Telur gos ennþá yfirvofandi: Yrði ekki stórt en staðsetning erfið Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 17. nóvember 2023 12:12 Jarðfræðingurinn Magnús Tumi er enn á því að líklegasta sviðsmynd umbrotanna á Reykjanesskaga sé að þau endi með eldgosi. Vísir/Einar Jarðeðlisfræðingur segir enn líklegustu sviðsmyndina að það muni gjósa á Reykjanesskaga, fyrst kvika streymi enn í kvikuganginn. Þó yrði það gos líklega ekki stórt og meira í líkingu við gos undanfarinna ára. Vika er síðan Grindavíkurbær var rýmdur í kjölfar ákafrar jarðskjálftahrinu og kvikusöfnunar undir bænum. Talið var að kvikuflæðið væri hátt í hundrað rúmmetrar á sekúndu inn í kvikugangin. Síðan hefur hægst mikið á innrennslinu en það hefur ekki hætt. „Kvika er að renna inn í ganginn en hún fer alltaf minnkandi,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðfræðingur. „Það er í sjálfu sér góðar fréttir, það bendir til þess að ef það gýs, sem við verðum að telja líklegt á meðan kvika flæðir enn inn, þá yrði það gos ekki stórt.“ Líkleg staðsetning mögulegs goss væri hinsvegar erfið. Grindavík og orkuverið væru mjög berskjölduð, en tíminn vinni með fólki þar sem undirbúningur varnargarða sé í fullum gangi. Bæði sammála og ósammála Haraldi Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur sagði í viðtali á Vísi í morgun að hann telji flekahreyfingar orsök umbrotanna á Reykjanesskaga. Hann segir kvikuna sem kunni að gutla á um eins kílómetra dýpi í kvikuganginum, sennilega ekki nægjanlega til að valda eldgosi. Magnús Tumi segir það samdóma álit vísindamanna að undirliggjandi ástæða umbrotanna séu flekahreyfingar. Landið er að gliðna í sundur, það er það sama og ég var að segja, bara orðað aðeins öðruvísi. „Það getur vel verið að kvikan nái ekki til yfirborðs og við sjáum merki um að hana langar svo sem ekkert lengra ef svo má að orði komast, þrýstingur er ekki nægur,“ segir Magnús Tumi. „En ef hún nær ekki að gliðna, ef það næst ekki að togast eða ýtast meira í sundur og kvika heldur áfram að streyma þá getur þetta endað með gosi. Það er svona sú sviðsmynd sem við teljum að ekki sé hægt að draga neitt úr enn sem komið er.“ „Aflögunin og virknin er miklu meiri norðar og þar er langmest opnun. Gliðnunin er mest nálægt miðjunni og þar er líklegt að gjósi.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Vika er síðan Grindavíkurbær var rýmdur í kjölfar ákafrar jarðskjálftahrinu og kvikusöfnunar undir bænum. Talið var að kvikuflæðið væri hátt í hundrað rúmmetrar á sekúndu inn í kvikugangin. Síðan hefur hægst mikið á innrennslinu en það hefur ekki hætt. „Kvika er að renna inn í ganginn en hún fer alltaf minnkandi,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðfræðingur. „Það er í sjálfu sér góðar fréttir, það bendir til þess að ef það gýs, sem við verðum að telja líklegt á meðan kvika flæðir enn inn, þá yrði það gos ekki stórt.“ Líkleg staðsetning mögulegs goss væri hinsvegar erfið. Grindavík og orkuverið væru mjög berskjölduð, en tíminn vinni með fólki þar sem undirbúningur varnargarða sé í fullum gangi. Bæði sammála og ósammála Haraldi Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur sagði í viðtali á Vísi í morgun að hann telji flekahreyfingar orsök umbrotanna á Reykjanesskaga. Hann segir kvikuna sem kunni að gutla á um eins kílómetra dýpi í kvikuganginum, sennilega ekki nægjanlega til að valda eldgosi. Magnús Tumi segir það samdóma álit vísindamanna að undirliggjandi ástæða umbrotanna séu flekahreyfingar. Landið er að gliðna í sundur, það er það sama og ég var að segja, bara orðað aðeins öðruvísi. „Það getur vel verið að kvikan nái ekki til yfirborðs og við sjáum merki um að hana langar svo sem ekkert lengra ef svo má að orði komast, þrýstingur er ekki nægur,“ segir Magnús Tumi. „En ef hún nær ekki að gliðna, ef það næst ekki að togast eða ýtast meira í sundur og kvika heldur áfram að streyma þá getur þetta endað með gosi. Það er svona sú sviðsmynd sem við teljum að ekki sé hægt að draga neitt úr enn sem komið er.“ „Aflögunin og virknin er miklu meiri norðar og þar er langmest opnun. Gliðnunin er mest nálægt miðjunni og þar er líklegt að gjósi.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira