fréttamaður

Rakel Sveinsdóttir

Rakel sér um flokkana Atvinnulíf og Áskorun á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hvað svo? Fékk ekki að mæta í jarðarför föður síns en eignaðist nýja fjölskyldu

„Það er eiginlega helst að frétta að stuttu eftir það viðtal lést faðir minn. Ég var reyndar ekki látinn vita af því af fjölskyldunni minni og fékk ekki að fara í jarðaförina hans. Á móti kemur að margt annað gott hefur svo sem gerst líka. Ég til dæmis kynntist óvænt fullorðinni frænku sem ég vissi ekki að ég ætti,“ segir Sævar Þór Jónsson lögmaður í samtali þar sem við veltum aðeins fyrir okkur spurningunni Hvað svo?

Trixið sem klikkar ekki: Að koma sér í gang í vinnunni

Við höfum öll upplifað það að vera mætt í vinnuna en eiga erfitt með að koma okkur í gang. Ekkert endilega vegna þess að við erum þreytt eða syfjuð, heldur einfaldlega náum við ekki að bretta þannig upp ermarnar að við keyrumst í gang.

Áfallasaga: Ofbeldi af verstu gerð, sonarmissir og dóttirin lamast

„Já mig grunar að þetta hafi verið viljaverk. Afbrýðisemin var svo mikil að hann hafði oft sagt við mig að hann gæti ekki hugsað sér að einhver annar fengi mig eða að einhver annar karlmaður fengi að ala upp son hans,“ segir María Kristín Þorleifsdóttir þegar hún minnist bílslyssins 9. október 1997 þar sem tveggja og hálfs árs sonur hennar og barnsfaðir létu lífið og sjálf slasaðist hún mjög alvarlega.

„Hann gerir allt…. nema það sem honum finnst leiðinlegt“

Heima hjá Sigurði Pálssyni forstjóra BYKO er ófrávíkjanleg regla að allir borða saman og þá er oftar en ekki spurt „Hvað var það skemmtilegasta sem gerðist hjá þér í dag?“ Sigurður segist telja að hann fái 9 í einkunn þegar kemur að ýmsu heima fyrir, en viðurkennir að eflaust myndi eiginkonan svara spurningunni aðeins öðruvísi en hann.

Erfitt að ræða launin í vinnunni

Það er staðreynd að eitt af erfiðustu umræðuefnum fólks eru samtöl um peninga. Þessi samtöl eru oft erfið á milli hjóna, þau geta líka verið erfið á milli vina þar sem deila þarf kostnaði eða ræða kostnað.

Sjálfbærniskýrslan 2023: Verðlaunin staðfesta hvað Marel er að gera í sjálfbærnimálum

„Við erum mjög hreykin af þessum verðlaunum sem staðfesta hvað við erum að gera í sjálfbærnimálum. Það hefur líka sýnt sig að það er leitni á milli þess að standa sig vel í sjálfbærnimálum og góðs reksturs,“ segir Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marel og formaður Nordic CEOs for a Sustainable Future, en rétt í þessu var tilkynnt að Marel er verðlaunahafi Sjálfbærniskýrslu ársins 2023.

Sjá meira