Fréttamaður

Margrét Björk Jónsdóttir

Margrét Björk er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Leið vítiskvalir með áldós fasta í gogginum

Aflífa þurfti unga grágæs sem fannst illa á sig komin við andapollinn á Reyðarfirði í síðustu viku. Gæsin hafði verið með áldós fasta í gogginum í tvo sólarhringa og liðið vítiskvalir.

„Svaka­leg“ markað­setning hjá sól­baðs­stofum landsins

Merki eru um að ungmenni sæki í síauknum mæli í ljósabekki. Húðlæknir segir markaðsetningu villandi en dæmi séu um að sólbaðstofur auglýsi ljósabekki sem sagðir eru auka collagen framleiðslu húðarinnar og séu d-vítamínbætandi. Hún telur að banna ætti ljósabekkjanotkun algjörlega hér á landi. 

„Manneskjan sem ég var dó með Alexöndru“

Hjón sem misstu tuttugu mánaða dóttur sína úr bráðri heilahimnubólgu fyrir rúmu ári hafa glímt við sorg, svartnætti, sjálfsvígshugsanir og ítrekaðan fósturmissi síðasta árið. Þau láta sig dreyma um Alexöndruróló, leikvöll til minningar um litlu stúlkuna þeirra, mesta stuðbolta sem hægt var að ímynda sér. 

„Þessi ó­­vissa er al­­gjör mar­tröð“

Enn hefur ekkert spurst til Magnúsar Kristins Magnússonar, 36 ára,sem hvarf í Dóminíska Lýðveldinu fyrir tæpum tveimur vikum. Systir hans segir vonina um góðar fréttir minnka með hverjum degi.

Hvæsandi rostungur leit við á Raufar­höfn

Fjöldi íbúa á Raufarhöfn safnaðist saman við fjöru í bænum í dag, til að berja rostung augum sem þar hafði gert sig heimankominn. Honum virðist ekki hafa líkað athyglin sérstaklega vel en hann yfirgaf svæðið fyrir stundu.

Sleppt úr haldi eftir yfirheyrslur

Mönnunum þremur sem handteknir voru í aðgerðum sérsveitarinnar í gær í Flúðaseli í Breiðholti, hefur verið sleppt úr haldi.

Henti jógúrti í hús og aðrir reyktu kanna­bis í rusla­geymslu

Gærkvöldið og nóttin voru nokkuð annasöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Óskað var eftir aðstoð lögreglu vegna líkamsárásar í miðbænum.Meðal annarra verkefna voru útköll vegna manns sem henti jógúrti í hús og annarra sem reyktu kannabis í ruslageymslu. 

Sjá meira