Laufey kenndi Elizu að sitja fyrir sjálfum Eliza Reid forsetafrú fékk kennslu í sjálfutöku frá sjálfum Grammy-verðlaunahafanum Laufeyju Lín á tónleikunum hennar í Eldborg í gær. 10.3.2024 10:08
Nýr fríverslunarsamningur við Indland undirritaður Nýr fríverslunarsamningur milli Indlands og EFTA-ríkjanna, það er Íslands, Liechtensteins, Noregs og Sviss var undirritaður í Nýju Delí í dag. Bjarni Benediktsson skrifaði undir samninginn fyrir hönd Íslands. 10.3.2024 09:48
Írar þverneituðu stjórnarskrárbreytingum um „konuna á heimilinu“ Írar neituðu stjórnarskrárbreytingum sem vörðuðu orðalag um „konuna á heimilinu“ og hvernig talað er um fjölskylduna í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær. 10.3.2024 09:32
Boltinn hjá Seðlabanka, fyrirtækjum, ríki og sveitarfélögum Samningur fagfélaganna við Samtök atvinnulífsins var undirritaður í dag og Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir að allir þurfi að vera samstíga og að boltinn sé nú hjá Seðlabanka, fyrirtækjum landsins, ríki og sveitarfélögum. 9.3.2024 16:41
Ætluðu að eiga yndislegt kvöld en umræðan eyðilagði það Halla Tómasdóttir, forstjóri BTeam og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, er hugsi yfir umræðunni á Íslandi sem hún varð vitni að í kringum Söngvakeppnina á RÚV fyrir viku. Hún vill forseta sem hjálpar þjóðinni að komast upp úr þessum sporum og íhugar alvarlega framboð. 9.3.2024 15:27
Svíar og Kanadamenn hefja greiðslur á ný Svíar og Kanadamenn hafa ákveðið að halda áfram greiðslum til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) eftir að hafa fryst þær í kjölfar ásakana um aðild starfsmanna samtakanna að hryðjuverkaárásum Hamasliða sjöunda október 2023. 9.3.2024 15:25
Fagfélögin skrifa undir kjarasamninga Fagfélögin hafa skrifað undir langtímasamning við Samtök atvinnulífsins. Til fagfélaganna teljast Rafiðnaðarsamband Íslands, Matvís, VM og Grafía. Samningurinn er til fjögurra ára og byggir á sömu forsendum og langtímasamningar breiðfylkingar Eflingar, Samiðnar og SGS sem náðust fyrr í vikunni. 9.3.2024 15:00
„Við erum að vinna í því að koma í veg fyrir þetta kjaftæði“ Guðný Kristjánsdóttir, íbúi í Reykjanesbæ og tengdadóttir rokkarans keflvíska Rúnars Júlíussonar segir meirihluta bæjarbúa vera ósáttan með ákvörðun bæjarstjórnar Reykjanesbæjar að flytja bókasafn bæjarins í Hljómahöll og takmarka starfsemi Rokksafns Íslands. Hún segist munu berjast gegn áformum bæjarstjórnarinnar með öllum tiltækum ráðum. 9.3.2024 13:42
Vöfflujárnið komið í samband og penninn mundaður Rafiðnaðarsamband Íslands, Matvís og VM, félag vélstjóra og málmtæknimanna, stefna á að undirrita nýja kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins klukkan tvö í dag. 9.3.2024 11:42
Minnst fimmtán drónaárásum Húta afstýrt í nótt Danska freigátan Iver Huitfeld skaut niður fjóra dróna í nótt sem Hútar sendu út til að gera árás á það. Það kom fram í tilkynningu frá danska hernum frá í morgun. Minnst fimmtán drónar gerðu atlögu að skipaumferð sunnanvert í Rauðahafinu í nótt. 9.3.2024 10:49