Geimfari Apollo 13 látinn Jim Lovell geimfari er látinn 97 ára að aldri. Hann stýrði Apolló-13-tunglferð Bandarísku geimferðastofnunarinnar aftur til jarðar og öðlaðist samstundis heimsfrægð fyrir hetjudáðir sínar. 8.8.2025 22:52
Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladímír Pútín Rússlandsforseti munu funda í Alaska föstudaginn 15. ágúst. Fyrr í kvöld sagði Trump að friðarsamkomulag fæli í sér skiptingu á landsvæðum. 8.8.2025 22:26
Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Donald Trump hefur tilnefnt nýjan sendiherra á Íslandi. Sá heitir Billy Long og var fyrr í dag rekinn úr embætti ríkisskattstjóra eftir aðeins tvo mánuði í starfi. 8.8.2025 21:27
Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum og fyrrverandi sendiherra, segir Ísraelsmenn ganga langt út fyrir rétt sinn til sjálfsvarnar með fyrirætluðu hernámi sínu á Gasaborg. Hamasliðar feli ekki lengur í sér tilvistarógn við Ísraelsríki enda hafi Ísraelar gert út af við hernaðararm samtakanna. 8.8.2025 20:23
Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Erlendi ferðamaðurinn sem féll í Vestari-Jökulsá í Skagafirði fyrr í dag og lést varð skyndilega veikur eftir að hann stökk af kletti út í ána. 8.8.2025 19:04
Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Maður féll við störf fjóra metra í Kópavogi í dag. Ekki er vitað hverjir áverkar hans voru. 8.8.2025 18:39
Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Donald Trump Bandaríkjaforseti segist reiðbúinn að hitta Vladímír Pútín Rússlandsforseta þrátt fyrir að sá siðarnefndi neiti að funda með Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Sú saga gekk að fundur leiðtoga stríðandi fylkinganna væri skilyrði fundar Trump og Pútín en svo virðist ekki vera. 7.8.2025 23:58
Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Skömmu eftir klukkan níu í kvöld mældust tveir skjálftar við Vestari Hvalhnúk á Heiðinni hárri á um fimm kílómetra dýpi. 7.8.2025 21:57
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Tapsárir stuðningsmenn Brøndby lentu í skærum við lögreglu eftir leik kvöldsins í Víkini þar sem piparúða var beitt. Þeir ollu tjóni á vellinum sem nemur allt að fimm milljónum króna að sögn framkvæmdastjóra Víkings. Þá eru þeir komnir á svartan lista hjá eigendum Ölvers í Glæsibæ. 7.8.2025 21:47
„Það fer enginn lífvörður út í“ Sérfræðingur í öryggismálum hjá Ferðamálastofu segir flókið verkefni að finna eina lausn á öryggismálum í Reynisfjöru. Fjaran sé á stöðugri hreyfingu og sjórinn svo svikull að ómögulegt væri að hafa þar lífvörð. Enginn, sama hversu vel þjálfaður, geti synt í land. 7.8.2025 21:08