Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Beiting her­valds ó­lík­leg en ekki úti­lokuð

Grænlendingar eru að ganga í gegnum erfiða tíma en ólíklegt er að Bandaríkjamenn muni beita hervaldi til að leggja Grænland undir sig. Þjóðin þarf þó að vera undirbúin fyrir hvað sem er, í samvinnu við Dani, Evrópusambandið og aðra bandamenn.

Ráð­herra Trumps segir Evrópu móður­sjúka

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, dregur í efa að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sé treystandi. Hann hafi samþykkt í fyrra að beita meðlimi Evrópusambandsins ekki frekari tollum en ætli sér þrátt fyrir það að setja tolla á nokkur ríki Evrópu í tengslum við hótanir hans í garð Grænlands.

Skutu flug­skeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu

Rússar gerðu í nótt umfangsmiklar árásir á orkukerfi Úkraínu þar sem notast var við 372 sjálfsprengidróna og skot- og stýriflaugar. Slíkar árásir hafa verið tíðar að undanförnu en Úkraínumenn eru að ganga í gegnum einn kaldasta veturinn á svæðinu í mörg ár.

Fyrsta árinu af fjórum lokið

Ár er nú liðið frá því Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna í annað sinn. Óhætt er að segja að mikið hafi gengið á á þessu ári enda mættu Trump og hans fólk mun undirbúnara í Hvíta húsið en á hans fyrra kjörtímabili. Strax á fyrsta degi var ríkisstjórnin sett í fimmta gír og þar hefur hún að mestu verið.

Miklar sviptingar í Sýr­landi

Stjórnarher Sýrlands og aðrar sveitir hliðhollar stjórnvöldum hafa í dag og um helgina rekið sýrlenska Kúrda (SDF) og bandamenn þeirra á brott frá stórum svæðum í austurhluta Sýrlands. Harðir bardagar eru sagðir eiga sér stað í borginni Raqqa og er herinn sagður hafa náð mikilvægum olíulindum í austurhluta landsins.

Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Banda­ríkjunum

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, kallar eftir því að Evrópusambandið beiti „ofurvopni“ sínu gegn Bandaríkjunum vegna aðgerða Donalds Trump varðandi Grænland. Utanríkisráðherra Danmerkur segir erfitt að átta sig á Bandaríkjamönnum og forsætisráherra Ítalíu segir Bandaríkjamenn ekki skilja Evrópumenn.

Greipur telur Trump hafa ruglast á Græn­landi og Ís­landi

Grínistinn Greipur telur nokkuð víst að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi ruglast á Grænlandi og Íslandi. Hann vilji ekki í rauninni eignast Grænland heldur Íslands vegna þess hvernig víkingarnir nefndu löndin til að gabba fólki.

Hundruð her­manna í við­bragðs­stöðu vegna Minnesota

Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur sett 1.500 fallhlífarhermenn í viðbragðsstöðu vegna mögulegra aðgerða í Minnesota. Það er ef Donald Trump, forseti, stendur við hótun sína um að beita gömlum uppreisnarlögum til að siga hernum á mótmælendur í ríkinu en þar hafa umfangsmikil mótmæli gegn starfsemi Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) átt sér stað.

Myndir: Þúsundir mót­mæltu á Græn­landi

Íbúar Nuuk létu rigningu ekki stöðva sig í gær og mótmæltu í þúsundatali. Mótmæli voru einnig haldin í smærri byggðum landsins stóra, þar sem fólk stóð saman gegn hótunum ráðamanna í Bandaríkjunum.

Sjá meira