„Það verða færri verkefni og mögulega með minni stuðningi“ Frestun fjárfestingarátaks í kvikmyndagerð þýðir einfaldlega færri verkefni og minni stuðningur að sögn Laufeyjar Guðjónsdóttur, forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Í nýju fjárlagafrumvarpi er lagt til að fjárframlög til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og Kvikmyndasjóðs lækki um tæpan þriðjung. 14.9.2022 14:28
Fjöldi kvenna í Kvennaathvarfinu þegar orðinn meiri en í fyrra Fleiri konur og börn hafa dvalið í Kvennaathvarfinu það sem af er ári en gerðu allt árið í fyrra. Aðsókn í viðtalsþjónustu athvarfsins hefur þá margfaldast frá árinu 2021. 13.9.2022 14:27
Viðbragðsaðilar funduðu vegna yfirstandandi skjálftahrinu Viðbragðsaðilar á Norðurlandi funduðu nú síðdegis með Veðurstofu Íslands vegna yfirstandandi skjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi en fleiri en tuttugu skjálftar sem mældust þrír eða stærri hafa riðið yfir frá miðnætti. 12.9.2022 16:49
Staðfesta stjórnunar-og verndaráætlun fyrir „þjóðargersemi“ Í nýstaðfestri stjórnunar- og verndaráætlun Geysissvæðisins eru leiðir kynntar til að tryggja að markmið friðlýsingarinnar frá 2020 nái fram að ganga. Áhersla erlögð á verndun, ferðamennsku og vísindarannsóknir. Umhverfisráðherra segir áætlunina mikilvægan áfanga. Geysissvæðið hafi sérstaka þýðingu fyrir alla landsmenn og reyndar gjörvalla heimsbyggðina. 12.9.2022 13:08
Lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftanna Lýst hefur verið yfir óvissustigi almannavarna vegna yfirstandandi kraftmikillar jarðskjálftahrinu í námunda við Grímsey. Ríkislögreglustjóri tekur þessa ákvörðun í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra. 9.9.2022 16:24
Telur að spurningar um tilgang krúnunnar verði áleitnari eftir fráfall Elísabetar Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, telur að spurningin um tilgang krúnunnar muni leita ákaft á breskan almenning og á þjóðir Breska samveldisins í kjölfar fráfalls Elísabetar Bretlandsdrottningar. Hann segir sjálfsmynd bresku þjóðarinnar vera á hreyfingu nú á miklu umbreytingaskeiði en að fráfall þjóðarleiðtoga sem naut virðingar og hylli muni, til skamms tíma, hafa sameinandi áhrif á bresku þjóðina. 9.9.2022 14:00
Hélt að herbergisfélagarnir væru í slagsmálum þegar skjálftinn reið yfir Þrír ferðalangar frá Wisconsin í Bandaríkjunum vöknuðu upp með andfælum í nótt þegar jarðskjálfti upp á 4,9 að stærðreið yfir um tólf kílómetra austur af Grímsey þar sem þeir dvelja. Einn þeirra segir að það hafi verið magnað að heyra drunurnar sem fylgdu skjálftanum. 8.9.2022 13:12
Fólk í fjölskyldu-eða nágrannaerjum misnoti ábendingakerfi MAST Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri Matvælastofnunar, segir að starfsfólk stofnunarinnar geti ekki varið sig þegar gagnrýnin umræða fari af stað um stofnunina. Það hafi ekki til þess heimild. 7.9.2022 16:52
Lífinu snúið á hvolf við krabbameinsgreiningu Þau sem greinast með krabbamein sjá lífið í nýju ljósi og þurfa að fóta sig í nýjum veruleika. Þetta segir Erna Magnúsdóttir, forstöðukona Ljóssins, endurhæfingarmiðstöðvar fyrir krabbameinsgreinda en Ljósið hefur ýtt úr vör nýrri Ljósavinaherferð til að styðja við starfið. 7.9.2022 13:36
Stjórnsýsluúttekt á lokametrunum sem muni „vekja athygli“ Úttekt ríkisendurskoðunar á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka er á lokametrunum og styttist mjög í að hún fari í umsagnarferli. Guðmundur Björgvin Helgason, ríkisendurskoðandi, treysti sér ekki til að nefna dagsetningu í þessu samhengi en sagði ljóst að úttektin verði tilbúin fyrir lok þessa mánaðar. 6.9.2022 15:37