Fréttamaður

Magnús Hlynur Hreiðarsson

Magnús Hlynur flytur fréttir fyrir Stöð 2, Vísi og Bylgjuna. Hann er staðsettur á Selfossi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hefur tálgað þúsundir jólasveina úr alaskavíði

Þó það séu enn um tveir mánuðir til jóla þá situr handverkskona í Kópavogi ekki auðum höndum enda tálgar hún út jólasveina og málar þá eins og engin sé morgundagurinn fyrir jólin. Hún hefur tálgað mörg þúsund slíka sveina í gegnum árin.

Sérhæfð sjúkraþyrla og akstursleiðir skólabíla á Suðurlandi

Sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi leggja mikla áherslu á að sérhæfðri sjúkraþyrlu verði komið fyrir á Suðurlandi og verði hluti af starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Þá skora sveitarstjórnarmenn á innviðaráðherra að allar akstursleiðir skólabíla verði bundnar slitlagi innan þriggja ára til að tryggja öryggi leik- og grunnskólabarna.

Mjólkur­fram­leið­endum hefur fækkað um 25 prósent

Íslenskum sauðfjárbændum hefur fækkað um 20 prósent á síðustu 10 árum, nautgripabændum um 15 prósent og mjólkurframleiðendum um 25 prósent. Matvælaráðherra segist hlusta á bændur og taka málefnum þeirra alvarlega.

Heilbrigðisráðherra hrósar sjúkraflutningum á Suðurlandi

Sjúkraflutningamenn á Suðurlandi hafa farið í um þrjú þúsund útköll það sem af er árinu en tuttugu og fimm sjúkraflutningamenn ganga vaktir allan sólarhringinn á starfsstöðinni á Selfossi. Heilbrigðisráðherra sá ástæðu til að hrósa sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi sérstaklega fyrir góð störf á fjölmennum opnum fundi.

Forsetinn og ráðherra mættu í afmæli Reynis Péturs

Það var mikill fögnuður á Sólheimum í Grímsnesi í dag þegar styttan af Reyni Pétri Ingvarssyni, göngugarpi úr Íslandsgöngunni kom heim eftir að hafa verið á flækingi, nú síðast í Grænlandi. Þá var 75 ára afmælisdegi Reynis Péturs líka fagnað en meðal viðstaddra var forseti Íslands, dómsmálaráðherra og Ómar Ragnarsson.

„Við erum ekki nógu frekar að troða okkur áfram”

Margar sunnlenskar konur nýtt sér ókeypis rútuferð í boð verkalýðsfélaga til að mæta á samstöðufundinn á Austurvelli í dag. „Við erum ekki nógu frekar að troða okkur áfram, en þetta er að koma,” segir ein af konunum, sem nýtti sér rútuferðina .

Álftir búnar að éta upp átta hektara af korni hjá Björgvini bónda

Kornbóndi á Suðurlandi hefur orðið fyrir milljóna tjóni í haust vegna álfta, sem hafa étið upp sex til átta hektara af korni hjá honum. Bóndinn segir fuglana sitja um akrana en ekki má fækka þeim þar sem álftin er friðuð. „Alveg glatað“ segir bóndinn.

Rúi og Stúi flottir á sviðinu í Aratungu

„Að gera hlutina sjálfur, ekki stóla alltaf á að einhver annar geri þá“, er boðskapur sýningarinnar „Rúi og Stúi“, sem er fyrsta barnaleikritið, sem Leikdeild Ungmennafélags Biskupstunga sýnir nú í félagsheimilinu Aratungu og var frumsýnt um helgina.

Um 50 list- og menningarviðburðir í boði á Akranesi á Vökudögum

Íbúar á Akranesi eru nú að setja sig í stellingar fyrir ellefu daga lista- og menningarhátíð, Vökudaga, sem hefjast fimmtudaginn 26. október. Boðið verður upp á um fimmtíu menningarviðburði í bæjarfélaginu þessa daga allt frá listsýningum upp í pönktónleika.

Sveitapiltur úr Biskupstungum fékk myndarlegan styrk frá ESB

Þorvaldur Skúli Pálsson, sveitastrákur frá Laugarási í Biskupstungum er kátur þessa dagana því teymi, sem hann stýrir við Háskólasjúkrahúsið í Álaborg var að fá á þriðja hundrað milljóna króna styrk frá Evrópusambandinu (ESB), sem fer í að útbúa gagnvirkt upplýsingaefni vegna stoðkerfisverkja fólks.

Sjá meira