Íslenskir veitingamenn gera það gott á Tenerife Íslenskir veitingamenn hafa meira en nóg að gera á Tenerife við að þjóna ferðamönnum og heimamönnum. Íslendingum finnst líka frábært að geta farið á íslenska veitingastaði þó kjötsúpa sé ekki í boði. 11.2.2023 21:05
Bráðamóttakan á Selfossi - Erfið staða um helgina Vegna alvarlegrar manneklu á Bráðamóttökunni á Selfossi verður erfið staða á deildinni um helgina. Alvarlegum veikindum og slysum verður þó áfram sinnt. Hjúkrunarfræðingar verða við vinnu og meta veikindi þeirra, sem leita á móttökuna en læknisþjónusta verður skert. 11.2.2023 15:03
Þung staða á bráðamóttökunni á Selfossi Þung staða er á bráðamóttökunni á Selfossi vegna manneklu. Erfiðlega hefur gengið að manna læknavaktir og biðtími á bráðamóttökunni hefur því lengst töluvert. Forstjóri segir forgangsraða þurfi tilfellum eftir alvarleika en að bráðum veikindum og slysum verði sinnt. 11.2.2023 13:42
Mjólkurgrautur og slátur í Hrísey og þorrablót í kvöld Íbúar í Hrísey komu nú saman í hádeginu til að gæða sér á mjólkurgraut og slátri og í kvöld er þorrablót í eyjunni. Þá er haldið upp á 112 daginn og kökubasar verður líka í eyjunni í dag . 11.2.2023 12:01
Fjórar umsóknir um stöðu prest í Árborgarprestakalli Nýlega var auglýst laus staða prests í Árborgarprestakalli og rann umsóknarfrestur út á miðnætti 7. febrúar. Fjórar umsóknir bárust um starfið en einn umsækjandi óskar nafnleyndar. 10.2.2023 10:05
90 milljónir í snjómokstur í Árborg á hálfum mánuði Kostnaður Sveitarfélagsins Árborgar vegna snjómoksturs eftir mikið fannfergi frá miðjum desember síðastliðins til 31. desember er um 90 milljónir króna. 9.2.2023 10:05
Þúsundir Íslendinga sleikja sólina á Tenerife Á meðan landsmenn búa við rysjótt veður viku eftir viku þá njóta þúsundir Íslendinga veðurblíðunnar á Tenerife til skemmri eða lengri tíma. 8.2.2023 21:01
Kýrin Fata mjólkar mest allra kúa á Íslandi Afurðahæsta kýr landsins á nýliðnu ári er Fata á bænum Gunnbjarnarholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Fata, sem er að verða átta ára og hefur eignast fimm kálfa, þar af tvær kvígur mjólkaði tæplega fimmtán þúsund lítra af mjólk á 11 mánaða tímabili. 28.1.2023 10:23
Fjögurra ára og hámar í sig súrmat Fjögurra ára strákur á Suðurnesjum er engum líkur þegar kemur að því að borða súrmat því hann elskar ekkert meira en að borða súra lundabagga, hrútspunga, slátur og súran hval. Þá er hann líka sólgin í hákarl og drekkur mysu eins og mjólk. 26.1.2023 20:05
Heimaspítali á Selfossi - Nýjung í heilbrigðiskerfinu Heimaspítali er ný þjónusta fyrir aldraða á vegum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands þar sem læknir og hjúkrunarfræðingur heimsækja skjólstæðinga sína með stuðningsmeðferð í heimahúsi. Tilgangurinn er að fækka innlögnum á bráðamóttöku og sjúkrahús. 25.1.2023 20:06