Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. nóvember 2024 20:06 Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri Fjallabyggðar er ánægð með hvað allt gengur vel í sveitarfélaginu en vill þó fá fleira fólk því víða vantar fólk í allskonar vinnur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúum Fjallabyggðar fjölgar og fjölgar enda mikil uppbygging í sveitarfélaginu því víða er verið að byggja og atvinnuástand er með allra besta móti. Ef eitthvað er, þá vantar fólk í hin ýmsu störf og nóg af húsnæði er fyrir alla. Fjallabyggð varð til 11. júní 2006 við sameiningu Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarkaupstaðar eftir sveitarstjórnarkosningar það ár. Sveitarfélagið er nyrst á Tröllaskaga. Flestir íbúar Fjallabyggðar búa í þéttbýliskjörnunum Siglufirði og Ólafsfirði en milli kjarnanna er um 16 kílómetra leið um Héðinsfjarðargöng. „Og okkur er að fjölga en við erum komin upp í tæplega 2.030 íbúa og það er verið að byggja ný íbúðarhús og allskonar þjónustu,” segir Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri Fjallabyggðar. En það er einn galli á gjöf Njarðar, það vantar meira af fólki í Fjallabyggð til að vinna störfin, það eru helstu áhyggjur bæjarstjórans. „Já, ef að einhver er að hugsa sér til flutnings þá er þetta rétti staðurinn. Hér er hægt að fá leikskólapláss frá eins árs aldri. Sem betur fer þá höfum við nú verið að horfa upp á það að unga fólkið er mikið að flytja til baka. Margt fólk, sem hefur farið til náms að það hefur svo náð sér í maka svona eins og gengur og gerist og það er að sýna sig að það er gott að koma til baka,” segir Sigríður. Íbúar Fjallabyggðar eru í dag komnir vel yfir tvö þúsund og þeim fjölgar alltaf smátt og smátt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Veturinn leggst vel í bæjarstjórann og íbúa Fjallabyggðar. „Við höfum gert mikið út á vetrardýrðina og vetrarparadísina hérna því við erum með eitt besta skíðasvæði á landinu og svo höfum við líka verið að gera bæði á Ólafsfirði og Siglufirði út á gönguskíðanámskeið svo ég held að veturinn sé nýja ferðamannatímabilið hérna,” segir bæjarstjóri Fjallabyggðar. Fjallabyggð Mannfjöldi Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Fleiri fréttir Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Sjá meira
Fjallabyggð varð til 11. júní 2006 við sameiningu Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarkaupstaðar eftir sveitarstjórnarkosningar það ár. Sveitarfélagið er nyrst á Tröllaskaga. Flestir íbúar Fjallabyggðar búa í þéttbýliskjörnunum Siglufirði og Ólafsfirði en milli kjarnanna er um 16 kílómetra leið um Héðinsfjarðargöng. „Og okkur er að fjölga en við erum komin upp í tæplega 2.030 íbúa og það er verið að byggja ný íbúðarhús og allskonar þjónustu,” segir Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri Fjallabyggðar. En það er einn galli á gjöf Njarðar, það vantar meira af fólki í Fjallabyggð til að vinna störfin, það eru helstu áhyggjur bæjarstjórans. „Já, ef að einhver er að hugsa sér til flutnings þá er þetta rétti staðurinn. Hér er hægt að fá leikskólapláss frá eins árs aldri. Sem betur fer þá höfum við nú verið að horfa upp á það að unga fólkið er mikið að flytja til baka. Margt fólk, sem hefur farið til náms að það hefur svo náð sér í maka svona eins og gengur og gerist og það er að sýna sig að það er gott að koma til baka,” segir Sigríður. Íbúar Fjallabyggðar eru í dag komnir vel yfir tvö þúsund og þeim fjölgar alltaf smátt og smátt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Veturinn leggst vel í bæjarstjórann og íbúa Fjallabyggðar. „Við höfum gert mikið út á vetrardýrðina og vetrarparadísina hérna því við erum með eitt besta skíðasvæði á landinu og svo höfum við líka verið að gera bæði á Ólafsfirði og Siglufirði út á gönguskíðanámskeið svo ég held að veturinn sé nýja ferðamannatímabilið hérna,” segir bæjarstjóri Fjallabyggðar.
Fjallabyggð Mannfjöldi Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Fleiri fréttir Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Sjá meira