Ekki líkamlega erfið verkefni en reyna mjög á andlega Aðgerðarstjóri björgunarsveitarinnar Suðurnes segir verkefnin í Grindavík síðustu daga hafa reynt mikið á björgunarsveitafólk. Verkefnin séu ekki erfið líkamlega en reyni mikið á andlegu hliðina. Hann á von á að ástandið verði viðvarandi næstu mánuðina. 17.11.2023 13:57
Starfshópur skipaður til að finna lausnir á húsnæði fyrir Grindvíkinga Innviðaráðherra hefur skipað starfshóp sem hefur það hlutverk að greina og kynna lausnir fyrir húsnæði fyrir Grindvíkinga, með áherslu á uppbyggingu nýrra húsnæðiseininga, vegna afleiðinga náttúruhamfara við Grindavík. 17.11.2023 12:56
Telur gos ennþá yfirvofandi: Yrði ekki stórt en staðsetning erfið Jarðeðlisfræðingur segir enn líklegustu sviðsmyndina að það muni gjósa á Reykjanesskaga, fyrst kvika streymi enn í kvikuganginn. Þó yrði það gos líklega ekki stórt og meira í líkingu við gos undanfarinna ára. 17.11.2023 12:12
„Aldrei fara út í búð ef þú ert pirraður eða illa fyrir kallaður“ Yfir helmingur félagsfólks VR hefur orðið fyrir áreitni eða ofbeldi í störfum sínum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar sem formaður segir þyngri en tárum taki. Verst er staðan hjá konum á aldrinum 25-34 ára. 17.11.2023 09:08
Vaktin: Nýtt kerfi fyrir Grindvíkinga Um 1400 jarðskjálftar hafa mælst við kvikuganginn á Reykjanesinu frá miðnætti. Mest er um smáskjálfta undir 1 að stærð, en í morgun kl. 6.35 mældist skjálfti við Hagafell sem var 3.0 að stærð. 17.11.2023 06:34
Allt eðlilegt í óeðlilegum aðstæðum Sálfræðingur segir eðlilegt að íbúar Grindavíkur upplifi fjölbreyttar tilfinningar þessa dagana. Langvarandi óvissu geti fylgt mikil streita sem fólk takist á við með misjöfnum hætti. Áfallaviðbrögð geti brotist út í öllu frá ótta, reiði og sorg upp í ógleði, svima og brenglað tímaskyn. Mikilvægt sé að upplýsa börn um stöðuna. 16.11.2023 21:00
Grindvíkingum boðið í sund, á söfn og á íþróttaæfingar Borgarráð samþykkti í dag að greitt yrði fyrir aðgengi Grindvíkinga að fjölbreyttri þjónustu í Reykjavík. Þá var verkaskipting varðandi skólamál til umræðu. Fáni Grindavíkurbæjar var dreginn að húni við Ráðhúsið. 16.11.2023 15:36
Aukið viðbragð í kjölfar grunsamlegra mannaferða Löggæsla í Grindavík hefur verið aukin eftir að tilkynningar bárust um grunsamlegar mannaferðir að næturlagi. Lögregla stendur nú vaktina allan sólarhringinn. Fjölmiðlum er hins vegar meinaður aðgangur að bænum í dag. 16.11.2023 12:05
Tæplega tvö hundruð Venesúelamenn yfirgáfu landið í gær Tæplega tvö hundruð Venesúelamönnum, sem synjað hafði verið um alþjóðlega vernd, fóru úr landi í gær og var flogið með beinu flugi til Venesúela. 16.11.2023 08:57
Vaktin: Rafmagn komið á ný Um það bil 400 jarðskjálftar hafa mælst við kvikuganginn á Reykjanesi frá því á miðnætti. Stefnt er að því að halda áfram að hleypa Grindvíkinum heim til sín í dag til að bjarga því sem bjargað verður. 16.11.2023 06:31