Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hæsti­réttur hafnar Alex Jones

Dómarar hæstaréttar Bandaríkjanna höfnuðu í gær kröfu Alex Jones, samsæriskenningasmiðs, vegna 1,4 milljarða dala skaðabótagreiðslu til foreldra barna sem myrt voru í Sandy Hook á árum áður. Hann vildi að dómararnir felldu niður kröfu foreldranna í garð hans og tækju áfrýjun hans á fyrri úrskurði til málsmeðferðar.

Segja eitt líkanna ekki vera gísl

Forsvarsmenn ísraelska hersins segja að eitt líkanna sem Hamas-liðar afhentu í gær sé ekki lík gísls. Ísraelar fengu fjögur lík afhent í gær og fjögur daginn þar áður en í heildina sögðust Ísraelar vilja fá lík 28 gísla sem Hamas-liðar áttu að halda enn.

Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og aðrir embættismenn og erindrekar munu seinna í vikunni ferðast til Bandaríkjanna á fund með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og ráðherrum hans. Þar munu Úkraínumenn líklega falast eftir frekari hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum og að fá að kaupa bandarískar stýriflaugar en Trump og Selenskí hafa talað mikið saman á undanförnum vikum.

Paramount ber víurnar í Warner Bros

Forsvarsmenn Paramount Skydance hafa í nokkrar vikur reynt að sameina félagið við Warner Bros. Discovery. Sá samruni myndi skapa eitt stærsta og öflugasta skemmtanaafurðafyrirtæki heimsins.

Aftur heppnast geimskot Starship

Starfsmenn SpaceX skutu Starfship geimfari á loft seint í gærkvöldi og var það í ellefta sinn. Geimskotið heppnaðist vel, annað sinn í röð, eftir ítrekaðar misheppnaðar tilraunir á undanförnum árum, og flaug geimfarið langt um heiminn og sleppti eftirlíkingum af gervihnöttum á braut um jörðu.

Hegseth í stríði við blaða­menn

Leiðtogar stærstu fréttastofa Bandaríkjanna og annarra alþjóðlegra fjölmiðla hafa tilkynnt að þeir muni ekki samþykkja nýjar reglur varnarmálaráðuneytisins um blaðamenn. Reglurnar setja verulega tálma á störf blaðamanna í ráðuneytinu og meina þeim í raun að birta fréttir sem hafa ekki verið samþykktar af yfirmönnum ráðuneytisins og að spyrja starfsmenn spurninga.

For­seti Madagaskar flúinn og herinn við völd

Andry Rajoelina, forseti Madagaskar, segist farinn í felur eftir að hermenn og pólitískir andstæðingar hans reyndu að ráða hann af dögum. Óljóst er hvar hann er en fregnir hafa borist af því að forsetinn hafi flúið land í franskri herflugvél.

Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir annan fasa friðaráætlunarinnar varðandi Gasaströndina hafinn nú þegar búið sé að koma á vopnahléi á Gasa og Hamas-liðar sleppt gíslum þeirra. Bandarískir erindrekar hafa varað við því að annar fasinn sé flókinn og erfiður.

Tugir látnir eftir úr­helli í Mexíkó

Að minnsta kosti 64 eru látnir eftir úrhelli í Mexíkó í lok síðustu viku. Skyndiflóð og aurskriður ollu miklum usla en að minnsta kosti 65 er enn saknað. Björgunarsveitir eru fyrst núna að ná til byggðarlaga sem lokuðust inni eftir úrhellið.

Kín­verjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana

Ráðamenn í Kína virðast hafa lítinn áhuga á að gefa eftir í garð Bandaríkjanna í viðskiptadeilum ríkjanna. Kalla þeir eftir því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lúffi með þá ákvörðun að auka tolla á vörur frá Kína til muna og felli einnig úr gildi aðrar aðgerðir gegn Kína.

Sjá meira