„Ég hætti þegar ég er dauður” – Segir 86 ára prentari á Egilsstöðum Á sama tíma og prentsmiðjum landsins fækkar og fækkar þá hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikið að gera eins og hjá Héraðsprenti á Egilsstöðum. Eigandinn og prentsmiðjustjórinn, sem stendur vaktina alla daga verður 86 ára á árinu og gefur ekki tommu eftir við að stýra fyrirtækinu. 22.1.2023 21:00
Myndasafni Bærings í Grundarfirði komið á stafrænt form Myndasafn og myndavélar Bærings Cecilssonar í Grundarfirði vekja alltaf jafn mikla athygli en safnið og búnaðurinn er til sýnis í „Bæringsstofu“ í sögumiðstöð bæjarfélagsins. Bæring var fréttaritari í Grundarfirði til fjölda ára. Nú er unnið að því að koma öllum ljósmyndum Bærings á starfrænt form. 21.1.2023 21:05
Framkvæmdir á Litla Hrauni fyrir tvo milljarða Nú styttist óðum í að miklar framkvæmdir hefjist við fangelsið á Litla Hrauni á Eyrarbakka en þar á að fara að byggja nýtt þjónustuhús, nýja varðstofu og nýtt fjölnotahús. Kostnaður er um tveir milljarðar króna. 21.1.2023 13:05
Ár flæddu hvergi yfir bakka sína á Suðurlandi Ekki flæddi yfir bakka neinna áa á Suðurlandi í dag og mikil rigning hafði hvergi teljanleg áhrif á svæðinu. Ölfusá við Selfoss hefur hagað sér vel en áfram verður þó fylgst grannt með rennsli árinnar en ekki hefur sést eins mikill ís í ánni í hálfa öld. 20.1.2023 21:30
Búið að rjúfa veginn við Stóru Laxá Nú er búið að rjúfa Skeiða- og Hrunamannaveg til að verja nýja tvíbreiða brú, sem er verið að smíða yfir Stóru Laxá í ljósi asahlákunnar framundan. 19.1.2023 21:00
Óttast flóð í Ölfusá vegna mikillar hláku framundan Formaður Almannavarnaráðs Árborgar hvetur íbúa á Selfossi að vera ekki á óþarfa vappi í kringum Ölfusá á föstudaginn þegar spáð er asahláku á svæðinu. Elstu menn muna ekki jafn mikinn klaka í ánni eins og þessa dagana. 17.1.2023 21:30
Hressir og skemmtilegir Grundfirðingar Félagar í Félagi eldri borgara í Grundarfirði passa vel upp á hvert annað og njóta þess að koma saman til að eiga góðar stundir og til að fara yfir málefni líðandi stundar, hlæja saman og njóta góðra veitinga. Þá er dansað þegar harmonikuspilari mætir á svæðið. 16.1.2023 20:06
Nemendur mega taka sér blund í Keili Nám í Keili á Suðurnesjunum er alltaf að verða vinsælla og vinsælla en nú eru þar um átta hundruð nemendur í fjölbreyttu námi. Mikil áhersla er á huggulegt umhverfi í kennslustofum og gefst nemendum meira að segja kostur á að halla sér út af í kennslutímum og taka sér fimm mínútna blund ef svo ber undir. 15.1.2023 20:04
Skáli byggður yfir nýja tvöfalda brú yfir Stóru Laxá Ökumenn, sem aka yfir brúna yfir Stóru Laxá í Hrunamannahreppi skammt frá Flúðum verða margir undrandi þessa dagana því við hlið brúarinnar er búið að reisa stærðar skála með plasti yfir, sem nær yfir nýja tvíbreiða brú, sem er verið að byggja á staðnum. 15.1.2023 16:06
Graskögglaverksmiðja reist við Húsavík? Nú er unnið að því að koma upp Graskögglaverksmiðju við Húsavík með nýtingu jarðhita við Hveravelli í Reykjahverfi. Kostnaður við byggingu verksmiðjunnar er um tveir milljarðar króna en hún mun taka til starfa 2025 ef allt gengur upp. 15.1.2023 15:16
Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent