Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild FC Kaupmannahöfn hefur tryggt sér sæti í næstefstu deild danska kvenna fótboltans á næsta ári. Það gerði liðið með 3-2 sigri á AaB. Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir byrjaði leikinn fyrir FCK. 10.5.2025 20:01
Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Alexander Rafn Pálmason varð í kvöld yngsti byrjunarliðsmaður í sögu efstu deildar karla í knattspyrnu. Ekki nóg með það heldur er hann einnig yngsti markaskorari í sögu efstu deildar. 10.5.2025 19:27
Skjöldur á loft í Bæjaralandi Bayern München er Þýskalandsmeistari karla í knattspyrnu. Það var vitað fyrir leik dagsins en eftir 2-0 sigur Bæjara á Gladbach fór Þýskalandsskjöldurinn á loft. 10.5.2025 19:19
Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Aston Villa dreymir enn um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð eftir gríðarlega mikilvægan 1-0 útisigur á Bournemouth í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. 10.5.2025 18:37
Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Andrea Jacobsen átti virkilega góðan leik fyrir Blomberg-Lippa þegar liðið mátti þola tap gegn Dortmund í fyrra undanúrslitaeinvígi liðanna í efstu deild þýska kvennahandboltans. Díana Dögg Magnúsdóttir var þá með 100 prósent skotnýtingu. 10.5.2025 18:17
Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Manni færri jafnaði Fjölnir í blálokin í því sem var fyrsti alvöru heimaleikur Grindavíkur í háa herrans tíð. Lokatölur á Stakkavíkurvelli 3-3 og bæði lið enn án sigurs að lokinni 2. umferð Lengjudeildar karla í knattspyrnu. 10.5.2025 18:01
„Sigur liðsheildarinnar“ „Leikurinn í heild sinni ekkert sérstakur en það þarf líka að vinna þessa leiki,“ sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, eftir sigur sinna manna á nýliðum Aftureldingar í Bestu deild karla í fótbolta fyrr í dag. 10.5.2025 17:31
„Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Pep Guardiola var allt annað en sáttur eftir markalaust jafntefli sinna manna í Manchester City gegn botnliði Southampton fyrr í dag. Með stiginu er ljóst að Southampton er ekki slakasta lið í sögu ensku úrvalsdeildar karla. 10.5.2025 17:03
„Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Asmir Begović, markvörður Everton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, getur ekki beðið eftir að snúa aftur hingað til lands. 3.5.2025 09:00
Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ JJ Redick þjálfari Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta, hefur sagt að sínir menn þurfi að vera í betra ásigkomulagi til að geta farið alla leið í baráttunni um meistaratitilinn. Lakers féll úr leik í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. 3.5.2025 08:00