Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Billie Eilish var stóri sigurvegarinn á AMA-hátíðinni í Las Vegas í gær og vann í öllum sjö flokkunum sem hún var tilnefnd í, þar á meðal fyrir plötu og lag ársins. Beyonce fékk tvenn kántríverðlaun og Eminem vann til verðlauna á hátíðinni í fyrsta sinn í fimmtán ár. 27.5.2025 08:46
Margrét Hauksdóttir er látin Margrét Hauksdóttir, húsmóðir og fyrrverandi ráðherrafrú, varð bráðkvödd í sumarhúsi sínu á Hallandaengjum í Flóa í fyrradag, sjötíu ára að aldri. Hún lætur eftir sig eiginmanninn Guðna Ágústsson, dæturnar Brynju, Agnesi og Sigurbjörgu og sjö barnabörn. 27.5.2025 07:46
Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra er sögð hafa boðið Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara að taka við embætti vararíkislögreglustjóra, sem ekki hefur verið skipað í frá 2010. 27.5.2025 06:45
„Við erum klár í bátana og með sterka innviði“ Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir engan bilbug að finna á Vinstri grænum sem muni bjóða fram í næstu sveitarstjórnarkosningum og spár um dauða flokksins séu ótímabærar. Engin formleg samtöl hafi verið milli VG og annarra flokka um sameiginleg framboð. Sveitarstjórnarfólk ræði þó sín á milli. 26.5.2025 11:26
Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Algengustu staðir líkamans þar sem sortuæxli myndast eru mismunandi milli kynja. Karlar fá helst sortuæxli á búkinn meðan konur fá helst sortuæxli á mjaðmir og fótleggina. 26.5.2025 09:09
Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Vladímír Pútín Rússlandsforseta „algjörlega genginn af göflunum“ í kjölfar loftárása Rússa á Úkraínu um helgina. Ágengni Pútín muni leiða til falls Rússlands og segist Trump íhuga frekari refsiaðgerðir gegn Rússum. 26.5.2025 07:06
Gómuðu fíkniefnasala sem flúði á hlaupahjóli Maður grunaður um fíkniefnasölu flúði undan lögreglu á hlaupahjóli. Lögreglumenn eltu manninn uppi og reyndist hann vera með nokkuð magn fíkniefna á sér og töluverða fjármuni. Maðurinn reyndist ekki vera með fullnægjandi skilríki og var vistaður í fangaklefa. 26.5.2025 06:34
Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sigurbjörn Markússon varð í byrjun maí Englandsmeistari í handbolta með liði Oxford-háskóla. Um helgina vann liðið Ofurbikarinn breska og komst í umspil um sæti í Evrópubikarnum. Næst á dagskrá hjá Sigurbirni er að ljúka við doktorsritgerð í lífefnafræði. 25.5.2025 07:16
Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Á næstu fimm árum verða til 1.987 ný leikskólapláss, sem dreifast á hverfi borgarinnar, samkvæmt tillögum sem borgarráð samþykkti í dag. Flest leikskólapláss bætast við í Háaleitis- og Bústaðahverfi, 521 talsins, og næstflest í Vesturbæ, 418 talsins. 22.5.2025 15:44
Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Saga Garðarsdóttir fylgdi eftir heimsfrumsýningu Ástarinnar sem eftir er í Cannes um helgina. Hún drakk stjörnuorkuna í sig á rauða dreglinum og sló Bill Murray henni gullhamra. Myndin sé falleg, fyndin og furðuleg og leiki sér að mörkum raunsæis og súrrealisma. 22.5.2025 14:08