Fréttamaður

Margrét Helga Erlingsdóttir

Margrét Helga er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Orð­ræðan gefi til kynna alls­herjar­stríð, til­færslu og eyði­leggingu

Magnús Þorkell Bernharðsson, sagnfræðiprófessor við Williams háskóla í Bandaríkjunum og sérfræðingur í sögu Mið-Austurlanda segir líkur á að fleiri ríki muni brátt dragast inn í stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann segir að fyrir Ísraelsmönnum vaki að binda enda á samfélag Palestínumanna á Gasa og búa þar til nýtt samfélag, sé tekið mið af orðræðu ráðamanna.

Land rís enn og á­fram talið lík­legast að gjósi

Land rís áfram jafnt og þétt við Svartsengi og það er mat náttúruvársérfræðinga að líklegast sé að þessi atburður endi með gosi líkt og gerðist þann 18. desember. Tugir skjálfta mælast á svæðinu á hverjum sólarhring.

Fá leyfi til að vera á­fram: „Baráttuviljinn það síðasta sem má missa“

Aðgerðasinnar, sem hafa staðið fyrir mótmælum til að knýja á um að stjórnvöld hjálpi dvalarleyfishöfum á Gasa að komast út af svæðinu, fengu í dag leyfi frá Reykjavíkurborg til að vera áfram með tjaldbúðirnar á Austurvelli. Fólkið hefur almennt mætt velvild en þó með tveimur alvarlegum undantekningum.

Spáð í forsetaspilin

Fréttastofa fór á stúfana í dag og ræddi við fólk á förnum vegi um þau tíðindi að Guðni Th. Jóhannesson forseti hefði ákveðið að láta gott heita eftir tvö kjörtímabil í embætti. Fólk var spurt hvaða manneskju það vildi sjá í embætti forseta Íslands næst.

Land­læknir, ráð­herrar og rit­höfundar orðaðir við Bessa­staði

Forystufólk í heilbrigðiskerfinu, ráðherrar og rithöfundar eru orðaðir við forsetaframboð í sumar. Almannatengill býst við fjörugum kappræðum og mörgum frambjóðendum. Hann telur að sagan muni fara mjúkum höndum um núverandi forseta og ákvörðun hans um að láta gott heita.

„Ég hef enga eftir­sjá“

„Hér sit ég sjö mánuði enn, eftir það geri ég fastlega ráð fyrir því að sinna fræða og rannsóknarstörfum, hverfa á ný í þann heim sem ég kom úr. En annars veit ég ekkert hvað framtíðin beri í skauti sér þar fyrir utan. Við látum það ráðast,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, sem tilkynnti í gær að hann ætlaði að láta tvö kjörtímabil nægja og ætlar ekki að gefa kost á sér aftur.

Gefur ekkert fyrir tal um ó­mögu­leika og vill senda út full­trúa til að hjálpa

Ríkisstjórnin segir í skoðun hvernig hægt sé að ná fólki með dvalarleyfi á Íslandi út úr Gasa en dómsmálaráðherra segir stöðuna flókna og að horft sé til hinna Norðurlandaþjóðanna og fullyrðir að þar hafi engar fjölskyldusameiningar átt sér stað. Íslensk baráttukona gefur lítið fyrir tal um ómöguleika og segir að Ísland þurfi, eins og aðrar þjóðir, að senda sinn fulltrúa út til hjálpar fólkinu.

Skilur ör­væntinguna en segir málið flókið og í skoðun

Ef fram heldur sem horfir á Gasa verða brátt engar fjölskyldur til að sameina á Íslandi. Þetta segja aðgerðasinnar á Austurvelli. Ráðherrar funduðu um stöðu fólksins sem fast er á Gasa í morgun. Félagsmálaráðherra segir stöðuna flókna og að verið sé að kanna hvaða möguleikar séu í stöðunni. Hann kveðst skilja örvæntingu Palestínumannanna.

Stelpur moka fyrir gott mál­efni

Þrjár harðduglegar ellefu ára stúlkur safna nú fyrir Barnaspítala Hringsins með því að moka innkeyrslur og tröppur hjá fólki. Þetta gera stúlkurnar af mikilli hjartagæsku og hugsjón því þær þekkja til spítalans.

Fjöl­skylda fjór­tán ára drengs föst á Gasa

Palestínskur drengur biðlar til stjórnvalda að koma foreldrum sínum og systkinum út úr Gasa. Í nótt gisti hann, í reginkulda, í tjaldi á Austurvelli og þar hyggst hann og fleiri Palestínumenn dvelja þar til fjölskyldur þeirra eru komnar í öruggt skjól. Þingmaður Pírata segir orð ekki duga til, nú þurfi aðgerðir.

Sjá meira