgð á starfsemi ráðsins. Þátttaka barna og ungmenna sé lykilatriði í starfi þess og eigi því ungmennaráð sveitarfélaga á Suðurnesjum fjóra fulltrúa í ráðinu. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að fá sæti við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar sem hafa áhrif á líf okkar,“ sögðu fulltrúar ungmennaráðs Suðurnesja við undirritunina. „Farsældarráðið gefur okkur tækifæri til að láta raddir okkar heyrist og tryggja að þjónusta á Suðurnesjum sé í takt við raunverulegar þarfir okkar.“ Móta svæðisbundna fjögurra ára áætlun Skipulag ráðsins byggir á fjórum einingum: Farsældarráðinu sjálfu, framkvæmdahópi, tímabundnum verkefnahópum og faghópi. Framkvæmdahópurinn starfar í umboði ráðsins og hefur umsjón með innleiðingu ákvarðana, þar á meðal undirbúningi aðgerðaáætlunar. Verkefnahópar verða settir á fót eftir þörfum og faghópur sinnir faglegu mati og ráðgjöf. Verkefnastjóri farsældar, sem starfar í umboði Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, annast daglega framkvæmd og undirbúning funda. Innan tólf mánaða frá stofnun ráðsins verður mótuð svæðisbundin fjögurra ára aðgerðaáætlun um farsæld barna, byggð á kortlagningu styrkleika og áskorana á svæðinu.
Barnavernd Suðurnesjabær Grindavík Reykjanesbær Bítið Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Flestum þykir ekki nóg gert en þeim fjölgar sem telja of langt gengið Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Sjá meira