Fréttamaður

Oddur Ævar Gunnarsson

Oddur Ævar er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Með fimm manna fjöl­skyldu inni á systur sinni og reiður stjórn­völdum

Grindvíkingur sem gistir með fimm manna fjölskyldu sína hjá systur sinni í Keflavík segir að sér þyki viðbrögð stjórnvalda við jarðhræringum í Grindavík máttlaus. Ekki sé haldið nógu vel utan um Grindvíkinga, sem margir hverjir geti ekki hugsað sér að snúa aftur í bæinn en sitji uppi með verðlausar eignir í fanginu.

„Það fóru allar sí­renur í gang“

Björgvin Hrafn Ámundarson var að sækja dót með systur sinni í Grindavík þegar sírenur fóru í gang og bærinn var rýmdur. Hann segir fólk hafa verið óttaslegið og tíma hafi tekið fyrir fólk að rata úr bænum.

„Þetta verður bara rutt niður“

Sigurður Óli Sigurðsson, íbúi í Grindavík, átti ekki von á því að húsið sitt yrði ónýtt þegar hann mætti aftur til bæjarins í dag til að sækja nauðsynjar. Húsið er sigið og nota þurfti kúbein til að komast inn.

Sorg­legt að sjá hús for­eldra sinna gjöreyðileggjast

Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri hjá Þorbirni hf., er hluti af teymi fyrirtækisins sem ætlar að bjarga miklum verðmætum í fiski í Grindavík. Hann ætlar sér að flytja aftur til Grindavíkur og segir sorg í sér að horfa upp á hús foreldra sinna gjöreyðileggjast.

Sigdalurinn seig í nótt og strangara eftir­lit

Sigdalur undir Grindavík seig í nótt og verða viðbragðsaðilar með strangara eftirlit við aðgerðir vegna björgun nauðsynja í bænum í dag. Gæslustjóri segir vel hafa gengið það sem af er degi.

Féll af hjóli í Urriðaholti

Einstaklingur á hjóli var fluttur á slysadeild til skoðunar eftir umferðarslys á Holtsvegi í Urriðaholti í Garðabæ í morgun.

„Við báðum um lítinn púða en fengum Teslu“

Karlmanni með heilabilunarsjúkdóminn Lewy body hefur þrisvar sinnum verið synjað af Sjúkratryggingum Íslands um að fá niðurgreiddan sérstakan stuðningspúða. Púðinn kostar rúmar 180 þúsund krónur. Á endanum fékk maðurinn styrk fyrir sérstökum hjólastól í staðinn. Sá kostar rúmar 790 þúsund krónur.

Sjá meira