Fréttamaður

Magnús Hlynur Hreiðarsson

Magnús Hlynur flytur fréttir fyrir Stöð 2, Vísi og Bylgjuna. Hann er staðsettur á Selfossi.

Nýjustu greinar eftir höfund

40 þúsund dósir á dag hjá Dósaseli í Reykjanesbæ

Mikil og merkileg starfsemi fer fram í Dósaseli í Reykjanesbæ, sem er verndaður vinnustaður. Þar tekur starfsfólkið á móti fjörutíu þúsund einnota umbúðum á hverjum degi en flokkunarvélar sjá um að umbúðirnar fari á rétta staði.

Íbúum fjölgar og fjölgar í Hveragerði

„Hvergi á landinu hefur verið jafn mikil fjölgun hlutfallslega af íbúum eins og í Hveragerði síðustu tvö árin eða um sjö prósent“. Þetta segir Geir Sveinsson, bæjarstjóri um leið og hann ítrekar að vaxtarverkir fylgi slíkri fjölgun því allir innviðir bæjarfélagsins þurfi að vera í lagi.

Allar 150 kýrnar í fjósinu með nöfn

Vígdögg, Aðalborg, Stjörnuþoka, Lúpína, Hrun, Hrafnöld, Hornauga, Kleópatra , Ljósblá og Flatkaka. Hvaða nöfn skyldu þetta vera? Jú, þetta eru allt nöfn á kúm á bæ í Rangárvallasýslu en allar kýrnar í fjósinu, hundrað og fimmtíu eru með nöfn í stað númera.

Börn með markað í Skrúfunni á Eyrarbakka

Það verður mikið um að vera á Eyrarbakka á morgun, sunnudag því þá munu börn standa fyrir markaði þar sem þau fá tækifæri til að selja handverk, listaverk og gamla dótið sem þau eru hætt að leika sér með. Forseti Íslands hefur boðað komu sína á Eyrarbakka af þessu tilefni.

Mikki refur og Karíus og Baktus á Sólheimum í Grímsnesi

Það eru margar litríkar persónur á Sólheimum í Grímsnesi þessa dagana eins og Mikki refur og Rauðhetta, Karíus og Baktus og ræningjarnir Kasper, Jesper og Jónatan. Hér erum við að tala um uppfærslu Leikfélags Sólheima á leikritinu „Skógarbrúðkaup“.

Bæta þurfi upp­runa­merkingu á mat­vöru

Forsætisráðherra segir ekki boðlegt að upprunamerkingar á matvörum eins og kjöti séu ekki réttar í íslenskum verslunum. Hún segir að það þurfi samstillt átak til að taka á málinu.

Byrjað verður að rukka á jarðvegstippinn á Selfossi

Á fundi bæjarstjórnar Árborgar, sem fór fram í dag voru meðal annars kynnt drög að aðgerðaráætlun í samræmi við samkomulag innviðarráðherra og bæjarstjórnar um fjárhagslegar aðgerðir og eftirlit með sveitarfélaginu vegna 27 milljarða skulda þess.

Sjá meira