Afkoma ársins undir væntingum Rekstrarhagnaður samstæðu Sýnar nam 739 milljónum króna árið 2024 samanborið við 3.544 milljónir króna árið 2023. Tap eftir skatta fyrir virðirýrnun nam 357 milljónum samanborið við 2.109 króna hagnað í fyrra. 20.2.2025 20:05
Heiða Björg verður borgarstjóri Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn verður næsti borgarstjóri í Reykjavík. Heimildir fréttastofu herma þetta. 20.2.2025 18:29
Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Lögregla hafði afskipti af manni sem er sagður hafa hellt kveikjarabensíni yfir annan og hótað að kveikja í. Hann var handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna málsins. 20.2.2025 17:47
Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Göngumaður rann í hálku á Esjunni og sneri á sér ökklann. Við það komst hann í sjálfheldu svo þurfti að aðstoða hann niður. 20.2.2025 17:35
Trump titlar sig konung Trump virtist hafa krýnt sig konung í færslu hans á samfélagsmiðlinum Truth Social frá því í kvöld. Seinna birti samfélagsmiðlareikningur Hvíta hússins mynd af Trump með kórónu á höfði og skrifaði meðal annars við: „Konungurinn lengi lifi.“ 19.2.2025 23:37
Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Lögmaður segir Íslendinga gera kaupmála í auknum mæli og segist finna fyrir markverðri aukningu í kaupmálagerð á síðustu tíu árum og þá sérstaklega fyrir seinna hjónaband. 19.2.2025 22:06
Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun Fundi allra samninganefnda aðildarfélaga Kennarasambands Íslands hjá ríkissáttasemjara var frestað á áttunda tímanum til klukkan ellefu í fyrramálið. 19.2.2025 20:30
ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Alþýðusamband Íslands fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks. Það krefst þess að ræstingafyrirtæki greiði starfsmönnum sínum í samræmi við gerðakjarasamninga. 19.2.2025 19:45
Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Færeyska ríkisútvarpið leitar að nýjum útvarpsstjóra á íslenskum miðum. Kringvarpið birti auglýsingu á íslensku á íslenskum atvinnuleitarmiðli. Stjórnarformaður segir að þrátt fyrir að framúrskarandi hæfni á færeysku máli sé ráðningarskilyrði séu Íslendingar vanir að vera altalandi eftir fáeina mánuði í Færeyjum. 19.2.2025 18:52
Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Skrautlegur klæðaburður Jóns Gnarr hefur oft vakið athygli og rifjast í því samhengi upp bleiku jakkafötin sem hann klæddist í borgarstjóratíð sinni. Honum leiðist þó tilgerð og svo virðist sem í dag hafi þau náð hámarki sínu að hans mati þegar átti að meina honum aðgang að þingsal vegna þess að hann var í gallabuxum. 17.2.2025 23:26