Forstöðumaðurinn nýbúinn að frétta af tilslökunum Nýjar sóttvarnareglur fyrir skíðasvæði tóku óvænt gildi í morgun. Fréttirnar komu forstöðumanni Hlíðarfjalls í opna skjöldu enda bárust þær honum klukkan hálf tíu í morgun. 19.2.2021 12:11
Atvinnuleysi á Íslandi það mesta á Norðurlöndunum Hér á landi mælist atvinnuleysi mest í samanburði við hinar norrænu þjóðirnar. Atvinnuleysi á Íslandi mældist 11,6% í janúar. Þetta er í fyrsta skipið sem Ísland ber þennan titil í atvinnumálum sé miðað við síðustu áratugi. 18.2.2021 14:50
Filippus prins lagður inn á spítala Filippus prins, hertogi af Edinborg, var í gærkvöldi lagður inn á spítala í Lundúnum vegna ótilgreindra veikinda. 17.2.2021 14:28
Yfirlögregluþjónn býst við að rýming standi fram yfir hádegi Yfirlögregluþjónn á Austurlandi á frekar von á því að rýming um fimmtíu húsa á Seyðisfirði muni standa eitthvað áfram en Veðurstofan mun nýta gluggann nú í hádeginu þegar styttir upp til að meta stöðugleika hlíðarinnar. 17.2.2021 12:02
Bóluefni Janssen komið á borð evrópsku lyfjastofnunarinnar Lyfjastofnun Evrópu hefur borist umsókn um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni Janssen, sem er dótturfélag bandaríska lyfjaframleiðandans Johnson og Johnson. 16.2.2021 18:33
Öryggistilfinningin komi ekki að fullu aftur fyrr en með nýju hættumati Íbúar Seyðisfjarðar eru margir hverjir orðnir langþreyttir á að búa við ógn og rýmingu en þrátt fyrir allt sem á undan hefur gengið takast þeir á við ástandið af fádæma æðruleysi. Þetta segir forseti sveitarstjórnar Múlaþings. 15.2.2021 14:32
Ekið á gangandi vegfaranda á Akureyri Um eittleytið í dag varð umferðarslys á Glerárgötu við Grænugötu á Akureyri en ekið var á gangandi vegfaranda. 12.2.2021 14:23
Enginn með virkt smit á Landspítalanum og gleðin allsráðandi Þeim árangri hefur verið náð í baráttunni gegn kórónuveirunni innanlands að nú liggur enginn inni á Landspítalanum með virkt COVID-19 smit. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar spítalans, segir að í hugum heilbrigðisstarfsfólksins sé þetta afar sérstakur dagur og skyldi engan undra því starfsfólk spítalans hefur borið hitann og þungann af þeirri erfiðisvinnu sem felst í því að hlúa að þeim sem verst hafa orðið fyrir barðinu á veirunni. 11.2.2021 16:21
Upplýst umræða um Pfizer rannsóknina verði að fara fram Þrír prófessorar og tveir dósentar í heimspeki kalla eftir upplýsingum frá sóttvarnayfirvöldum um mögulega fjórða fasa rannsókn Pfizer hér á landi. Aðeins þannig geti upplýst samfélagsumræða farið fram sem sé afar mikilvæg í tengslum við rannsókn af slíkri stærðargráðu og raun ber vitni. 9.2.2021 12:32
Kæmi ekki á óvart þótt fastagestir fagni með því að taka lagið Kráareigendur mega nú opna staði sína á ný eftir marga mánaða lokun. Einum af eigendum Götubarsins á Akureyri kæmi hreint ekki á óvart þótt einhver fastagestanna fagnaði opnun staðarins með því að spreyta sig á vel sótthreinsuðum flygli. 8.2.2021 14:45