„Flugvélin er farin og Edda er enn á Hólmsheiði“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. desember 2023 08:45 Leiðin að Hólmsheiði var teppt í nótt. „Við erum farin. Flugvélin er farin og Edda er enn á Hólmsheiði,“ segir Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar Arnardóttur. Um sautján bílar lokuðu aðkomunni að fangelsinu í nótt. Ragnheiður segir að hópnum hafi því tekist markmið sitt, að koma í veg fyrir að Edda yrði flutt úr landi áður en að úrskurður Landsréttar um gæsluvarðhald liggur fyrir. Til stóð að afhenda Eddu norskum yfirvöldum í nótt. Edda sætir nú gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði. Hún var handtekin í vikunni á grundvelli norrænnar handtökuskipunar vegna forræðisdeilna við eiginmann sinn fyrrverandi. Sá er íslenskur og býr í Noregi og fer einn með forsjá þriggja sona þeirra. „Þau hættu við að flytja hana af því að við mættum. Þau sögðu henni það í nótt, að þau vissu ekki hvernig þau ættu að snúa sér í þessu,“ segir Ragnheiður, systir hennar í samtali við Vísi. Hún segist hafa rætt við systur sína í síma í morgun og mun fá að hitta systur sína síðar í dag. Edda hafi eðli málsins samkvæmt verið fegin. „Hún er líka ánægð með það hvernig fólk tók saman höndum, af því að oft hefur okkur þótt brotið á okkur en þetta hefur okkur blöskrað mest, þetta sem ætlunin var að gera í nótt. Hún verður framseld, en við viljum líka fara fram á það að meðalhófs sé gætt og að hún fái að vera hér með ökklaband í stofufangelsi eða hvað sem það er eins og venjulegt fólk sem er ekki hættulegt samfélaginu.“ Lögreglumál Fangelsismál Dómsmál Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir Til stendur að flytja Eddu Björk til Noregs í nótt Til stendur að afhenda Eddu Björk Arnardóttur norskum yfirvöldum í nótt. Hún var úrskurðuð í gæsluvarðhald í fyrradag en Landsréttur hefur ekki enn staðfest úrskurð héraðsdóms þess efnis. 30. nóvember 2023 23:32 Ætla að koma í veg fyrir flutning Eddu með öllum tiltækum ráðum Vinir og vandamenn Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem til stendur að flytja til Noregs í nótt, hafa fjölmennt við fangelsið á Hólmsheiði til þess að vekja athygli á máli hennar. Systir hennar segir þau munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að Edda Björk verði flutt úr fangelsinu. 1. desember 2023 02:04 Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Ragnheiður segir að hópnum hafi því tekist markmið sitt, að koma í veg fyrir að Edda yrði flutt úr landi áður en að úrskurður Landsréttar um gæsluvarðhald liggur fyrir. Til stóð að afhenda Eddu norskum yfirvöldum í nótt. Edda sætir nú gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði. Hún var handtekin í vikunni á grundvelli norrænnar handtökuskipunar vegna forræðisdeilna við eiginmann sinn fyrrverandi. Sá er íslenskur og býr í Noregi og fer einn með forsjá þriggja sona þeirra. „Þau hættu við að flytja hana af því að við mættum. Þau sögðu henni það í nótt, að þau vissu ekki hvernig þau ættu að snúa sér í þessu,“ segir Ragnheiður, systir hennar í samtali við Vísi. Hún segist hafa rætt við systur sína í síma í morgun og mun fá að hitta systur sína síðar í dag. Edda hafi eðli málsins samkvæmt verið fegin. „Hún er líka ánægð með það hvernig fólk tók saman höndum, af því að oft hefur okkur þótt brotið á okkur en þetta hefur okkur blöskrað mest, þetta sem ætlunin var að gera í nótt. Hún verður framseld, en við viljum líka fara fram á það að meðalhófs sé gætt og að hún fái að vera hér með ökklaband í stofufangelsi eða hvað sem það er eins og venjulegt fólk sem er ekki hættulegt samfélaginu.“
Lögreglumál Fangelsismál Dómsmál Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir Til stendur að flytja Eddu Björk til Noregs í nótt Til stendur að afhenda Eddu Björk Arnardóttur norskum yfirvöldum í nótt. Hún var úrskurðuð í gæsluvarðhald í fyrradag en Landsréttur hefur ekki enn staðfest úrskurð héraðsdóms þess efnis. 30. nóvember 2023 23:32 Ætla að koma í veg fyrir flutning Eddu með öllum tiltækum ráðum Vinir og vandamenn Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem til stendur að flytja til Noregs í nótt, hafa fjölmennt við fangelsið á Hólmsheiði til þess að vekja athygli á máli hennar. Systir hennar segir þau munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að Edda Björk verði flutt úr fangelsinu. 1. desember 2023 02:04 Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Til stendur að flytja Eddu Björk til Noregs í nótt Til stendur að afhenda Eddu Björk Arnardóttur norskum yfirvöldum í nótt. Hún var úrskurðuð í gæsluvarðhald í fyrradag en Landsréttur hefur ekki enn staðfest úrskurð héraðsdóms þess efnis. 30. nóvember 2023 23:32
Ætla að koma í veg fyrir flutning Eddu með öllum tiltækum ráðum Vinir og vandamenn Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem til stendur að flytja til Noregs í nótt, hafa fjölmennt við fangelsið á Hólmsheiði til þess að vekja athygli á máli hennar. Systir hennar segir þau munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að Edda Björk verði flutt úr fangelsinu. 1. desember 2023 02:04