Fréttamaður

Rafn Ágúst Ragnarsson

Rafn Ágúst er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ís­land gæti kólnað þrátt fyrir hlýnun á heims­vísu

Undanfarið hafa margir eflaust velt því fyrir sér hvernig standi á því að sumarið hafi verið svo alíslenskt í Reykjavík í ár og víðar fyrst hnötturinn okkar hlýnar. Til að mynda var heimshitamet slegið þann 22. júlí síðastliðinn og svo aftur daginn eftir en áhrifa þessarar hlýnunar virðist ekkert gæta hér á landi.

Fann skot­færi úr fórum nas­ista á Hlíðar­fjalli

Brynjar Karl Óttarsson, grunnskólakennari á Akureyri og sagnfræðiáhugamaður, hefur verið að kemba gamalt æfingasvæði Bandamanna frá tímum hernámsins og rakst á nokkuð alveg einstakt nýverið. Hann fann heilt riffilsskot úr fórum nasista. Hann hefur ýmsar kenningar um hvernig gæti mögulega staðið á því að það hafni á Akureyri.

Steypi­reyður strandaði við Þor­láks­höfn

Skíðishvalur strandaði við Þorlákshöfn fyrr í dag. Hún er um 12 til 13 metra löng. Málið er á borði Matvælastofnunar og mun viðbragðsteymi leggja mat á ástand dýrsins og hvort það sé í standi til þess að hægt sé að bjarga því. Talið er að um steypireyði sé að ræða.

Eyði­lögðum tjöldum pakkað saman á gervigrasinu

Um 500 manns gistu Herjólfshöll í Vestmannaeyjum en ákveðið var að skjóta yfir Þjóðhátíðargesti þaki í höllinni vegna þess hve mörg tjöld urðu fyrir tjóni vegna veðursins. Jónas Guðbjörn Jónasson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, segir vel hafa gengið og að gestir hafi gengið vel um.

Ekið á bú­fé og keyrt ofan í læk

Frá hádegi í gær til hádegis í dag hafa sex ökumenn verið stöðvaður fyrir of hraðan akstur og níu fyrir ölvun við akstur á Suðurlandi en mikil umferð er á vegum þar vegna ferðalanga á leið sinni heim í bæinn eftir verslunarmannahelgina.

Sjá meira