Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Myndir: Þúsundir mót­mæltu á Græn­landi

Íbúar Nuuk létu rigningu ekki stöðva sig í gær og mótmæltu í þúsundatali. Mótmæli voru einnig haldin í smærri byggðum landsins stóra, þar sem fólk stóð saman gegn hótunum ráðamanna í Bandaríkjunum.

Segir þúsundir hafa dáið á grimmi­legan máta

Ali Khamenei, æðstiklerkur Íran, viðurkenndi í fyrsta sinn í ræðu sem hann hélt í gær að þúsundir hefðu látið lífið í mótmælum í Íran á undanförnum vikum. Sumir hefðu dáið á „ómennskan og grimmilegan“ máta. Hann kenndi þó Bandaríkjunum og Ísrael um allt saman.

Ítalir lögðu hald á skip frá Rúss­landi

Yfirvöld á Ítalíu hafa stöðvað og lagt hald á flutningaskip sem notað var til að flytja 33 þúsund tonn af járnmálmum frá Rússlandi. Það er gegn refsiaðgerðum sem Evrópusambandið hefur beitt Rússa vegna innrásarinnar í Úkraínu.

Enn deilt um Epstein-skjölin: Dóms­mála­ráðu­neytið segir dómara ekki mega skipa ó­háðan eftir­lits­aðila

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hafnar því að alríkisdómari geti skipað hlutlausan eftirlitsaðila til að halda hafa eftirlit með birtingu Epstein-skjalanna svokölluðu. Þingmenn sem þvinguðu ríkisstjórn Donalds Trump til að samþykkja að birta gögnin segja ráðuneytið vera að brjóta lög með hægagangi sínum og hafa farið fram á að eftirlitsaðili verði skipaður.

Dan­mörk „pínu­lítið land“ með „pínu­lítinn her“

Einn nánasti ráðgjafi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, segir Dani ekki geta varið Grænland. Danmörk sé pínulítið ríki, með pínulítinn efnahag og pínulítinn her. Hann segir ósanngjarnt að Bandaríkjamenn eigi að verja fúlgum fjár í að byggja upp varnir á Grænlandi og eyríkið eigi áfram að tilheyra Danmörku en ekki Bandaríkjunum.

Á­kvörðunin á á­byrgð stjórn­enda Icelandair en ekki flug­manna

Forsvarsmenn Félags íslenskra atvinnuflugmanna, eða FÍA, segja það alfarið á ábyrgð stjórnenda Icelandair að hætta eigi að fljúga til Istanbúl í Tyrklandi. Stjórnendur hafi gert mistök sem nú sé verið að varpa yfir á flugmenn. Ekkert í núverandi kjarasamningi komi í veg fyrir áframhaldandi flug til Istanbúl.

„Hef hvergi hallað réttu máli“

Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri, segist ekki hafa farið með rangt mál þegar hún var spurð hvort borgin væri að kanna lóðarréttarsölu Péturs Marteinssonar, mótframbjóðanda síns í prófkjöri Samfylkingarinnar.

Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum

Rússar hafa gert árásir á hvert einasta orkuver í Úkraínu og ítrekaðar árásir á aðra borgaralega innviði, á sama tíma og Úkraínumenn standa frammi fyrir einhverjum kaldasta vetri á svæðinu í árabil. Með því vilja Rússar draga máttinn úr úkraínsku þjóðinni til að verjast innrás þeirra en á undanförnum þremur árum hafa Rússar eingöngu lagt undir sig eitt og hálft prósent af Úkraínu.

Sjá meira